Sindri Snær og Alexía glæsileg í pítsuveislu Mikil stemmning var í sex ára afmæli veitingastaðarins Flatey pizza á dögunum. Margt var um manninn þar sem vinir, vandamenn og velunnurum var boðið til samfagnaðar. Lífið 25. október 2023 12:52
Kvennafrídagurinn í myndum Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi. Innlent 24. október 2023 17:15
Gústi bakari ljóstrar upp leyndarmálinu að bestu pítsu Reykjavíkur Veitingastaðurinn og bakaríið Bakabaka fagnaði titlinum, besta pítsan í Reykjavík 2023, á dögunum með pompi og prakt. Viðurkenningin var veitt af menningartímaritinu Reykjavik Grapevine. Lífið 20. október 2023 10:19
Myndaveisla: Skáluðu fyrir sorginni í Sky Lagoon Einstök stemmning skapaðist á góðgerðartónleikunum, Sungið með sorginni, í Sky Lagoon í gærkvöldi þegar tónlistarfólkið Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson, Salka Sól Eyfeld, Karl Olgeirsson og DJ Dóra Júlía skemmtu gestum. Lífið 18. október 2023 17:57
Myndaveislan: Birgitta Líf og seiðandi senjórítur stálu senunni Hinn rómaði veitingastaður Tapasbarinn fagnaði 23 ára afmæli sínu í gærkvöldi. Tónlist, glimmer og seiðandi senjórítur settu sterkan svip á kvöldið. Lífið 13. október 2023 20:00
Vertonet hélt sína fyrstu samkomu Fyrsta fyrirtækjaheimsókn Vertonet fór fram hjá Sýn á dögunum en yfir sjötíu konur úr tæknigeiranum sóttu viðburðinn. Lífið 13. október 2023 10:10
Bleikasta partý ársins í Höfuðstöðinni Eitt bleikasta partý ársins fór fram í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal þar sem útgáfa Bleiku slaufunnar var fagnað. Hönnuðir slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir. Lífið 11. október 2023 07:00
Karnival stemmning á árshátíð Sýnar Árshátíð Sýnar fór fram með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld í Hafnarþorpinu. Salurinn í Kolaportinu var glæsilega skreyttur í karnival þema sem færði gesti inn í sannkallaðan töfraheim hátíðarinnar. Lífið 10. október 2023 15:38
Slógu upp veislu því áhöfnin var valin sú besta Starfsfólk PLAY fjölmennti í Gamla Bíó síðastliðið föstudagskvöld til að fagna því að áhöfn flugfélagsins var valin sú besta af lesendum bandaríska fjölmiðilsins USA Today á dögunum. Lífið 10. október 2023 11:01
Meiriháttar gleði og minniháttar klúður Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið. Lífið 8. október 2023 10:57
Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. Lífið 8. október 2023 09:00
Emmsjé Gauti og Davíð Oddsson fögnuðu fimmtugri Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherra varð fimmtug á miðvikudag og blés að því tilefni til stærðarinnar veislu í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekkunni í föstudagskvöld. Lífið 8. október 2023 00:06
Inga Lind mætti í einkapartý Það var heldur betur góð stemmning á Hverfisgötunni í gær þar sem eigendur Röntgen buðu útvöldum til haustfögnuðar. Staðurinn var lokaður almenningi á milli 17 og 19 á meðan gestir nutu drykkja og matar auk tónlistar. Lífið 6. október 2023 13:34
Fjölmenntu til að upplifa kynþokka og spennu í nýrri þáttaröð Forsýning dramaþáttanna, Svo lengi sem við lifum eða As long as we live, eftir Anítu Briem fór fram í Bíó Paradís í gær. Sjö ár eru liðin síðan Aníta byrjaði að skrifa handritið sem nú er orðið að veruleika. Lífið 5. október 2023 17:08
Mikið um dýrðir á 200. sýningunni á Níu lífum Sérstök hátíðahöld voru í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag en þá var 200. sýningin á Níu lífum. Af því tilefni var forsalurinn skreyttur og öllum gestum boðið upp á fordrykk auk þess sem Una Torfadóttir tók Bubbalög og lék á píanó fyrir sýninguna. Lífið 4. október 2023 11:58
Stjörnulífið: Auddi Blö og Rakel buðu til veislu í London Október er genginn í garð. Bleika slaufan, tímamót og utanlandsferðir einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Lífið 2. október 2023 10:01
Drifu sig í vel heppnað leggönguboð Konur fjölmenntu á sérstakt leggönguboð í Ásmundarsal í gær. Tilefnið var undirbúningur og styrktarkvöld fyrir góðgerðargönguna Leggangan sem útivistarhópurinn Snjódrífurnar standa fyrir til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Lífið 28. september 2023 20:01
Gleði og margmenni á frumsýningu Soviet Barbara í Bíó Paradís Kvikmyndin Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson var frumsýnd í Bíó Paradís síðastliðinn miðvikudag. Húsfyllir var á frumsýningunni og góð stemning eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan. Lífið 25. september 2023 21:53
Bríet og Binni Glee fögnuðu nýjum orkudrykk Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar þróaði nýja bragðtegund af virknidrykknum COLLAB þar sem hampur, sítrónur og nektarínur eru í aðalhlutverki. Lífið 22. september 2023 15:18
Gleði og glamúr á árshátíð Play Árshátíð flugfélagsins Play fór fram í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 9. september síðastliðinn. Gleðin var sannarlega við völd þar sem starfsmennirnir skemmtu sér konunglega undir tónum Helga Björns, Herberts Guðmundssonar og Prettyboitjokkó. Lífið 20. september 2023 12:54
Hátíðargestir á Heimaleiknum Kvikmyndin Heimaleikurinn var frumsýnd í Bíó Paradís um helgina. Margt var um manninn og ljóst að myndin féll vel í áhorfendur. Lífið 19. september 2023 14:30
Forsýningarveisla í Bíó Paradís Margt var um manninn þegar Skuld, heimildamynd eftir Rut Sigurðardóttur, var forsýnd í Bíó Paradís síðastliðinn miðvikudag. Lífið 15. september 2023 14:58
Stjörnum prýdd forsýning Northern Comfort Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, var forsýnt í gær. Myndin verður tekin til almennra sýninga á morgun. Mikill fjöldi lagði leið sína á forsýninguna í gær. Lífið 14. september 2023 21:24
Draumkennt þriggja daga brúðkaup á Ítalíu Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst síðastliðinn í smábænum Castel Gandolfo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast. Lífið 14. september 2023 20:01
Þær flottustu í förðun fögnuðu á Sólon Margt var um manninn í forsýningarpartýi förðunarþáttanna Útlit sem haldið var á Sólon á dögunum. Hópurinn samanstendur af nokkrum færustu förðunarfræðingum landsins. Lífið 14. september 2023 15:45
Tískan við þingsetningu: Litagleði og munstur Þingmenn mættu prúðbúnir til þingsetningar í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti setti Alþingi. Ljósmyndari á vegum Vísis var á staðnum og myndaði þingmenn. Tíska og hönnun 12. september 2023 20:00
Mikið fjör á árshátíð Hagkaups Árshátíð Hagkaups var haldin hátíðleg um helgina en herlegheitin fóru fram í Gamla bíói þar sem öllu var tjaldað til. Þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson sáu um veislustjórn en fjöldi listamanna stigu á stokk og skemmtu gestum. Lífið 12. september 2023 14:09
Stórtónleikar Magga Kjartans í Eldborg Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Magnús Kjartansson fagnaði stórtónleikum sínum síðastliðið laugardagskvöld. Húsfyllir var í Hörpu þar sem hátíðargestir fögnuðu tímamótunum. Ljósmyndari Vísis fangandi að sjálfsögðu stemninguna. Lífið 11. september 2023 20:00
Stjörnulífið: Októberfest og Gummi kíró í baði Síðastliðin vika var heldur betur viðburðarík hjá íslensku stjörnunum. Tónleikahátíðir, frumsýningar og brúðkaup voru áberandi um helgina og haustið mætti með stæl. Lífið 11. september 2023 10:19
Myndaveisla: Stúdentar skemmta sér á Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer fram um helgina. Fjöldi stúdenta á öllum aldri hefur lagt leið sína í Vatnsmýrina þar sem ógrynni tónlistarfólks leikur listir sínar auk þess sem aðrar afþreyingar og matar- og drykkjarvistir eru ekki af skornum skammti. Lífið 9. september 2023 11:32