NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Troðslan sem kostaði Andrew Bogut úrslitakeppnina - myndband

Andrew Bogut, ástralski miðherjinn hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, verður líklega ekkert meira með liði sínu á tímabilinu eftir að hann meiddist illa í leik á móti Phoenix Suns í fyrrinótt. Bogut lenti illa á hendinni eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaups-troðslu í öðrum leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Forskot tekið á úrslitakeppnina í kvöld þegar Boston vann Cleveland

Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Ginobili skoraði 43 stig í sigri San Antonio á Orlando

Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn á síðustu vikum þegar hann skoraði 43 stig í 112-100 sigri San Antonio Spurs á Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar 30 stig eða meira í leik síðan að Tony Parker meiddist og Ginobili tók stöðu hans í byrjunarliðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade vill fá forræði yfir börnunum og senda konu sína í geðrannsókn

Það stefnir í mikið réttardrama í skilnaðarmáli Dwyane Wade og konu hans sem verður tekið fyrir í júní. Hjónin hafa verið skilin að borði og sæng síðan í ágúst 2007 en þau eiga tvö börn saman. Dwyane Wade er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta og algjör lykilmaður í liði Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Áttundi sigur Phoenix Suns liðsins í röð

Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn áttunda leik í röð og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni með 11-105 sigri á Chicago Bulls á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers rétti úr kútnum

Los Angeles Lakers vann Houston Rockets á útivelli í nótt 109-101. Liðið rétti því úr kútnum eftir að hafa tapað stórt í fyrrinótt gegn Oklahoma.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers vann San Antonio

Los Angeles Lakers vann San Antonio Spurs 92-83 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Knicks skellti Denver

NY Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði Denver Nuggets af velli í NBA-deildinni í nótt. Leikurinn snérist upp í einvígi Carmelo Anthony og Danilo Gallinari.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul gæti spilað í nótt

Stuðningsmenn New Orleans Hornets geta farið að taka gleði sína á ný því Chris Paul verður mættur á völlinn með liðinu von bráðar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Varnarsigur hjá sóknarliði Phoenix

Hið frábæra sóknarlið Phoenix Suns vann Portland í nótt í miklum varnarleik. Suns var aðeins með 39 prósent skotnýtingu í leiknum en spilaði frábæra vörn þannig að Portland var aðeins með 36 prósent nýtingu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Pierce og Rondo fóru fyrir Boston

Boston Celtics vann útisigur á Dallas Mavericks 102-93 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Paul Pierce skoraði 29 stig og Rajon Rondo var með 20 stig og 10 fráköst. Þeir tveir voru í fararbroddi hjá Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Ellefu leikir fóru fram í nótt

Joe Johnson náði að stilla miðið á lokasekúndum framlengingar þegar Atlanta Hawks vann sigur á Charlotte Bobcats 93-92. Hann átti ekki góðan leik en setti niður gríðarlega mikilvæga flautukörfu sem tryggði Atlanta sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Denver og Orlando unnu

Orlando vann útisigur gegn Miami í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Vince Carter var stigahæstur hjá Orlando sem vann 108-102. Carter skorað 27 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Cleveland tryggði sér toppsætið

LeBron James skoraði 32 stig í sigri Cleveland Cavaliers á Indiana Pacers í nótt 99-94. Með þessum sigri tryggði Cleveland sér sigur í Miðdeild NBA-deildarinnar annað árið í röð.

Körfubolti