Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt“

    Eftir ágætan fyrsta leikhluta gegn Grindvíkingum fjaraði hratt undan leik Breiðabliks í kvöld og Blikar þurftu að lokum að sætta sig við 30 stiga tap, 115-85. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við hversu mörgum boltum hans menn töpuðu í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Álfta­nes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá at­hygli sem okkur er veitt til góðs“

    Ljósið og körfu­knatt­leiks­deild Álfta­ness hafa fram­lengt sam­starf sitt sem hófst á síðasta keppnis­tímabili. Mark­mið sam­starfsins er að auka vitund á starf­semi sam­takanna og fjölga svo­kölluðum Ljósa­vinum. Í því til­efni er boðað til góð­gerða­leiks næst­komandi fimmtu­dag, þegar liðið tekur á móti Njarð­víkingum í For­seta­höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Hann getur verið skrímsli varnar­lega“

    Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta, er leikmaður sem Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon err sérstaklega hrifnir af. Fóru þeir yfir hvað það er sem gerir Tómas Val jafn góðan og raun ber vitni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er stjarna fædd í Grindavík?

    Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrifust helst af troðslum og baksendingum

    Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds töldu saman bestu tilþrif þriðju umferðar deildarinnar. Það var nóg um glæsilegar troðslur en flinkar sendingar fyrir aftan bak og góður varnarleikur greip augað einnig. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna

    Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kane komið vel inn í hlutina í Grinda­vík: „Þurfum að gera þetta með honum“

    Grinda­vík tekur á móti ríkjandi Ís­lands­meisturum Tinda­stóls í kvöld. Grind­víkingar eru á heima­velli en koma inn í leik kvöldsins án sigurs í fyrstu tveimur um­ferðunum. And­stæðingur kvöldsins gæti ekki verið stærri. Ís­lands­meistararnir frá Sauð­ár­króki hafa unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en Ólafur Ólafs­son, fyrir­liði Grind­víkinga er spenntur fyrir á­skorun kvöldsins og fer fögrum orðum um nýjustu við­bót liðsins.

    Körfubolti