NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Leiktíðinni er lokið hjá Stoudemire

Framherjinn Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns á ekki möguleika á að verða búinn að ná sér af augnmeiðslum sínum áður en úrslitakeppnin í NBA hefst og er því úr leik með liði sínu í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio fær Drew Gooden

Þrjú lið í NBA deildinni eru nú að fá liðsstyrk fyrir lokaátökin fram á vorið. San Antonio Spurs hefur náð munnlegu samkomulagi við framherjann Drew Gooden um að leika með liðinu út leiktíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Marbury til Celtics

NBA-meistaralið Boston Celtics tilkynnti í dag að það hefði samið við Stephon Marbury sem var án félags eftir að hann hætti hjá New York Knicks á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Barnsmóðir Eddy Curry myrt

Lögreglan í Chicago hefur handtekið 36 ára gamlan lögfræðing og kært hann fyrir morðið á barnsmóður Eddy Curry, leikmanns NY Knicks, og níu mánaða gamalli dóttur þeirra.

Körfubolti
Fréttamynd

Nelson vann 1300. sigurinn

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Golden State lagði Oklahoma 133-120 á heimavelli og færði þar með þjálfaranum Don Nelson 1300. sigurinn á ferlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James skaut Milwaukee í kaf

LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigandi Utah Jazz látinn

Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, lést í gærkvöldi. Miller keypti helming í félaginu árið 1985 og keypti það allt ári síðar.

Körfubolti