Stjarnan slátraði meisturunum Stjarnan heimsótti ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Fram og vann afar öruggan 24-33 sigur í 11. umferð Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 21.11.2025 20:17
KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan KA bar sigur úr býtum í Akureyrarslagnum í Olís deild karla. Lokatölur 32-38gegn Þór. Handbolti 20.11.2025 21:26
Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Selfoss sótti óvænt sigur eftir æsispennandi leik gegn Aftureldingu, sem missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Olís deild karla. Lokatölur í Mosfellsbænum 28-29. Handbolti 20.11.2025 20:44
„Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Ég er bara mjög ánægður. Við spiluðum góðan fyrri hálfleik og lögðum grunninn að þessu þar,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir öruggan sigur sinna manna í Olís-deildinni í kvöld. Handbolti 12. nóvember 2025 21:28
FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika FH vann afar sannfærandi þrettán marka sigur er liðið tók á móti KA í tíundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 45-32. Handbolti 12. nóvember 2025 20:31
Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu KA-menn unnu þriðja heimasigur sinn í röð í kvöld þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli, 36-31, í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 7. nóvember 2025 20:50
Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Fram færði sig upp fyrir Hauka í 5. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, með sigri á Selfossi, og Haukar eru við toppinn í Olís-deild karla eftir sigur á nýliðum Þórs frá Akureyri. Handbolti 7. nóvember 2025 20:00
„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Valur valtaði yfir Fram í Úlfarsárdal í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Valsmenn unnu sannfærandi níu marka sigur eftir hafa leitt í hálfleik með sjö mörkum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, sagði eftir leik að hans menn hefðu verið sjálfum sér verstir. Handbolti 6. nóvember 2025 22:01
Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fjórir leikir fóru fram í 9. umferð Olís deildar karla í kvöld. Topplið Aftureldingar lagði FH að velli, ÍR tók stig gegn ÍBV og HK vann fallbaráttuslaginn gegn Selfossi. Auk þess vann Valur öruggan sigur gegn Fram. Handbolti 6. nóvember 2025 21:28
Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Valur sigraði Fram örugglega í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinn endaði 36-27 og með sigrinum eru Valsmenn komnir við hlið Hauka í öðru sæti deildarinnar. Handbolti 6. nóvember 2025 21:10
„Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arnór Snær Óskarsson er óvænt snúinn heim úr atvinnumennsku og spilar með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Hann flýr svartnætti í Noregi en hyggst þó ekki stoppa of stutt við hér heima. Handbolti 1. nóvember 2025 11:32
Arnór Snær snýr aftur heim Karlalið Vals í handbolta fékk mikinn liðsstyrk í dag er liðið samdi við Arnór Snæ Óskarsson. Handbolti 31. október 2025 11:21
Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir veðmálafyrirtækið Epicbet ekki hafa leyfi fyrir streymum af leikjum í Olís-deild karla sem nýtt er í beinar útsendingar á vegum þess. Handbolti 29. október 2025 08:03
Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Íslandsmeistarar Fram unnu afar öruggan ellefu marka útisigur gegn HK og ÍBV vann nauman tveggja marka sigur gegn KA. Handbolti 25. október 2025 16:39
Afturelding komst upp að hlið Hauka Afturelding sótti góðan sigur gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatökur 31-34 fyrir Aftureldingu. Handbolti 24. október 2025 20:42
„Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Birgir Már Birgisson var hetja FH-liðsins þegar liðið bar sigurorð af Haukum í áttundu umferð Olís-deildar karla í hanbolta í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 23. október 2025 22:14
Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli FH sigraði Hauka, 27-26, þegar liðin mættust í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Það var Birgir Már Birgisson sem tryggði FH sigur með marki sínu á lokaandartaki leiksins. Handbolti 23. október 2025 21:18
Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Valsmenn voru næstum því búnir að missa frá sér sigurinn þegar þeir fengu ÍR-inga í heimsókn á Hlíðarenda í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 23. október 2025 20:34
Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Þórsarar komu sér upp úr fallsæti og höfðu sætaskipti við Selfyssinga eftir þriggja marka sigur í leik liðanna á Akureyri í OLís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 23. október 2025 20:22
Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Viktor Sigurðsson er genginn til liðs við Fram í Olís deild karla í handbolta en Framarar segja frá þessum fréttum á miðlum sínum. Handbolti 20. október 2025 21:32
Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Eyjamenn gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn í dag þegar liðið lagði Aftureldingu 33-34 en sigurinn lyftir Eyjamönnum í 5. sæti Olís-deildarinnar. Handbolti 18. október 2025 17:07
Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Íslandsmeistarar Fram unnu langþráðan sigur í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 17. október 2025 20:57
Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Haukar eru einir á tpppnum eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. HK-ingar sóttu tvö stig á Akureyri og fögnuðu þar þriðja deildarsigri sínum í röð. Handbolti 16. október 2025 21:02
KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val KA-menn héldu sigurgöngu sinni áfram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar þeir unnu Valsmenn í sjöundu umferðinni í kvöld. Handbolti 16. október 2025 20:12
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti