

NFL
Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Drama í Dallas en létt hjá Brady og tengdasyninum
Lið San Francisco 49ers, Kansas City Chiefs og Tampa Bay Buccaneers komust áfram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær og nótt en Dallas Cowboys, Pittsburgh Steelers og Philadelphia Eagles eru úr leik.

Bills slátraði Patriots og heldur áfram leið sinni í átt að Ofurskálinni
Tveir leikir fóru fram í hinni svokölluðu „Wild Card“ umferð NFL-deildarinnar í nótt. Buffalo Bills vann 30 stiga sigur á New England Patriots, 47-17 og Cincinnati Bengals unnu Las Vegas Raiders 26-19. Bills og Bengals eiga því enn möguleika á að komast í leikinn um Ofurskálina.

Tók skóna af hillunni nokkrum dögum fyrir úrslitakeppnina
Forráðamenn Los Angeles Rams fundu ekki mann fyrir Jordan Fuller innan liðsins heldur hringdu í gamla hetju liðsins.

Þjálfari Bucs: Skrípaleikur ef Brady verður ekki kosinn mikilvægastur í NFL
Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers, er á því að hinn 44 ára gamli Tom Brady hafi ekki bara verið besti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili heldur sá langbesti.

Vann einn besta þjálfara sögunnar en var rekinn daginn eftir
Svarti mánudagurinn stóð undir nafni í NFL-deildinni í en þrír þjálfarar deildarinnar þurftu þá að taka pokann sinn daginn eftir að deildarkeppninni lauk.

Brady neitaði að koma af velli fyrr en Gronk hafði tryggt sér 130 milljóna bónus
Leikmenn í NFL-deildinni fá margir hverjir bónusgreiðslur tengdum afrekum þeirra inn á vellinum og ekki síst leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli eða að byrja aftur að spila.

Lélegasta lið NFL kom í veg fyir að Colts færi í úrslitakeppnina: Þessi lið mætast
Það var mjög mikil dramatík á lokadegi deildarkeppni NFL-deildarinnar og úrslitin réðust ekki fyrr en tveimur sekúndum fyrir lok framlengingar í síðasta leiknum.

Síðasti leikdagur NFL tímabilsins | Hvaða lið fara í úrslitakeppnina?
Síðasti leikdagur þessa lengsta tímabils í sögu NFL deildarinnar er runninn upp og því er ekki úr vegi að fara yfir hvaða lið eru á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið eiga enn eftir að tryggja sér sæti.

Unnusti leikmanns Þróttar í sumar á góða möguleika á að slá virt met í NFL
T.J. Watt hefur átt frábært tímabil með Pittsburgh Steelers og eftir magnaða frammistöðu í sigri Steelers á Cleveland Browns á mánudagskvöldið er hann kominn í dauðafæri að eignast eitt virtasta metið í NFL-deildinni.

Aaron Rodgers svaraði fullum hálsi: Þessi blaðamaður er algjör ræfill
Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili og á góða möguleika á því að vera kosinn aftur í ár.

Lokasóknin um síðasta leik Stóra Ben: „Að hann skuli vera enn labbandi“
Pittsburgh Steelers lagði Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær. Leikstjórnandinn stórbeinótti Ben Roethlisberger var þar að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Pittsburgh eftir 18 ár hjá félaginu.

Fóru yfir sirkus Antonio Brown, Uber-bílstjórann, Brady og ljóta höfuðhöggið
Lokasóknin fór yfir mál NFL-stjörnunnar Antonio Brown sem yfirgaf liðið sitt í miðjum leik um síðustu helgi og sjokkeraði allan NFL-heiminn. Saga hans hefur verið ein stór sorgarsaga eftir að hann fékk rosalegt höfuðhögg í leik í NFL-deildinni.

Tom Brady áritaði boltann sem nýliðinn stal af honum
Ungur leikmaður New York Jets hefur fengið á sig nokkra gagnrýni frá stuðningsmönnum síns liðs fyrir það sem hann gerði eftir leik sínum á móti besta leikstjórnanda allra tíma.

Handrið gaf sig og áhorfendur hrundu til jarðar
Betur fór en á horfðist þegar handrið í áhorfendastúku á FedEx-velli Washington gaf sig er Washington Football Team tók á móti Philadelphia Eagles í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt.

Antonio Brown hljóp útaf vellinum | Rekinn frá Buccaneers
Antonio Brown, leikmaður Tampa Bay Buccaneers, missti hausinn í miðjum leik rétt í þessu. Reif sig úr búningnum og hlífðarbúnaðinum á hliðarlínunni og rauk útaf vellinum í leik Tampa Bay og New York Jets.

John Madden látinn
John Madden, hinn goðsagnakenndi þjálfari og sjónvarpsmaður, er látinn, 85 ára að aldri.

Kýldi samherja á bekknum
Jonathan Allen, leikmaður Washington, lét skapið hlaupa með sig í gönur í leik gegn Dallas Cowboys í NFL-deildinni í gær og kýldi samherja sinn.

Green Bay Packers sluppu með skrekkinn
Lið Green Bay Packers slapp með skrekkinn er liðið mætti Cleveland Browns í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt. Eftir að hafa verið 24-12 undir í seinni hálfleik var lið Browns hársbreidd frá því að stela sigrinum, en lokatölur urðu 24-22.

Einn besti maður meistaranna sleit krossband rétt fyrir úrslitakeppni
NFL-meistarar Tampa Bay Buccaneers urðu fyrir miklu áfalli í vandræðalegu 9-0 tapi sínu á móti New Orleans Saints á sunnudagskvöldið því þeir misstu þá einn sinn besta sóknarmann.

Liðið hans Tom Brady skoraði ekki eitt stig í nótt: Hafði ekki gerst í fimmtán ár
Tom Brady og félagar hans í NFL-meistaraliði Tampa Bay Buccaneers töpuðu leik sínum í nótt en stærsta fréttin var kannski að þeir skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum.

Pöntað með Perunni: Jólasveinarnir í Jaguars ráku loks Hurðaskelli
Er líða fer að jólum og hátíð fer í hönd þá setur NFL-deildin í fluggírinn og býður upp á sannkallaða leikjaveislu. Reyndar ekki að ástæðulausu, því línurnar eru farnar að skýrast í flestum Fantasy-deildum áhugamanna og líka í deildinni sjálfri.

Skrautlegi þjálfarinn sem kallaði sig „winner“ en tapaði nær öllum leikjunum
Jacksonville Jaguars rak í gær þjálfara sinn Urban Meyer en hann náði aðeins að stýra þrettán leikjum hjá félaginu áður en hann þurfti að taka pokann sinn.

Brutu óskrifaða reglu NFL-deildarinnar og var í kjölfarið pakkað saman
Kansas City Chiefs kjöldró Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í gærkvöld. Lokatölur á Arrowead-vellinum í Kansas 48-9 heimamönnum í vil sem hafa verið á góðu skriði undanfarnar vikur.

Var í miðri myndatöku þegar hún frétti af hetjudáðum kærastans
Jared Goff og félagar í Detriot Lions unnu langþráðan sigur í NFL-deildinni um helgina en þeir voru eina liðið sem áttu eftir að vinna leik. Lokasóknin fjallaði um sigurinn og sýndi einnig viðbrögðin hjá kærustunni sem komust líka í fréttirnar.

Ljónin tileinkuðu fyrsta sigurinn fórnarlömbum skotárásarinnar í Oxford
NFL-deildin er óútreiknanleg og spennan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni minnkaði ekki eftir úrslitin um helgina. Það er sérstaklega í Ameríkudeildinni sem öll er í einum hnút.

Lokasóknin: Er það ekki bara Tom Brady?
Lokasóknin fór yfir það í síðasta þætti sínum hver ætti mestu möguleikana á því að vera valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar í ár.

Fékk þriggja leikja bann í NFL fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt
Stórstjarnan Antonio Brown er einn af þremur leikmönnum NFL-deildarinnar sem í gær voru dæmdir í þriggja leikja bann fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt.

Báru saman tæklingu Tom Brady við tæklingu Óskars Hrafns á Scifo árið 1991
Lokasóknin fór að venju yfir góða og slæma helgi hjá mönnum í NFL-deildinni og Tom Brady var þar tekinn fyrir. Honum var líka líkt við þjálfara karlaliðs Breiðabliks í Pepsi Max deildinni.

Ógleymanleg ferð Íslendinga á stórleik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys
Lokasóknin var með sinn fréttaritara á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys í NFL-deildinni um helgina og sá hinni sami sýndi ferðasöguna í þættinum í gær.

Brady og félagar loksins aftur á sigurbraut
Eftir tvo tapleiki í röð þá komust NFL-meistarar Tampa Bay Buccaneers aftur á sigurbraut í mánudagsleik NFL-deildarinnar.