NBA í nótt: Stórstjörnurnar í Miami steinlágu fyrir Indiana Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Körfubolti 23. nóvember 2010 09:00
NBA í nótt: Toronto vann Boston Toronto vann í nótt góðan sigur á Boston í nótt er fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 22. nóvember 2010 09:04
Þjálfari Phoenix Suns bannar Steve Nash að spila Alvin Gentry, þjálfari Phoenix Suns, veit vel að Steve Nash vill spila með liðinu þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli í nára. Gentry hefur samt látið stjörnuleikmann sinn hvíla í síðustu tveimur leikjum sem hafa báðir tapast. Körfubolti 21. nóvember 2010 14:30
NBA: Memphis vann Miami og San Antonio búið að vinna tíu í röð Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu. Körfubolti 21. nóvember 2010 11:00
NBA: Oklahoma vann í Boston án Kevin Durant Oklahoma City Thunder liðið er allt að koma til eftir erfiða byrjun og í nótt vann liðið 89-84 sigur á Boston í Boston í NBA-deildinni í körfubolta. San Antonio Spurs vann sinn níunda leik í röð og er með besta sigurhlutfallið í deildinni ásamt New Orleans Hornets sem hefur líka unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum. Miami og Lakers unnu líka sína leiki í nótt. Körfubolti 20. nóvember 2010 11:00
NBA: Phoenix átti aldrei möguleika gegn Orlando án Nash Orlando Magic vann öruggan 105-89 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Phoenix-liðið var ekki mikil mótspyrna fyrir Dwight Howard og félaga enda án leikstjórnanda síns Steve Nash sem er meiddur á nára. Körfubolti 19. nóvember 2010 09:00
Parker sagður hafa haldið við eiginkonu Brent Barry Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur leikkonan Eva Longoria sótt um skilnað frá Tony Parker, leikmanni San Antonio Spurs. Ástæðan er framhjáhald leikmannsins. Körfubolti 18. nóvember 2010 15:45
Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Körfubolti 18. nóvember 2010 14:15
NBA: Miami, Lakers og Boston unnu öll örugga sigra í nótt Miami Heat, Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu öll leiki sína örugglega í NBA-deildinni í nótt, New Orleans vann Dallas, San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik í röð og New York Knicks endaði sex leikja taphrinu. Körfubolti 18. nóvember 2010 09:00
NBA: Lakers aftur á sigurbraut en New York tapar og tapar Los Angeles Lakers endaði tveggja leikja taphrinu sína með því að vinna útisigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks tapaði sínum sjötta leik í röð en Chicago Bulls er að sama skapi búið að vinna fjóra síðustu leiki sína. Körfubolti 17. nóvember 2010 09:00
Flottustu tilþrif NBA-deildarinnar í nótt - myndband Það fóru fram sjö leikir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og á heimasíðu NBA-deildarinnar má að venju finna skemmtileg myndbönd frá leikjunum næturinnar. Körfubolti 16. nóvember 2010 11:45
NBA: Dallas fyrsta liðið til að vinna New Orleans Sigurganga New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt þegar liðið tapaði 98-95 í Dallas en Chris Paul og félagar höfðu unnið átta fyrstu leiki sína á tímabilinu. Körfubolti 16. nóvember 2010 09:00
Steve Nash eignaðist barn og tilkynnti um skilnað á sama deginum Steve Nash og kona hans Alejandra Nash eignuðust sitt annað barn um helgina en það kom flatt upp á marga að um leið tilkynnti þessi snjalli leikstjórnandi Phoenix Suns að hjónin væru að skilja eftir fimm ára hjónbarn. Körfubolti 15. nóvember 2010 14:15
NBA: Lakers tapaði fyrsta heimaleiknum - sjö í röð hjá Spurs Phoenix Suns skoraði 22 þriggja stiga körfur og varð fyrsta liðið til þess að vinna NBA-meistara Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann jafnframt sinn sjöunda leik í röð með útisigri í Oklahoma City. Körfubolti 15. nóvember 2010 09:00
Nelson tryggði Orlando sigur Jameer Nelson tryggði Orlando Magic sigur gegn New Jersey Nets í NBA deildinni í körfuknattleik. Leikstjórnandinn skoraði 4 sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að Orlando tapaði sínum þriðja leik í röð. Lokatölur 91-90. Körfubolti 14. nóvember 2010 16:00
Enn og aftur kom Utah til baka og vann Gott gengi Utah Jazz í NBA-deildinni hélt áfram í nótt er liðið vann sinn fjórða leik í röð. Að þessu sinni lagði liðið Atlanta Hawks. Körfubolti 13. nóvember 2010 11:00
Boston með gott tak á Miami Stjörnulið Miami Heat mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Boston Celtics í nótt. Þetta var annað tap Miami í vetur fyrir Celtics en liðin mættust einnig í fyrstu umferð. Körfubolti 12. nóvember 2010 08:55
NBA: Utah skellti Orlando Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðindi að Utah Jazz skellti Orlando og er þar með búið að leggja bæði Flórídaliðin á tveimur dögum. Körfubolti 11. nóvember 2010 09:30
NBA: Sigur hjá Lakers en tap hjá Miami LA Lakers er enn með fullt hús stiga í NBA-deildinni eftir sigur á Minnesota Timberwolves í nótt. Úlfarnir eru þar með búnir að tapa öllum átta leikjum sínum í vetur en það gerðist síðast leiktíðina 1997-98. Körfubolti 10. nóvember 2010 09:01
NBA í nótt: Dallas stöðvaði Boston Dallas Mavericks stöðvaði sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með tveggja stiga sigri í leik liðanna, 89-87. Körfubolti 9. nóvember 2010 09:11
NBA í nótt: Lakers enn ósigrað LA LAkers er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Portland í nótt, 121-96. Körfubolti 8. nóvember 2010 09:00
NBA í nótt: Ofurþríeykið með 73 stig Miami Heat komst aftur á beinu brautina í nótt með sigri á New Jersey Nets í NBA-deildinni í nótt, 101-89. Körfubolti 7. nóvember 2010 11:00
Stuðningsmenn Cleveland svara Nike-auglýsingu LeBron Stuðningsmenn Cleveland eru enn hundfúlir út í LeBron James fyrir að fara frá liðinu og ganga til liðs við Miami Heat. Körfubolti 6. nóvember 2010 13:00
NBA í nótt: New Orleans vann stjörnulið Miami New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. Körfubolti 6. nóvember 2010 11:00
LeBron vill spila á ÓL í London eins og Kobe Kobe Bryant braut ísinn fyrir NBA-stjörnurnar í vikunni þegar hann sagðist vera tilbúinn að gefa kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012. Körfubolti 5. nóvember 2010 21:15
NBA í nótt: Durant og Oklahoma aftur á beinu brautina Eftir tvo tapleiki í röð tókst Kevin Durant og félögum í Oklahoma City Thunder aftur að komast á beinu brautina með naumum sigri á Portland í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Körfubolti 5. nóvember 2010 09:00
NBA í nótt: Pierce fór á kostum Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Körfubolti 4. nóvember 2010 09:15
Kobe gefur kost á sér í landsliðið á nýjan leik Það er ekki eftirsótt hjá NBA-stjörnunum að spila með bandaríska landsliðinu í körfubolta nema Ólympíugull sé í boði. Það sást síðasta sumar er flestir bestu leikmenn deildarinnar gáfu ekki kost á sér fyrir HM. Körfubolti 3. nóvember 2010 20:30
Fjórði sigur Miami í röð Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann sinn fjórða sigur í röð á tímabilinu er liðið vann Minnesota, 129-97. Körfubolti 3. nóvember 2010 09:00
NBA í nótt: Deng með 40 stig í sigurleik Luol Deng skoraði 40 stig er Chicago Bulls vann Portland, 110-98, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 2. nóvember 2010 08:55
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti