Þrír leikir eru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:30.
Snæfell tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Stykkishólmi, á Ísafirði heimsækir Keflavík lið KFÍ og á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Fjölnir.
Tindastóll er í harðri botnbaráttu en stuðningsmenn liðsins hafa fengið gleðitíðindi. Svavar Birgisson, sem hefur verið einn besti leikmaður Tindastóls síðustu ár, er mættur aftur í baráttuna.
Svavar ákvað í sumar að leggja skóna á hilluna frægu en þar voru þeir ekki lengi og verður hann í Tindastólsbúningnum í kvöld í fyrsta sinn á þessu tímabili.