Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Bakvörður skrifar undir hjá Skallagrími

    Skallagrímsmenn hafa fengið liðsstyrk í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðið hefur náð samningi við bakvörðinn Miroslav Andonov. Sá er 25 ára gamall bakvörður með króatískt vegabréf og er væntanlegur hingað til lands á föstudag eða laugardag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Beljanski aftur til landsins

    Igor Beljanski hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms en hann mun einnig spila með liðinu. Það er Karfan.is sem greinir frá þessu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig

    "Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór: Getum spilað miklu betur

    "Þetta var kannski ekki besti körfubolti í heimi en þetta var fín spenna fyrir áhorfendur," sagði Jón Arnór Stefánsson sem skoraði 25 stig í 82-80 sigri KR á Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ótrúlegur endasprettur hjá Þór á Akureyri

    Tveimur leikjum er lokið í Iceland Express deild karla. Þór vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni þar sem liðið skoraði síðustu fimmtán stig leiksins og vann tíu stiga sigur. Þá var leikur Keflavíkur og FSu framlengdur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Arnar Freyr í banni gegn KR

    Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindavíkur, getur ekki tekið þátt í toppslagnum gegn KR á fimmtudagskvöld þar sem hann tekur út leikbann. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Grindvíkinga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Breiðablik vann stigalausa ÍR-inga

    Breiðablik vann ÍR 75-71 í Iceland Express deildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Blika í röð en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar. Breiðhyltingar eru hinsvegar enn stigalausir á botninum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hugarfarið lykillinn að sigri Blika í Keflavík

    "Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Breiðablik gerði góða ferð til Keflavíkur

    Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld. KR og Grindavík unnu einnig sína leiki og eru ósigruð á toppi deildarinnar. Jón Arnór Stefánsson var með þrefalda tvennu í sigri KR-inga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórleikur í vesturbænum í kvöld

    Fjórðu umferðinni í Iceland Express deild karla í körfubolta lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur verður í vesturbænum þar sem KR tekur á móti Snæfelli í DHL höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þriðji sigur Tindastóls

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll vann sinn þriðja leik af fjórum í deildinni og er í efsta sæti deildarinnar ásamt KR og Grindavík sem eru bæði taplaus eftir þrjá leiki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þrír leikir í úrvalsdeildinni í kvöld

    Fjórða umferðin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Njarðvíkingar sækja ÍR-inga heim í Seljaskóla, Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki og Þór og FSu mætast á Akureyri. Allir leikir hefjast 19:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Luber á förum frá Tindastóli

    Benjamin Luber, leikmaður Tindastóls í Iceland Express deildinni, er á förum frá félaginu. Þetta staðfestir Kristinn Friðriksson þjálfari liðsins á vefsíðunni feykir.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík og KR taplaus á toppnum

    KR og Grindavík sitja á toppi Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir þrjár umferðir. Grindavík vann stórsigur á Tindastól 113-95 í uppgjöri tveggja taplausra liða og KR valtaði yfir Breiðablik 108-72 í Kópavogi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík hefur yfir í hálfleik

    Grindavík hefur yfir 53-50 gegn Tindastól í toppslagnum í Iceland Express deildinni þegar flautað hefur verið til hálfleiks. KR er að bursta Breiðablik á útivelli 67-30 og Snæfell hefur yfir 33-30 gegn Þórsurum á heimavelli sínum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Njarðvíkur

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvík vann sinn fyrsta leik í vetur þegar liðið skellti Stjörnunni í Garðabæ 86-77.

    Körfubolti