Brooklyn Nets mætti með alla þrjár súperstjörnurnar og vann stórt í Chicago Brooklyn Nets sýndi styrk sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sannfærandi útisigri á öflugu liði Chicago Bulls en þetta var einn af fáum leikjum í vetur þar sem allar þrjá súperstjörnur Brooklyn liðsins voru í búning. Körfubolti 13. janúar 2022 07:30
Ekkert stöðvar Ja Morant og „Memphis-mafíuna“ ekki einu sinni GSW með Klay Memphis Grizzlies hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna flottan sigur á liði Golden State Warriors. Memphis-liðið hefur nú unnið tíu síðustu leiki sína. Körfubolti 12. janúar 2022 07:30
Kyrie Irving með en Brooklyn Nets tapaði Brooklyn Nets var að spila á útivelli í NBA-deildinni í nótt og þessa vegna óbólusetta stórstjarnan Kyrie Irving spilað með liðinu. Það dugði þó ekki til í nótt. Körfubolti 11. janúar 2022 07:31
Klay Thompson lék í nótt sinn fyrsta leik í NBA-deildinni í 941 dag Stóra frétt næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta var endurkoma Klay Thompson í lið Golden State Warriors eftir meira en tveggja tímabila fjarveru vegna meiðsla. Klay skilaði fínum tölum í sigri. Körfubolti 10. janúar 2022 07:31
NBA: Grizzlies áfram á sigurbraut Memphis Grizzlies hefur heldur betur komið á óvart í vetur og unnu enn einn leikinn í nótt þegar þeir mættu meiðslahrjáðu liði Los Angeles Clippers, 108-123. Körfubolti 9. janúar 2022 09:30
Klay Thompson spilar í kvöld Það eru liðnir 942 dagar síðan Klay Thompson spilaði síðast körfuboltaleik. Níuhundruð fjörutíu og tveir dagar. Allt bendir til þess að nú sé stóri dagurinn runninn upp. Körfubolti 9. janúar 2022 08:00
Kevin Durant ætlar ekki að neyða liðsfélaga sinn í bólusetningu Körfuboltamaðurinn Kevin Durant segist ekki ætla að neyða Kyrie Irving, liðsfélaga sinn hjá Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, til að láta bólusetja sig. Körfubolti 8. janúar 2022 13:31
LeBron dró vagninn í fjórða sigri Lakers í röð NBA-deildin í körfubolta bauð upp á níu leiki í nótt. LeBron James var atkvæðamestur Los Angeles Lakers-manna er liðið vann 134-118 sigur á Atlanta Hawks og hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Körfubolti 8. janúar 2022 09:30
Sá sem fékk COVID-19 og „stoppaði“ NBA á sínum tíma er aftur smitaður Franski miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz er aftur smitaður af kórónuveirunni. Þegar það gerðist fyrst hafði það gríðarlegar afleiðingar fyrir NBA-deildina. Körfubolti 7. janúar 2022 13:32
„Bara eins og eitthvað sem maður fékk á hverjum einasta vetri heima á Íslandi“ Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson missti af fyrsta leik spænska liðsins Valencia á nýju ári eftir að hafa ásamt konu sinni og syni smitast af kórónuveirunni. Martin fann varla fyrir veikindum og stefnir á að spila á sunnudag. Körfubolti 7. janúar 2022 08:00
Ótrúleg flautukarfa í sigri Knicks RJ Barrett var í litlu jafnvægi, undir mikilli pressu, þegar honum tókst að skora magnaða sigurkörfu New York Knicks gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 7. janúar 2022 07:31
Fékk að spila sinn fyrsta leik og fagnaði sigri Kyrie Irving, sem enn er óbólusettur gegn Covid-19, fékk að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld og fagnaði sigri. Körfubolti 6. janúar 2022 07:31
Hefur aldrei látið húðflúra hægri handlegginn þar sem hann er „aðeins til að skora með“ Það hefur ekki mikið gengið upp hjá Los Angeles Lakers það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en Malik Monk hefur hins vegar komið skemmtilega á óvart þar sem ekki var búist við miklu af leikmanni sem Charlotte Hornets leyfði að fara á frjálsri sölu í sumar. Körfubolti 5. janúar 2022 23:00
Kyrie snýr aftur: „Enginn í NBA hefur það sem Nets hefur“ Hinn óbólusetti Kyrie Irving mun spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta þegar Brooklyn Nets sækir Indiana Pacers heim í nótt. Körfubolti 5. janúar 2022 19:46
Dallas heiðrar Dirk í kvöld Þetta er sérstakt kvöld í sögu NBA-liðsins Dallas Mavericks og fyrir besta leikmanninn í sögu félagsins. Treyja Þjóðverjans Dirk Nowitzki fer þá upp í rjáfur. Körfubolti 5. janúar 2022 19:01
James réði lögum og lofum í lokin LeBron James gerði gæfumuninn þegar Los Angeles Lakers sneru stöðunni sér í vil á lokakaflanum og unnu Sacramento Kings, 122-114, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 5. janúar 2022 07:30
Í sögubækurnar með ótrúlegum leik en uppskeran engin Þó að Atlanta Hawks hafi orðið að sætta sig við tap, 136-131, gegn Portland Trail Blazers má segja að Trae Young hafi stolið senunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með stórkostlegum sóknarleik. Körfubolti 4. janúar 2022 07:30
Sá yngsti í sögunni til að ná þrennu í NBA-deildinni Nýliðinn Josh Giddey átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hafði sett nýtt NBA-met þegar leiknum lauk. Körfubolti 3. janúar 2022 14:01
Fimmtíu stig dugðu til sigurs í framlengingu Boston Celtics lentu í miklu basli gegn einu slakasta liði NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld, Orlando Magic, en þökk sé mögnuðum Jaylen Brown tókst Boston að merja sigur í framlengdum leik, 116-111. Körfubolti 3. janúar 2022 07:30
Styttist í Klay Thompson | Grætt meira meiddur en heill NBA aðdáendur um allan heim hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir endurkomu Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors. Hún er í augsýn. Körfubolti 3. janúar 2022 07:01
Curry bætti eigið met Steph Curry heldur áfram að stimpla sig á spjöld sögunnar sem einn allra besti skotmaður NBA deildarinnar frá upphafi. Körfubolti 2. janúar 2022 13:31
DeMar DeRozan hetja Bulls annan daginn í röð Það var mikið um dýrðir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjanum á fyrsta degi ársins 2022 og DeMar DeRozan byrjar nýja árið á ótrúlegan hátt. Körfubolti 2. janúar 2022 09:30
Horry: Bucks geta ekki unnið tvisvar í röð Robert Horry, sem vann sjö NBA titla á sínum tíma með Rockets, Lakers og Spurs, skaut föstum skotum að ríkjandi NBA meisturum Milwaukee Bucks. Horry sagði að Bucks geti ekki unnið titilinn tvisvar í röð. Körfubolti 2. janúar 2022 08:01
LeBron hóf nýtt ár með bombu Fjöldi leikja fór fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum á nýársnótt. Körfubolti 1. janúar 2022 09:13
Enn óbólusettur en „ótrúlega þakklátur“ fyrir að fá að vera með Körfuboltastjarnan Kyrie Irving mætti í gær á sína fyrstu æfingu með Brooklyn Nets frá því á undirbúningstímabilinu, en liðið hefur ekki viljað nýta krafta hans vegna þess að hann er ekki bólusettur gegn Covid-19. Körfubolti 30. desember 2021 16:29
Morant og Memphis skelltu Lakers aftur niður á jörðina Eftir langþráðan sigur á Houston Rockets í gær var liði Los Angeles Lakers skellt aftur niður á jörðina þegar það sótti Memphis Grizzlies heim í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 30. desember 2021 08:00
Segir Covid-færslu LeBron James flekka mannorð hans LeBron James hefur verið harðlega gagnrýndur af annarri körfuboltagoðsögn, Kareem Abdul-Jabbar, eftir færslu tengda kórónuveirufaraldrinum sem James setti inn á Instagram. Körfubolti 29. desember 2021 15:31
Morðingi föður Jordans fær ekki reynslulausn Larry M. Demery, annar þeirra sem var dæmdur fyrir að myrða James Jordan, föður Michaels Jordan, fær ekki reynslulausn 2024 eins og fyrirætlað var. Körfubolti 29. desember 2021 09:31
LeBron brá sér í óvenjulegt hlutverk þegar Lakers vann loks leik Í fyrsta sinn á ferlinum byrjaði LeBron James í stöðu miðherja þegar Los Angeles Lakers vann Houston Rockets, 123-132, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti sigur Lakers í sex leikjum. Körfubolti 29. desember 2021 08:30
Gulltryggði sigur Utah eftir að hafa rifist við orðljótan stuðningsmann Jordan Clarkson gulltryggði sigur Utah Jazz á San Antonio Spurs í NBA-deildinni eftir að hafa rifist við stuðningsmann San Antonio. Körfubolti 28. desember 2021 15:15