Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. Innlent 14. janúar 2026 11:39
900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er gert ráð fyrir að Hallsvegur verði framlengdur frá Grafarvogi að Vesturlandsvegi og skilgreindur sem tveggja akreina gata milli Vesturlandsvegar og Sundabrautar. Skoðun 14. janúar 2026 09:33
Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. Innlent 14. janúar 2026 09:04
Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega spennt fyrir stjórnmálum. Ég upplifi stjórnmálaflokka og fólk vera of keimlík og þreytist fljótt á að hlusta á endurtekin loforð. Ég er almennt svartsýn og geðill að eðlisfari þannig ég að erfitt með að peppa mig upp í stemningu sem mér finnst bæði vera þunn og þvinguð. Skoðun 14. janúar 2026 08:32
Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Undanfarna áratugi hefur verið unnið eftir hugmyndafræði „skóla án aðgreiningar“ í íslenska menntakerfinu. Hugmyndafræðin var og er falleg og þeir sem stóðu að innleiðingu skóla án aðgreiningar vildu sannarlega vel. Fyrirkomulagið hefur engu að síður ekki gengið nægjanlega vel upp. Skoðun 14. janúar 2026 08:01
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 en á dagskrá er meðal annars minningarstund vegna Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns og forseta Alþingis. Innlent 14. janúar 2026 06:57
Vongóð um stuðning Miðflokksins Formaður Samfylkingarinnar er vongóð um að hljóta stuðning Miðflokksins þegar frumvörp ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verða afgreidd í þinginu. Það vakti athygli á dögunum þegar hún sagði í samtali við Heimildina að hún teldi Samfylkinguna geta náð saman með Miðflokknum um ýmislegt í útlendingamálum. Innlent 13. janúar 2026 23:32
Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar. Innlent 13. janúar 2026 22:46
Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Mennta- og barnamálaráðherra segir byrjendalæsisstefnunni hafa verið rutt til rúms hér á landi þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að hún hefði mistekist annars staðar. Hún vill innleiða þróunarverkefnið Kveikjum neistann í fleiri skólum. Innlent 13. janúar 2026 21:56
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Fjármálaráðherra rengir ekki spá Landsbankans um að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum muni auka verðbólgu um 0,7 prósentur. Ráðuneytið hafði reiknað með 0,1 til 0,2 prósenta aukningu. Viðskipti innlent 13. janúar 2026 16:09
Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Borgarstjóri Reykjavíkur neitar því að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á mótframbjóðanda sinn í oddvitaslag Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mótframbjóðandinn gefur lítið fyrir athugun lögmannanna á lóðum sem voru í eigu félags hans, málið skipti hann engu máli. Innlent 13. janúar 2026 15:05
Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til málþings um aðlögun að loftslagsbreytingum, en fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda var gefin út í lok síðasta árs. Innlent 13. janúar 2026 13:31
Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Árshátíð borgarstjórnar Reykjavíkur var haldin með pompi og prakt í Höfða um helgina. Um er ræða fyrstu árshátíð Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sem borgarstjóra en það styttist óðfluga í næstu kosningar. Lífið 13. janúar 2026 13:23
Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. Innlent 13. janúar 2026 12:00
Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist. Innlent 13. janúar 2026 11:04
Blóraböggull fundinn! Nýr barna- og menntamálaráðherra býður fram krafta sína við að gera börnin okkar læs, sem er gott…en Skoðun 13. janúar 2026 09:18
Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um fyrirhugaða atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í Grósku í dag klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni hér á Vísi. Innlent 13. janúar 2026 08:01
Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Innlent 12. janúar 2026 23:23
Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum. Innlent 12. janúar 2026 15:56
Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs. Viðskipti innlent 12. janúar 2026 14:04
Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands biðlar til nýs menntamálaráðherra að gerðar séu rannsóknir sem sýni hvað sé nákvæmlega í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Upphrópanir hjálpi engum. Innlent 12. janúar 2026 13:12
Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. Innlent 12. janúar 2026 13:09
Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 12. janúar 2026 11:47
Ég vil breytingar Ég var borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og tók þátt í því að móta stefnuna sem borgin hefur þróast eftir. Ég var í hópnum sem gerði nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík árið 2014 og mér finnst rétt stefna hafa verið tekin. En núna vil ég gera breytingar og ég vil að Pétur Marteinsson leiði þær breytingar. Pétur er alvöru urbanisti, áhugamaður um borgina og hefur þekkingu og reynslu til að tryggja að hún þróist í rétta átt. Skoðun 12. janúar 2026 09:01
Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna. Viðskipti innlent 12. janúar 2026 08:40
Hvert var samkomulagið? Við sem búum og störfum á höfuðborgarsvæðinu finnum vel fyrir auknum umferðarþunga á háannatímum, sem verður óneitanlega á meðal helstu þrætuepla í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá munu frambjóðendur, bæði nýir og reyndir, vafalaust kappkosta við að útskýra fyrir okkur kjósendum hvaða lausnir séu bestar til að leysa þetta vandamál. Skoðun 12. janúar 2026 08:31
Sturla Böðvarsson er látinn Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar. Innlent 12. janúar 2026 06:01
Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. Innlent 11. janúar 2026 20:00
Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Nýr félags- og húsnæðismálaráðherra segist ætla að taka til hendinni í málaflokknum. Sveiflur á húsnæðismarkaði hafi verið einn helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn. Innlent 11. janúar 2026 16:41
„Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. Innlent 11. janúar 2026 16:33