
Brady og félagar loksins aftur á sigurbraut
Eftir tvo tapleiki í röð þá komust NFL-meistarar Tampa Bay Buccaneers aftur á sigurbraut í mánudagsleik NFL-deildarinnar.
Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.
Eftir tvo tapleiki í röð þá komust NFL-meistarar Tampa Bay Buccaneers aftur á sigurbraut í mánudagsleik NFL-deildarinnar.
Maður helgarinnar í NFL-deildinni var án efa hlauparinn Jonathan Taylor hjá Indianapolis Colts. Hann kom sér inn í sögubækurnar með stórkostlegri frammistöðu í gær en stærsta fréttin var líka að hann var að gera þetta á móti einu allra besta varnarliði deildarinnar þegar Indianapolis Colts vann 41-15 sigur á Buffalo Bills.
Myndband af Zac Stacy, fyrrverandi hlaupara New York Jets og St. Louis Rams í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, beita fyrrverandi kærustu sína hrottalegu heimilisofbeldi fyrir framan fimm mánaða gamlan son þeirra fer nú sem eldur um sinu um netheimana.
Þetta átti að vera kvöld stjörnuútherjans Odell Beckham Jr. í hans fyrsta leik með Los Angeles Rams en það var hins vegar kollegi hans í hinu liðinu sem stal senunni og fyrirsögnunum.
Óvænt úrslit og fyrsta jafntefli tímabilsins litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gær en bæði toppliðið og ríkjandi meistarar urðu að sætta sig við töp.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem að viðureign Portúgals og Serbíu í undankeppni HM 2022 var bætt við dagskrána.
Gærdagurinn var viðburðaríkur í NFL-deildinni þegar tveir af þekktustu leikmönnum hennar fundu sér ný félög. Báðir voru með lausa samninga og gátu því samið þótt að félög megi ekki lengur skiptast á leikmönnum.
Þeir eru kannski hættir að spila í NBA og NFL en voru aftur á móti tilbúnir að prufa hvernig þeir koma út í nýrri íþrótt.
Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills liðsins, er nýjasta fórnarlamb Manning álaganna í NFL-deildinni en nafni hans fór illa með hann í mjög óvæntu tapi á móti Jacksonville Jaguars um helgina.
Það er ekki oft sem alnafnar mætast inn á vellinum en það gerðist í leik Buffalo Bills og Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni í gær. Það sem meira var að einvígi þeirra átti mikinn þátt í úrslitum leiksins sem voru ein þau óvæntustu í langan tíma.
Eftir mikla vandræðaviku þá hafa forráðamenn Cleveland Browns ákveðið að losa sig við útherjann Odell Beckham Jr.
Það er talsvert fjaðrafok í kringum fréttirnar af kórónusmiti NFL-stjörnunnar Aaron Rodgers en hann missir af næsta leik liðsins um helgina.
Skólastjóri Inglewood menntaskólans í Kaliforníu hefur beðist afsökunar á risasigri liðs skólans á liði Morningside menntaskólans í amerískum fótbolta.
Þær gerast varla fallegri sögurnar en sú af níu ára strák sem trúði svo mikið á Tom Brady að NFL-ofurstjarnan hjálpaði honum að komast í gegnum hreint helvíti þegar hann greindist með krabbamein í heila.
Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers í NFL-deildinni, hefur greinst með kórónuveiruna og mun missa af leik Packers og Kansas City Chiefs um helgina.
Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum.
Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum.
Dallas Cowboys útherjinn CeeDee Lamb hefur fengið fimm sektir í fyrstu sex leikjum liðsins á tímabilinu og þrjár þeirra hafa verið fyrir klæðaburð.
Dýrlingarnir frá New Orleans enduðu fjögurra leikja sigurgöngu NFL-meistaranna Tampa Bay Buccaneers í gær. Varaleikstjórnandi Saints tók upp hanskann í meiðslum byrjunarliðsmannsins en hann var ekki eini varamaðurinn sem leiddi sitt lið til sigurs í NFL-deildinni í gær.
Alls er nú átta leikjum lokið í NFL-deildinni. Pittsburgh Steelers vann góðan sigur á Cleveland Browns og þá vann Los Angeles Rams stórsigur á Houston Texans, sigurinn hefði verið enn stærri ef ekki hefði verið fyrir undarlegan síðasta fjórðung leiksins.
Ólöf Indriðadóttir er doktorsnemi í hjúkrunarfræði, en hún var valin stuðningsmaður ársins hjá Minnesota Vikings í NFL-deildinni gær. Að launum fékk Ólöf tvo miða á Super Bowl sem fram fer á SoFi Arena í Kaliforníu þann 13. febrúar.
Það er óhætt að segja að yfirmaður NFL-deildarinnar sé að fá ágætis laun fyrir að sinna sínu starfi.
Lokasóknin á Stöð 2 Sport fjallar um NFL-deildina í hverri viku og fer þá yfir leiki hverrar umferðar. Goðsögnin Tom Brady er oftar en ekki í sviðsljósinu og svo var einnig nú.
Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals.
Lokasóknin fór að venju yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þar á meðal ræddu menn meðal annars hlauparann sem nýtti tækifærið sitt vel í sjöundu umferðinni.
Tom Brady segir að áhorfandinn sem lét hann fá aftur boltann eftir sex hundraðasta snertimarkið muni fá eitthvað sérstakt í staðinn fyrir greiðann.
Tveir af öflugustu leikstjórnendum NFL-deildarinnar komust lítið áleiðis í leikjum sjöundu umferðarinnar í gær en ekkert stoppar Kardinálana úr eyðimörkinni og þá unnu Cincinnati Bengals, Tampa Bay Buccaneers, Tennessee Titans og Green Bay Packers öll flotta sigra.
Tom Brady varð í gær fyrsti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar til að gefa sex hundruð snertimarkssendingar en því náði kappinn í sannfærandi 38-3 sigri Tampa Bay Buccaneers á Chicago Bears.
Það gerist alltaf fullt af skemmtilegum hlutum í ameríska fótboltanum á hverri helgi og Lokasóknin fer yfir hverja umferð NFL-deildarinnar í þætti sínum á þriðjudögum.
Aaron Rodgers stráði salti í sár stuðningsmanna Chicago Bears í sigri Green Bay Packers um helgina og þetta var tekið fyrir í Lokasókninni, sem er sérstakur þáttur um NFL-deildina á Stöð 2 Sport 2.