Hefndartúr Dončić heldur áfram | Embiid og Tatum með yfir 40 stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2022 10:02 Óstöðvandi. AP Photo/Brandon Wade Luka Dončić heldur hefndartúr sínum áfram í NBA deildinni. Eftir að vera lengi í gang á síðustu leiktíð og gagnrýndur fyrir að vera of þungur þá hefur Slóveninn verið hreint út sagt magnaður á þessari leiktíð. Hann var með þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Portland Trail Blazers. Portland hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni en Dallas hafði nokkuð óvænt tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal gegn hörmulegu liði Orlando Magic. Dončić var ekki á þeim buxunum að tapa þriðja leiknum í röð og setti upp sýningu í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimm stiga sigri Dallas, lokatölur 117-112 Dallas í vil. Spencer Dinwiddie skoraði 20 stig í liði Dallas, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Luka Doncic made history logging his 4th career 40+point triple-double as he powered the @dallasmavs to the W! #MFFL@luka7doncic: 42 PTS, 13 REB, 10 AST, 2 STL pic.twitter.com/sfG7LbeHDt— NBA (@NBA) November 13, 2022 Hjá Portland var Jerami Grant stigahæstur með 37 stig á meðan Damian Lillard skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni þar sem Luka var í ham. Boston Celtics vann níu stiga sigur á Detroit Pistons, 117-108. Voru Boston þarna að vinna sjötta leikinn sinn í röð. Það kemur lítið á óvart að Jayson Tatum hafi verið stigahæstur í sigurliðinu en hann skoraði 43 stig og tók 10 fráköst. Bojan Bogdanović var stigahæstur hjá Pistons með 28 stig. Jayson Tatum was UNGUARDABLE as he dropped 43 PTS to lead the @celtics to their 6th straight win! #BleedGreen@jaytatum0: 43 PTS, 10 REB, 7 3PM pic.twitter.com/KZxWTHcdfm— NBA (@NBA) November 13, 2022 Joel Embiid skoraði 42 stig og tók 10 fráköst tólf stiga sigri Philadelphia 76ers á Atlanta Hawks, lokatölur 121-109. Tyrese Maxey skoraði 26 stig fyrir 76ers og Tobas Harris 21 stig. Hjá Hawks var Trae Young stigahæstur með 27 stig og 11 stoðsendingar. Joel Embiid dropped 24 of his 42 PTS in the second half warding off the comeback effort and securing the win for the @sixers! #BrotherlyLove @JoelEmbiid: 42 PTS, 10 REB, 6 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/MzJI525yd7— NBA (@NBA) November 13, 2022 Brooklyn Nets vann annan leikinn í röð með fimmtán stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-95. Kevin Durant gæti svo unnið þriðja leikinn í röð þegar Nets mæta hörmulegu liði Los Angeles Lakers á morgun, aðfaranótt mánudags. Durant skoraði 27 stig í leiknum og Seth Curry skoraði 22 stig í liði Nets. Hjá Clippers var Paul George stigahæstur með 17 stig en Ivica Zubac skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. Kevin Durant powered the Nets offense with 25 PTS through 3 quarters before Seth Curry caught fire in Q4 to seal the @BrooklynNets' victory! #NetsWorld@KDTrey5: 27 PTS, 6 REB, 2 STL, 2 BLK@sdotcurry: 22 PTS (14 Q4 PTS), 4 3PM pic.twitter.com/ycFMesZSzU— NBA (@NBA) November 13, 2022 Miami Heat bauð upp á frábæra liðsframmistöðu í sautján stiga sigri á Charlotte Hornets, 132-117. Alls skoruðu fjórir leikmenn Heat 20 stig eða meira. Max Strus skoraði 31 stig, Bam Adebayo skoraði 24 stig og tók 15 fráköst á meðan bæði Jimmy Butler og Gabe Vincent skoruðu 20 stig hvor. Hjá Charlotte var Terry Rozier með 22 stig og Kelly Oubre Jr. með 20 stig. Max Strus was locked in from beyond the arc in the @MiamiHEAT's victory! 31 PTS | 8 3PM pic.twitter.com/fysfn0vOMv— NBA (@NBA) November 13, 2022 Kristaps Porziņģis steig upp fyrir Washington Wizards í góðum sigri liðsins á einu heitasta liði deildarinnar, Utah Jazz. Porziņģis skoraði 31 stig og tók 10 fráköst í níu stiga sigri Wizards, 121-112. Kyle Kuzma skoraði 23 stig í liði Washington á meðan Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Utah með 18 stig. @kporzee in tonight's dub:31 PTS10 REB4 3PT2 AST2 BLK pic.twitter.com/gMIHqb5EnS— Washington Wizards (@WashWizards) November 13, 2022 Önnur úrslit Indiana Pacers 118 – 104 Toronto RaptorsNew Orleans Pelicans 119 – 106 Houston Rockets The NBA Standings after Saturday's action!For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/F3c8Dnwr8H— NBA (@NBA) November 13, 2022 Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Portland hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni en Dallas hafði nokkuð óvænt tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal gegn hörmulegu liði Orlando Magic. Dončić var ekki á þeim buxunum að tapa þriðja leiknum í röð og setti upp sýningu í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimm stiga sigri Dallas, lokatölur 117-112 Dallas í vil. Spencer Dinwiddie skoraði 20 stig í liði Dallas, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Luka Doncic made history logging his 4th career 40+point triple-double as he powered the @dallasmavs to the W! #MFFL@luka7doncic: 42 PTS, 13 REB, 10 AST, 2 STL pic.twitter.com/sfG7LbeHDt— NBA (@NBA) November 13, 2022 Hjá Portland var Jerami Grant stigahæstur með 37 stig á meðan Damian Lillard skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni þar sem Luka var í ham. Boston Celtics vann níu stiga sigur á Detroit Pistons, 117-108. Voru Boston þarna að vinna sjötta leikinn sinn í röð. Það kemur lítið á óvart að Jayson Tatum hafi verið stigahæstur í sigurliðinu en hann skoraði 43 stig og tók 10 fráköst. Bojan Bogdanović var stigahæstur hjá Pistons með 28 stig. Jayson Tatum was UNGUARDABLE as he dropped 43 PTS to lead the @celtics to their 6th straight win! #BleedGreen@jaytatum0: 43 PTS, 10 REB, 7 3PM pic.twitter.com/KZxWTHcdfm— NBA (@NBA) November 13, 2022 Joel Embiid skoraði 42 stig og tók 10 fráköst tólf stiga sigri Philadelphia 76ers á Atlanta Hawks, lokatölur 121-109. Tyrese Maxey skoraði 26 stig fyrir 76ers og Tobas Harris 21 stig. Hjá Hawks var Trae Young stigahæstur með 27 stig og 11 stoðsendingar. Joel Embiid dropped 24 of his 42 PTS in the second half warding off the comeback effort and securing the win for the @sixers! #BrotherlyLove @JoelEmbiid: 42 PTS, 10 REB, 6 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/MzJI525yd7— NBA (@NBA) November 13, 2022 Brooklyn Nets vann annan leikinn í röð með fimmtán stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-95. Kevin Durant gæti svo unnið þriðja leikinn í röð þegar Nets mæta hörmulegu liði Los Angeles Lakers á morgun, aðfaranótt mánudags. Durant skoraði 27 stig í leiknum og Seth Curry skoraði 22 stig í liði Nets. Hjá Clippers var Paul George stigahæstur með 17 stig en Ivica Zubac skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. Kevin Durant powered the Nets offense with 25 PTS through 3 quarters before Seth Curry caught fire in Q4 to seal the @BrooklynNets' victory! #NetsWorld@KDTrey5: 27 PTS, 6 REB, 2 STL, 2 BLK@sdotcurry: 22 PTS (14 Q4 PTS), 4 3PM pic.twitter.com/ycFMesZSzU— NBA (@NBA) November 13, 2022 Miami Heat bauð upp á frábæra liðsframmistöðu í sautján stiga sigri á Charlotte Hornets, 132-117. Alls skoruðu fjórir leikmenn Heat 20 stig eða meira. Max Strus skoraði 31 stig, Bam Adebayo skoraði 24 stig og tók 15 fráköst á meðan bæði Jimmy Butler og Gabe Vincent skoruðu 20 stig hvor. Hjá Charlotte var Terry Rozier með 22 stig og Kelly Oubre Jr. með 20 stig. Max Strus was locked in from beyond the arc in the @MiamiHEAT's victory! 31 PTS | 8 3PM pic.twitter.com/fysfn0vOMv— NBA (@NBA) November 13, 2022 Kristaps Porziņģis steig upp fyrir Washington Wizards í góðum sigri liðsins á einu heitasta liði deildarinnar, Utah Jazz. Porziņģis skoraði 31 stig og tók 10 fráköst í níu stiga sigri Wizards, 121-112. Kyle Kuzma skoraði 23 stig í liði Washington á meðan Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Utah með 18 stig. @kporzee in tonight's dub:31 PTS10 REB4 3PT2 AST2 BLK pic.twitter.com/gMIHqb5EnS— Washington Wizards (@WashWizards) November 13, 2022 Önnur úrslit Indiana Pacers 118 – 104 Toronto RaptorsNew Orleans Pelicans 119 – 106 Houston Rockets The NBA Standings after Saturday's action!For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/F3c8Dnwr8H— NBA (@NBA) November 13, 2022
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira