Hernandez bendlaður við tvöfalt morð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2013 23:30 Aaron Hernandez eftir handtökuna í gær. Mynd/AP NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan. NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan.
NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira