LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 10:00 LeBron James skoraði 39 stig fyrir Lakers í nótt. Ronald Cortes/Getty Images Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers. Eins og lokatölurnar gefa til kynna lögðu liðin meiri áherslu á sóknarleik en varnarleik í nótt og það voru heimamenn frá San Antonio sem leiddu með einu stigi að fyrsta leikhluta loknum, 34-33. Enn var jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikshléinu munaði aðeins tveimur stigum, en nú voru það gestirnir sem leiddu, 68-70. LeBron og félagar frá Los Angeles náðu svo loks að slíta sig örlítið frá heimamönnum í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig gegn 29 stigum heimamanna og Lakers vann að lokum nauman fimm stiga sigur, 138-143. Eins og áður segir var það LeBron sem fór fyrir liði Lakers, en hann skoraði 39 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði heimamanna var það Keldon Johnson sem var atkvæðamestur með 26 stig, tíu fráköst og þrjár stoðsendingar. Lakers liðið situr nú í 13. sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigra og 11 töp, sæti ofar en Spurs sem hefur aðeins unni sex leiki og tapað 15. 👑 @KingJames propelled the @Lakers to the win, dropping 23 points in the 2nd half on his way to a season-high 39 points! #LakeShow 🔥 39 PTS | 11 REB pic.twitter.com/Bl62cXJUa4— NBA (@NBA) November 27, 2022 Úrslit næturinnar Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Eins og lokatölurnar gefa til kynna lögðu liðin meiri áherslu á sóknarleik en varnarleik í nótt og það voru heimamenn frá San Antonio sem leiddu með einu stigi að fyrsta leikhluta loknum, 34-33. Enn var jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikshléinu munaði aðeins tveimur stigum, en nú voru það gestirnir sem leiddu, 68-70. LeBron og félagar frá Los Angeles náðu svo loks að slíta sig örlítið frá heimamönnum í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig gegn 29 stigum heimamanna og Lakers vann að lokum nauman fimm stiga sigur, 138-143. Eins og áður segir var það LeBron sem fór fyrir liði Lakers, en hann skoraði 39 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði heimamanna var það Keldon Johnson sem var atkvæðamestur með 26 stig, tíu fráköst og þrjár stoðsendingar. Lakers liðið situr nú í 13. sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigra og 11 töp, sæti ofar en Spurs sem hefur aðeins unni sex leiki og tapað 15. 👑 @KingJames propelled the @Lakers to the win, dropping 23 points in the 2nd half on his way to a season-high 39 points! #LakeShow 🔥 39 PTS | 11 REB pic.twitter.com/Bl62cXJUa4— NBA (@NBA) November 27, 2022 Úrslit næturinnar Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dallas Mavericks 100-105 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 105-118 Houston Rockets Los Angeles Lakers 143-138 San Antonio Spurs Utah Jazz 112-113 Phoenix Suns
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira