Kobe með 45 stig en Lakers tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. október 2007 08:45 Kobe Bryant reynir að komast framhjá hinum risavaxna Yao Ming, leikmanni Houston. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tapaði í nótt fyrsta leik sínum á tímabilinu fyrir Houston Rockets, 95-93, á heimavelli. Kobe Bryant skoraði 45 stig í leiknum en brenndi af níu vítaskotum. Það var þar að auki púað á hann fyrir leik. Þá unnu San Antonio Spurs og Utah Jazz góða sigra í nótt. Tracy McGrady skoraði 30 stig, þar af fjórtán í þriðja leikhluta, fyrir Houston í nótt og miðherjinn Yao Ming bætti við 25. Houston náði ágætu forskoti í leiknum í öðrum og þriðja leikhluta og tókst að halda aftur af Lakers í þeim fjórða, þó það hefði staðið tæpt. Lakers hafði forystu eftir fyrsta leikhluta, 25-16, en Houston jafnaði fyrir hlé og komst svo í átta stiga forystu í lok þess þriðja. Staðan var jöfn, 92-92, þegar 13,9 sekúndur voru til leiksloka en þá skoraði Shane Battier þriggja stiga körfu þegar 2,5 sekúndur voru eftir. Sem fyrr segir brenndi Kobe Bryant af níu vítaskotum í nótt sem verður að teljast ansi mikið. Hann skoraði þó úr átján vítaskotum. Alls hitti hann úr þrettán af 32 skotum utan af velli. „Kobe er ein besta vítaskyttan í allri deildinni," sagði gáttaður Phil Jackson eftir leikinn í nótt. „Hann varð einfaldlega þreyttur." „Við áttum fimm góðar mínútur undir lok leiksins eftir að hafa verið mikið undir. Við náðum að hleypa leiknum upp í spennu sem er jákvætt. Við þvinguðum nítján tapaða bolta hjá Houston en héldum okkar töpuðu boltum í lágmarki." Jackson sagði þó að liðið hafi ekki verið upp á sitt besta í leiknum. „Við náðum nokkrum frábærum sprettum en gerðum svo hlægileg mistök inn á milli, sérstaklega í þriðja leikhluta." Áhorfendur í Staples Center voru greinilega ekki ánægðir með stórstjörnuna Bryant en þeir púuðu á hann þegar hann var kynntur fyrir leikinn. Bryant sagði í sumar að hann vildi fara frá Lakers og hefur fátt annað komist að í fjölmiðlum í umfjöllun um liðið. Vá, hvað hann er flottur! Tony Parker skoðar meistarahringinn sinn sem hann fékk fyrir leikinn í gær.Nordic Photos / Getty Images San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 106-97 Meistararnir í San Antonio fengu afhenta sigurhringa sína leikinn og þá var afhjúpaður fáni í höllinni sem merkir sigur liðsins í NBA-deildinni í vor. Eins og gefur að skilja var því kannski svolítið erfitt að koma sér í rétta gírinn fyrir leikinn eftir slíka athöfn. San Antonio gerði þó það sem þurfti til að sigrast á ungu og óreyndu liði Portland. Leikurinn hefði átt að marka upphaf atvinnumannaferils Greg Oden sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í vor en hann missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla. Spurs náði forystu snemma í leiknum og var Tony Parker sérstaklega öflugur í fyrsta leikhlutanum. Hann skoraði ellefu stig í honum og hitti úr fjórum af fimm skotum sínum. Forysta Spurs í öðrum leikhluta var mest sextán stig, 55-39, en Portland náði að minnka muninn í þeim þriðja. Þegar 33 sekúndur voru til loka leikhlutans skoraði Martell Webster þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í tvö stig, 79-77. Þá tók Manu Ginobili við og bauð upp á eina væna troðslu í upphafi fjórða leikhluta og bætti svo við tveimur stigum í næstu sókn. Forystan var orðin átta stig, 88-80, og San Antonio hélt Portland í þeirri fjarlægð allt til leiksloka. Tim Duncan framlengdi samning sinn við San Antonio í gær og hélt upp á það með því að skora 24 stig í leiknum og taka þrettán fráköst. Tony Parker skoraði nítján stig og Ginobili, sem byrjaði á bekknum, bætti við sextán. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 27 stig, Webster var með 21 og Joel Przybilla bætti við þrettán og tók þar að auki tíu fráköst. „Við mættum mjög ungu og efnilegu liði. Ég held að það verði bara nokkuð gott," sagði Parker eftir leik. „Þetta var ekki auðvelt. Þeir héldu sér inn í leiknum og við hittum illa úr skotum okkar utan af velli." Hann sagði að það væri ávallt sérstakt að spila eftir að hringarnir eru afhentir en þetta er fjórði meistaratitill San Antonio á undanförnum níu árum. „Við eigum frábæra minningar frá síðasta tímabili. En nú erum við mættir aftur í vinnuna og erum reiðubúnir að verja titilinn okkar." Öflugir leikmenn Utah frá hægri: Gordon Giricek, Carlos Boozer, Deron Williams og Andrei Kirilenko.Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz - Golden State Warriors 117-96 Liðin sem áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í vor mættust aftur í fyrsta degi tímabilsins í NBA-deildinni í nótt. Rétt eins og í vor bar Utah sigur úr býtum gegn Baron Davis og félögum í Golden State. Carlos Boozer átti stórleik fyrir Utah og skoraði 32 stig og tók þar að auki fimmtán fráköst. Deron Williams var einnig gríðarlega traustur með 24 stig. Það varð því ekkert úr því að Golden State næði fram hefndum en þetta var í fyrsta skiptið í þrettán ár sem liðið komst í úrslitakeppnina. Boozer skoraði átján stig í fyrri hálfleik en Utah átti frábæran sprett í upphafi annars leikhluta þar sem liðið skoraði átján stig gegn tveimur frá Golden State. Heimamenn minnkuðu muninn í sex stig í þriðja leikhluta en Boozer og Ronnie Brewer sáu til þess að Utah ynni öruggan sigur með góðum spretti í lokaleikhlutanum. Brewer var með átján stig fyrir Utah og Paul Milsap var með sextán. Hjá Golden State var Davis stigahæstur með 25 stig og gaf þar að auki tíu stoðsendingar. „Við vissum að þeir vildu hefna fyrir ófarirnar í vor," sagði Deron Williams. „Við vildum ekki fara í kapphlaup við þá því þá hefðum við tapað. Þess í stað keyrðum við leikinn á okkar eigin hraða og þeir áttu engin svör." „Þeir misnotuðu okkur hér í kvöld," sagði Don Nelson, þjálfari Golden State. „Þeir eru stórir og sterkir í öllum leikstöðum á vellinum og fóru illa með okkur. Við áttum einn ágætan leikhluta en það var allt og sumt." Stephen Jackson lék ekki með Golden State í nótt þar sem hann þarf að taka út sjö leikja bann í upphafi leiktíðar. Nelson var ekki viss um að það hafi gert gæfumuninn í leiknum í nótt. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
LA Lakers tapaði í nótt fyrsta leik sínum á tímabilinu fyrir Houston Rockets, 95-93, á heimavelli. Kobe Bryant skoraði 45 stig í leiknum en brenndi af níu vítaskotum. Það var þar að auki púað á hann fyrir leik. Þá unnu San Antonio Spurs og Utah Jazz góða sigra í nótt. Tracy McGrady skoraði 30 stig, þar af fjórtán í þriðja leikhluta, fyrir Houston í nótt og miðherjinn Yao Ming bætti við 25. Houston náði ágætu forskoti í leiknum í öðrum og þriðja leikhluta og tókst að halda aftur af Lakers í þeim fjórða, þó það hefði staðið tæpt. Lakers hafði forystu eftir fyrsta leikhluta, 25-16, en Houston jafnaði fyrir hlé og komst svo í átta stiga forystu í lok þess þriðja. Staðan var jöfn, 92-92, þegar 13,9 sekúndur voru til leiksloka en þá skoraði Shane Battier þriggja stiga körfu þegar 2,5 sekúndur voru eftir. Sem fyrr segir brenndi Kobe Bryant af níu vítaskotum í nótt sem verður að teljast ansi mikið. Hann skoraði þó úr átján vítaskotum. Alls hitti hann úr þrettán af 32 skotum utan af velli. „Kobe er ein besta vítaskyttan í allri deildinni," sagði gáttaður Phil Jackson eftir leikinn í nótt. „Hann varð einfaldlega þreyttur." „Við áttum fimm góðar mínútur undir lok leiksins eftir að hafa verið mikið undir. Við náðum að hleypa leiknum upp í spennu sem er jákvætt. Við þvinguðum nítján tapaða bolta hjá Houston en héldum okkar töpuðu boltum í lágmarki." Jackson sagði þó að liðið hafi ekki verið upp á sitt besta í leiknum. „Við náðum nokkrum frábærum sprettum en gerðum svo hlægileg mistök inn á milli, sérstaklega í þriðja leikhluta." Áhorfendur í Staples Center voru greinilega ekki ánægðir með stórstjörnuna Bryant en þeir púuðu á hann þegar hann var kynntur fyrir leikinn. Bryant sagði í sumar að hann vildi fara frá Lakers og hefur fátt annað komist að í fjölmiðlum í umfjöllun um liðið. Vá, hvað hann er flottur! Tony Parker skoðar meistarahringinn sinn sem hann fékk fyrir leikinn í gær.Nordic Photos / Getty Images San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 106-97 Meistararnir í San Antonio fengu afhenta sigurhringa sína leikinn og þá var afhjúpaður fáni í höllinni sem merkir sigur liðsins í NBA-deildinni í vor. Eins og gefur að skilja var því kannski svolítið erfitt að koma sér í rétta gírinn fyrir leikinn eftir slíka athöfn. San Antonio gerði þó það sem þurfti til að sigrast á ungu og óreyndu liði Portland. Leikurinn hefði átt að marka upphaf atvinnumannaferils Greg Oden sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í vor en hann missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla. Spurs náði forystu snemma í leiknum og var Tony Parker sérstaklega öflugur í fyrsta leikhlutanum. Hann skoraði ellefu stig í honum og hitti úr fjórum af fimm skotum sínum. Forysta Spurs í öðrum leikhluta var mest sextán stig, 55-39, en Portland náði að minnka muninn í þeim þriðja. Þegar 33 sekúndur voru til loka leikhlutans skoraði Martell Webster þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í tvö stig, 79-77. Þá tók Manu Ginobili við og bauð upp á eina væna troðslu í upphafi fjórða leikhluta og bætti svo við tveimur stigum í næstu sókn. Forystan var orðin átta stig, 88-80, og San Antonio hélt Portland í þeirri fjarlægð allt til leiksloka. Tim Duncan framlengdi samning sinn við San Antonio í gær og hélt upp á það með því að skora 24 stig í leiknum og taka þrettán fráköst. Tony Parker skoraði nítján stig og Ginobili, sem byrjaði á bekknum, bætti við sextán. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 27 stig, Webster var með 21 og Joel Przybilla bætti við þrettán og tók þar að auki tíu fráköst. „Við mættum mjög ungu og efnilegu liði. Ég held að það verði bara nokkuð gott," sagði Parker eftir leik. „Þetta var ekki auðvelt. Þeir héldu sér inn í leiknum og við hittum illa úr skotum okkar utan af velli." Hann sagði að það væri ávallt sérstakt að spila eftir að hringarnir eru afhentir en þetta er fjórði meistaratitill San Antonio á undanförnum níu árum. „Við eigum frábæra minningar frá síðasta tímabili. En nú erum við mættir aftur í vinnuna og erum reiðubúnir að verja titilinn okkar." Öflugir leikmenn Utah frá hægri: Gordon Giricek, Carlos Boozer, Deron Williams og Andrei Kirilenko.Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz - Golden State Warriors 117-96 Liðin sem áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í vor mættust aftur í fyrsta degi tímabilsins í NBA-deildinni í nótt. Rétt eins og í vor bar Utah sigur úr býtum gegn Baron Davis og félögum í Golden State. Carlos Boozer átti stórleik fyrir Utah og skoraði 32 stig og tók þar að auki fimmtán fráköst. Deron Williams var einnig gríðarlega traustur með 24 stig. Það varð því ekkert úr því að Golden State næði fram hefndum en þetta var í fyrsta skiptið í þrettán ár sem liðið komst í úrslitakeppnina. Boozer skoraði átján stig í fyrri hálfleik en Utah átti frábæran sprett í upphafi annars leikhluta þar sem liðið skoraði átján stig gegn tveimur frá Golden State. Heimamenn minnkuðu muninn í sex stig í þriðja leikhluta en Boozer og Ronnie Brewer sáu til þess að Utah ynni öruggan sigur með góðum spretti í lokaleikhlutanum. Brewer var með átján stig fyrir Utah og Paul Milsap var með sextán. Hjá Golden State var Davis stigahæstur með 25 stig og gaf þar að auki tíu stoðsendingar. „Við vissum að þeir vildu hefna fyrir ófarirnar í vor," sagði Deron Williams. „Við vildum ekki fara í kapphlaup við þá því þá hefðum við tapað. Þess í stað keyrðum við leikinn á okkar eigin hraða og þeir áttu engin svör." „Þeir misnotuðu okkur hér í kvöld," sagði Don Nelson, þjálfari Golden State. „Þeir eru stórir og sterkir í öllum leikstöðum á vellinum og fóru illa með okkur. Við áttum einn ágætan leikhluta en það var allt og sumt." Stephen Jackson lék ekki með Golden State í nótt þar sem hann þarf að taka út sjö leikja bann í upphafi leiktíðar. Nelson var ekki viss um að það hafi gert gæfumuninn í leiknum í nótt.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira