Lánið lék ekki við Luck Leikstjórnandinn hæfileikaríki Andrew Luck, sem flestir búast við að verði valinn fyrstur í næsta nýliðavali fyrir NFL-deildina, lauk háskólaferli sínum í nótt með tapi. Háskólinn hans, Stanford, varð þá að játa sig sigraðan gegn Oklahoma State í dramatískum, framlengdum leik. Lokatölur 41-38. Sport 3. janúar 2012 11:45
Deildarkeppni NFL lokið | Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL-deildinni fór fram í gær. Nokkuð hörð barátta var um síðustu sætin í úrslitakeppninni eftir jafnt og skemmtilegt tímabil. Sport 2. janúar 2012 14:00
NFL: Brees setti nýtt met í sigri New Orleans á Atlanta Leikstjórnandinn Drew Brees bætti í nótt 27 ára gamalt met Dan Marino þegar að lið hans, New Orelans Saints, vann stórsigur á Atlanta Falcons, 45-16, í NFL-deildinni í nótt. Sport 27. desember 2011 09:30
NFL: Green Bay Packers gulltryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni Green Bay Packers komst aftur á sigurbraut með því að vinna 35-21 sigur á Chicago Bears í eina leiknum í ameríska fótboltanum í gær. Packers unnu þrettán fyrstu leiki sína en töpuðu síðan óvænt fyrir Kansas City um síðustu helgi. Sport 26. desember 2011 11:15
Skoraði snertimark í NFL með því að taka heljarstökk yfir mótherja Jerome Simpson stökk heljastökk inn í fyrirsagnirnar í 23-16 sigri Cincinnati Bengals á Arizona Cardinals í ameríska fótboltanum í gær. Hann gerði nánast út um leikinn með einu magnaðast snertimarki sem hefur verið skorað á þessu tímabili. Sport 25. desember 2011 16:00
NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. Sport 25. desember 2011 11:00
Þegar Tebow hitti Jesús Hinn heittrúaði Tim Tebow mátti sætta sig við tap í gær þegar Tom Brady kom í heimsókn á Mile High í Denver. Sport 19. desember 2011 23:30
Stjórnlaus hnjaskvagn keyrði niður hóp af fólki Lygilegt atvik átti sér stað á Cowboys Stadium um helgina þegar stjórnlaus hnjaskvagn, eins og Bjarni Fel skírði bílana, keyrði á hóp manna á miðjum vellinum. Sport 19. desember 2011 22:45
Manning spilar ekkert í vetur Indianapolis Colts hefur gefið það út að leikstjórnandinn Peyton Manning muni ekki spila neitt í vetur. Colts á tvo leiki eftir af tímabilinu. Sport 19. desember 2011 20:30
NFL: Tebow tapaði - Denver réð ekki við Tom Brady og félaga Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Sport 19. desember 2011 09:12
Hurd rekinn frá Chicago Bears NFL-liðið Chicago Bears er búið að reka útherjann Sam Hurd frá félaginu en hann hefur verið handtekinn fyrir eiturlyfjasölu og gæti átt yfir höfði sér 40 ára fangelsisdóm. Sport 17. desember 2011 23:45
Leikmaður Bears handtekinn grunaður um sölu á eiturlyfjum Útherjinn Sam Hurd, leikmaður Chicago Bears, spilar tæplega meira á þessari leiktíð eftir að hafa verið handtekinn í gær grunaður um sölu á fíkniefnum. Sport 16. desember 2011 11:15
Ruddaleg tækling í NFL-deildinni Hinn grjótharði varnarmaður Pittsburgh Steelers, James Harrison, gæti fengið allt að tveggja leikja bann fyrir afar ruddalega tæklingu á Colt McCoy, leikstjórnanda Cleveland Browns. Sport 12. desember 2011 20:15
Tebow heldur áfram að gera kraftaverk - Giants með mikilvægan sigur Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Sport 12. desember 2011 14:30
Stefnir í fullkomið tímabil hjá Packers - Tebow einnig óstöðvandi Staðan í NFL-deildinni breyttist lítið í gær. Green Bay stóðst risapróf gegn NY Giants þar sem Aaron Rodgers, leikstórnandi Green Bay, bauð upp á enn eina ótrúlegu frammistöðuna. Hann keyrði liðið upp allan völlinn á 58 sekúndum og Packers vann leikinn með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út. Sport 5. desember 2011 16:45
C'mon Man! Leikaraskapur aldarinnar og gamlir menn að slást Einn vinsælasti dagskrárliðurinn í bandarísku sjónvarpi er "C'mon Man" sem fer í loftið í aðdraganda mánudagsleiks NFL-deildarinnar. Sport 1. desember 2011 23:30
Gerði grín að Plaxico og þóttist skjóta sig í fótinn Það gleymist seint þegar Plaxico Burress skaut sjálfan sig í lærið, í bókstaflegri merkingu, á næturklúbbi í New York. Stevie Johnson, leikmaður Buffalo Bills, var svo sannarlega ekki búinn að gleyma því er hann mætti Burress um síðustu helgi. Sport 30. nóvember 2011 22:45
Stóri bróðir vann "Harbowl" - Packers vann enn einn leikinn Sögulegur atburður átti sér stað í NFL-deildinni í nótt þegar bræður mættust í fyrsta skipti sem aðalþjálfarar í NFL-deildinni. Alls voru þrír leikir spilaðir í NFL-deildinni í gær þar sem Bandaríkjamenn héldu upp á Þakkargjörðardaginn. Sport 25. nóvember 2011 13:45
Ótrúlegt snertimark hjá Gronkowski - heppinn að hálsbrotna ekki Innherji New England Patriots, Rob Gronkowski, er að verða eitt beittasta sóknarvopn NFL-deildarinnar en samvinna hans og Tom Brady leikstjórnanda hefur verið frábær í vetur. Sport 22. nóvember 2011 15:53
Ekkert sem stöðvar Green Bay Packers Það er ekkert lát á góðu gengi Green Bay Packers í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn tíunda leik í röð í vetur. Packers er búið að vinna 16 leiki í röð ef sigurhrina síðasta tímabils er tekin inn í reikninginn. Sport 21. nóvember 2011 15:15
Grátandi leikmaður Packers dæmdur í sex ára fangelsi Johnny Jolly, leikmaður Green Bay Packers í NFL-deildinni, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi þar sem honum tókst ekki að halda skilorð. Sport 18. nóvember 2011 22:30
Fagnaði snertimarki með því að faðma klappstýru andstæðingsins Ansi skemmtileg uppákoma átti sér stað í leik Dallas Cowboys og Buffalo Bills í gær. Þá fagnaði leikmaður Bills, David Nelson, snertimarki með þvi að faðma klappstýru Cowboys, Kelsi Reich. Hann gaf henni þess utan boltann. Sport 14. nóvember 2011 23:45
Þjálfari Jets við áhorfanda: "Fuck off" Rex Ryan, þjálfara NY Jets, gæti verið refsað af NFL-deildinni eftir að hann hreytti blótsyrðum í áhorfanda eftir tap liðsins gegn New England Patriots í gær. Sport 14. nóvember 2011 22:23
Úrslit helgarinnar í NFL - 49ers kemur enn á óvart Meistarar Green Bay Packers er eina taplausa liðið í NFL-deildinni og San Francisco 49ers er óvænt með næstbesta árangurinn í deildinni. Leikmenn 49ers sýndu um helgina að það er engin tilviljun er liðið vann afar sterkan sigur á NY Giants. Sport 14. nóvember 2011 22:00
Maður stunginn á leik Chargers og Raiders Alvarlegt atvik átti sér stað fyrir utan Qualcomm-völlinn í gær þegar leikur San Diego Chargers og Oakland Raiders í NFL-deildinni fór fram. Sport 11. nóvember 2011 23:30
Fékk lúxusferð fyrir að gefa eftir notandanafn á Twitter Kanadíski námsmaðurinn Kirk Morrison datt í lukkupottinn þegar NFL-leikmaðurinn Kirk Morrison vildi breyta nafninu á Twitter-aðganginum sínum. Sport 10. nóvember 2011 20:00
Colts gæti losað sig við Manning Án Peyton Manning hefur allt farið í vaskinn hjá Indianapolis Colts. Liðið er búið að tapa öllum átta leikjum sínum í deildinni og tímabilið búið hjá liðinu. Manning er frá vegna hálsmeiðsla en þrátt fyrir allt vonast hann til þess að spila eitthvað á þessari leiktíð. Sport 4. nóvember 2011 20:30
Philadelphia vaknað - Steelers slökkti á Brady Kraftaverkin gerast í St. Louis þessa dagana. Hafnaboltalið borgarinnar varð meistari í vikunni á ótrúlegan hátt og NFL-lið borgarinnar fylgdi þeim titli eftir með því að vinna sinn fyrsta sigur í vetur um helgina. Rams gerði sér þá lítið fyrir og lagði New Orleans Saints sem hafði pakkað Colts saman, 62-7, vikuna á undan. Sport 31. október 2011 11:30
Sögulegt tap Colts í NFL-deildinni Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Sport 24. október 2011 13:30