Það voru þónokkrir sem áttu góða helgi að mati þeirra félaga í Lokasókninni, en einnig nokkrir sem áttu slæma helgi.
Meðal þeirra sem áttu slæma helgi var lukkudýr Atlanta Falcons. Lukkudýrið, sem er eins og kannski gefur að skilja einfaldlega maður í fálkabúningi, slóst þá við hóp barna eftir að hafa tæklað eitt þeirra í leik milli lukkudýra og unglingaliðs Atlanta Colts í hálfleik.
Góð helgi
Kenneth Walker III (Seattle Seahawks)
Tennessee Titans
Slæm helgi
Brett Rypien (Denver Broncos)
Tampa Bay Buccaneers
Freddie Falcon
Að lokum völdu strákarnir einnig tilþrif vikunnar, en þau átti Kerby Joseph, leikmaður Detroit Lions, þegar hann tæklaði Noah Brown í leik liðsins gegn Dallas Cowboys.
Umræðu Lokasóknarinnar um góða og slæma helgi, ásamt tilþrigum vikunnar, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.