NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Gerald Green sigraði í troðkeppninni

Gerald Green frá Boston Celtics sigraði með glæsibrag í troðkeppninni í NBA sem haldin var um stjörnuhelgina í Las Vegas í nótt. Green þótti sýna bestu tilþrifin fyrir troðslur sínar fyrir framan dómnefnd sem samanstóð af mönnum eins og Michael Jordan og fleiri fyrrum troðkóngum.

Körfubolti
Fréttamynd

Pippen vill snúa aftur í NBA

Hinn 41 árs gamli Scottie Pippen hefur nú lýst því yfir að hann vilji snúa aftur í NBA deildina. Pippen spilaði síðast með liði Chicago Bulls fyrir rúmum tveimur árum en er fyrir nokkru búinn að leggja skóna á hilluna. Pippen er ekki í vafa um að hann geti hjálpað liði sem er í baráttu um meistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

David Lee hitti úr öllum 14 skotum sínum

Framherjinn David Lee hjá New York Knicks stal senunni í nýliðaleiknum árlega um stjörnuhelgina í NBA. Leikurinn er viðureign úrvalsliðs leikmanna á öðru ári í deildinni gegn úrvalsliði nýliða. Þeir eldri höfðu sigur enn eitt árið og að þessu sinni var sigurinn stór 155-114.

Körfubolti
Fréttamynd

Hardaway úti í kuldanum

Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas marði sigur á Houston

Dallas vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Houston í nótt. Bakvörðurinn Jason Terry var maðurinn á bakvið sigur Dallas, en hann skoraði mikilvægar körfur á lokamínútum leiksins. Cleveland lagði LA Lakers í hinum leik næturinnar en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna stjörnuleiksins sem fram fer á sunnudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég hata homma

Fyrrum NBA leikmaðurinn Tim Hardaway fór hamförum í útvarpsviðtali sem tekið var við hann í spjallþætti á útvarpsstöð í Miami í gærkvöldi þegar hann var spurður út í það þegar fyrrum leikmaðurinn John Amaechi kom út úr skápnum á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá Boston

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Boston Celtics náði loksins að vinna leik eftir 18 töp í röð. Liðið vann auðveldan sigur á Milwaukee 117-97 á heimavelli, en lið Milwaukee er ekki með mikið betri árangur og hefur tapað 17 af síðustu 20 leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Joe Johnson í stjörnuleikinn

Bakvörðurinn Joe Johnson hjá Atlanta Hawks var í kvöld tekinn inn í Austurstrandarliðið fyrir stjörnuleikinn í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudagskvöldið. Johnson kemur inn í liðið í stað Jason Kidd hjá New Jersey sem tekur ekki þátt vegna meiðsla. Johnson skorar að meðaltali 25 stig í leik og spilar sinn fyrsta stjörnuleik á ferlinum um helgina.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki fór hamförum í sigri Dallas

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var sannarlega betri en enginn í nótt þegar Dallas lagði Milwaukee á útivelli 99-93. Dallas var um tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik, en vann lokaleikhlutann 28-11. Nowitzki skoraði 38 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Dallas en Andrew Bogut skoraði 16 stig og hirti 17 fráköst fyrir Milwaukee. Dallas er langefst í deildinni með 43 sigra og aðeins 9 töp.

Körfubolti
Fréttamynd

Okur og Allen í stjörnuleikinn

Í nótt var tilkynnt að þeir Mehmet Okur frá Utah Jazz og Ray Allen frá Seattle yrðu varamenn fyrir þá Allen Iverson og Steve Nash í liði Vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum í NBA um næstu helgi.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey - San Antonio í beinni í kvöld

Leikur New Jersey Nets og San Antonio Spurs verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. New Jersey verður án leikstjórnandans Jason Kidd sem á við bakmeiðsli að stríða og gæti misst af stjörnuleiknum um helgina fyrir vikið. San Antonio þarf nauðsynlega á sigri að halda eftir að hafa aðeins unnið tvo af fyrstu sex leikjum sínum á átta leikja keppnisferðalagi.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson missir af stjörnuleiknum

Allen Iverson hjá Denver Nuggets varð í kvöld nýjasta nafnið á sjúkralistanum fyrir stjörnuleikinn í NBA deildinni sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Vesturstrandarliðið er því án leikstjórnanda í augnablikinu og því þykir víst að annað hvort Deron Williams frá Utah eða Chris Paul frá New Orleans taki stöðu Iverson í hópnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjöundi sigur Detroit í röð

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og unnust þeir allir á heimavelli. Detroit vann sjöunda sigurinn í röð með því að leggja LA Clippers, Denver skellti Golden State og þá vann Utah fimmta sigurinn í röð þegar það burstaði Atlanta.

Körfubolti
Fréttamynd

Pat Riley ætlar að snúa aftur eftir stjörnuleikinn

Harðjaxlinn Pat Riley mun snúa aftur í þjálfarastólinn hjá NBA meisturum Miami strax eftir stjörnuhelgi ef marka má fréttir sem láku út í gærkvöldi. Þetta mun verða formlega tilkynnt á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Riley hefur verið frá keppni síðan í byrjun janúar þegar hann gekkst undir aðgerð á hné og mjöðm, en engum datt í hug að hann kæmi til baka fyrr en í fyrsta lagi undir vorið.

Körfubolti
Fréttamynd

Steve Nash verður ekki með í stjörnuleiknum

Kanadamaðurinn Steve Nash hjá Phoenix Suns verður ekki með í stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Nash er meiddur á öxl og verður honum því gefið algjört frí frá því að spila þangað til 20. febrúar.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit - LA Clippers í beinni í kvöld

Leikur Detroit Pistons og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. Þar gefst NBA áhugamönnum fyrst tækifæri til að sjá Chris Webber spila með Detroit, en liðið hefur unnið sex leiki í röð og tíu af tólf síðan Webber gekk í raðir liðsins. Clippers hefur ekki unnið Detroit síðan árið 2002.

Körfubolti
Fréttamynd

Samkynhneigð Amaechi veldur fjaðrafoki í NBA

Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Dwyane Wade kláraði San Antonio

Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Cuban ósáttur við ummæli Wade

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn

Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjötti sigur Detroit í röð

Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston Celtics sett nýtt félagsmet

Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Bosh hafði betur gegn Howard í frábæru einvígi

Toronto Raptors er heldur betur á góðu skriði í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð og þann níunda af síðustu ellefu þegar liðið skellti Orlando Magic 113-103. Stjörnuleikmennirnir Dwight Howard og Chris Bosh háðu mikið einvígi í leiknum og fóru báðir á kostum.

Körfubolti
Fréttamynd

Washington - San Antonio í beinni á miðnætti

Leikur Washington Wizards og San Antonio Spurs verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu á miðnætti í kvöld. Þar gefst NBA áhugamönnum tækifæri til að sjá einn litríkasta og besta leikmann deildarinnar Gilbert Arenas leika listir sínar.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikmenn Indiana enn til vandræða

Lið Indiana Pacers er enn og aftur komið í fréttirnar á röngum forsendum en í dag greindi Indianapolis Star frá því að kráareigandi í borginni sakaði þrjá af leikmönnum liðsins um að hafa lamið sig illa aðfararnótt þriðjudags. Tveir af þessum leikmönnum voru einnig í eldlínunni í skotárásinni fyrir utan súlustað í borginni fyrr í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

15 töp í röð hjá Boston

Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis - Houston í beinni í nótt

Leikur Memphis Grizzlies og Houston Rockets verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér er á ferðinni leikur tveggja liða með mjög ólíkan leikstíl og gaman verður að sjá hvort það verður sókn eða vörn sem hefur betur að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Barkley vann tæpar 50 milljónir í Las Vegas um helgina

Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley sem nú er sjónvarpsmaður á ESPN sjónvarpsstöðinni, segist hafa unnið tæpar 50 milljónir króna í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hann veðjaði m.a. á úrslitin í Superbowl. Barkley viðurkennir að hann eigi við vandamál að stríða þegar kemur að veðmálum og segist hafa tapað 170 milljónum á 6 klukkutímum í spilavíti í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Jordan og Dominique dæma í troðkeppninni

Dómnefndin í troðslukeppninni í stjörnuleiknum í NBA þann 17. febrúar næstkomandi verða engir smákallar og ef til vill betri troðarar en sjálfir keppendurnir. Í gærkvöldi var tilkynnt að fyrrum meistararnir Dominique Wilkins, Michael Jordan, Dr. Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter verði í dómnefndinni að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O´Neal allur að koma til

Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte.

Körfubolti