Ótrúlegur fjöldi NFL-leikmanna kemst í kast við lögin 5. júlí 2013 13:30 Aaron Hernandez er líklega á leiðinni í steininn og mun þurfa að dúsa þar lengi. vísir/getty Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Frá því tímabilinu lauk í febrúar hafa 29 leikmenn í deildinni verið handteknir. Þá erum við að tala um alvarlegri glæp en að keyra of hratt. Nú síðast var Aaron Hernandez ákærður fyrir morð. Hann var lykilmaður í hinu sigursæla liði New England Patriots. Félagið er búið að reka hann frá félaginu. Vísir kíkti aðeins á helstu brot þeirra manna sem hafa komist í kast við lögin síðan í febrúar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en handtökur NFL-leikmanna frá aldamótum eru í kringum 650 talsins.29. júní: Joe Lefeged, Indianapolis Colts: Handtekinn fyrir að vera með óskráð skotvopn. Var stoppaður í bíl sínum í Washington.26. júní: Aaron Hernandez, New England Patriots: Ákærður fyrir að myrða Odin Lloyd. Rekinn frá félaginu.25. júní: Ausar Walcott, Cleveland Browns: Ákærður fyrir morðtilraun. Kýldi mann fyrir utan næturklúbb. Rekinn frá félaginu.10. júní: Adam "Pacman" Jones, Cincinnati Bengals: Handtekinn og settur í fangelsi fyrir að kýla konu á næturklúbbi.31. maí: Evan Rodriguez, Chicago Bears: Handtekinn fyrir að keyra of hratt, vera ölvaður og hafa ekið á öfugum vegarhelmingi. Rekinn frá félaginu.25. maí: Joe Morgan, New Orleans Saints: Keyrði ölvaður og var ekki með ökuleyfi.12. maí: Jason Peters, Philadelphia Eagles: Handtekinn fyrir að taka þátt í spyrnukeppni í íbúðarhverfi. Sýndi mótþróa við handtöku.10. maí: Titus Young, Detroit Lions: Handtekinn fyrir að brjótast inn í hús. Var handtekinn þrisvar sömu vikuna. Einnig fyrir að keyra ölvaður og síðan fyrir að reyna að stela bílnum sínum eftir að lögreglan hafði gert hann upptækan.8. maí: Corey McIntyre, án félags: Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á konunni sinni.29. apríl: Cliff Harris og Claude Davis, NY Jets: Handteknir fyrir að vera með marijúana.20. apríl: Ronnell Lewis, Detroit Lions: Þrjár ákærur eftir slagsmál á bar.17. apríl: Quentin Groves, Cleveland Browns: Handtekinn er lögreglan réðst til atlögu á vændishús.26. mars: Amari Spievey, Detroit Lions: Handtekinn fyrir líkamsárás. Grunaður um að hafa gengið í skrokk á barni sínu.9. mars: Quinton Carter, Denver Broncos: Handtekinn fyrir að reyna að svindla í spilavíti.18. febrúar: Da'Quan Bowers, Tampa Bay Buccaneers: Handtekinn á flugvelli fyrir að vera með skammbyssu í farangri sínum. NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Frá því tímabilinu lauk í febrúar hafa 29 leikmenn í deildinni verið handteknir. Þá erum við að tala um alvarlegri glæp en að keyra of hratt. Nú síðast var Aaron Hernandez ákærður fyrir morð. Hann var lykilmaður í hinu sigursæla liði New England Patriots. Félagið er búið að reka hann frá félaginu. Vísir kíkti aðeins á helstu brot þeirra manna sem hafa komist í kast við lögin síðan í febrúar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en handtökur NFL-leikmanna frá aldamótum eru í kringum 650 talsins.29. júní: Joe Lefeged, Indianapolis Colts: Handtekinn fyrir að vera með óskráð skotvopn. Var stoppaður í bíl sínum í Washington.26. júní: Aaron Hernandez, New England Patriots: Ákærður fyrir að myrða Odin Lloyd. Rekinn frá félaginu.25. júní: Ausar Walcott, Cleveland Browns: Ákærður fyrir morðtilraun. Kýldi mann fyrir utan næturklúbb. Rekinn frá félaginu.10. júní: Adam "Pacman" Jones, Cincinnati Bengals: Handtekinn og settur í fangelsi fyrir að kýla konu á næturklúbbi.31. maí: Evan Rodriguez, Chicago Bears: Handtekinn fyrir að keyra of hratt, vera ölvaður og hafa ekið á öfugum vegarhelmingi. Rekinn frá félaginu.25. maí: Joe Morgan, New Orleans Saints: Keyrði ölvaður og var ekki með ökuleyfi.12. maí: Jason Peters, Philadelphia Eagles: Handtekinn fyrir að taka þátt í spyrnukeppni í íbúðarhverfi. Sýndi mótþróa við handtöku.10. maí: Titus Young, Detroit Lions: Handtekinn fyrir að brjótast inn í hús. Var handtekinn þrisvar sömu vikuna. Einnig fyrir að keyra ölvaður og síðan fyrir að reyna að stela bílnum sínum eftir að lögreglan hafði gert hann upptækan.8. maí: Corey McIntyre, án félags: Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á konunni sinni.29. apríl: Cliff Harris og Claude Davis, NY Jets: Handteknir fyrir að vera með marijúana.20. apríl: Ronnell Lewis, Detroit Lions: Þrjár ákærur eftir slagsmál á bar.17. apríl: Quentin Groves, Cleveland Browns: Handtekinn er lögreglan réðst til atlögu á vændishús.26. mars: Amari Spievey, Detroit Lions: Handtekinn fyrir líkamsárás. Grunaður um að hafa gengið í skrokk á barni sínu.9. mars: Quinton Carter, Denver Broncos: Handtekinn fyrir að reyna að svindla í spilavíti.18. febrúar: Da'Quan Bowers, Tampa Bay Buccaneers: Handtekinn á flugvelli fyrir að vera með skammbyssu í farangri sínum.
NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira