NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð

Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York.

Körfubolti
Fréttamynd

New York sendi sterk skilaboð með sigri gegn Miami Heat

Það var nóg um að vera í gærkvöld í NBA deildinni í körfubolta þar sem að 91-86 sigur New York Knicks gegn "ofurliðinu“ Miami Heat bar hæst. New York hefur gengið í gegnum miklar breytingar á leikmannahóp sínum á undanförnum dögum og nýjar stórstjörnur liðsins voru áberandi í leiknum. Það er því allt útlit fyrir stórskemmtilega baráttu í Austurdeildinni þar sem að Boston, Miami, New York og Orlando gætu öll gert atlögu að efsta sætinu. Alls fóru 10 leikir fram í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers vann borgarslaginn

Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars bar til tíðinda að Carmelo Anthony og félagar í NY Knicks töpuðu fyrir lélegasta liði deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston-menn ætla treysta á hinn 39 ára gamla Shaq

Shaquille O’Neal heldur upp á 39 ára afmælið sitt í næstu viku (6. mars) og eftir skipti gærdagsins í NBA-deildinni í körfubolta þá er ljóst að Boston Celtics ætlar að treysta á framgöngu "The Diesel" þegar kemur að því að verja teiginn í komandi úrslitakeppni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Tap hjá Miami og Boston

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt eftir hraustlegan lokadag á félagaskiptamarkaðnum. Bæði Miami og Boston máttu sætta sig við tap að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Draumabyrjun Melo hjá Knicks

Ferill Carmelo Anthony hjá NY Knicks byrjaði vel í nótt er Knicks vann sigur á Milwaukee. Anthony var stigahæstur með 27 stig og 10 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Deron Williams farinn frá Utah til New Jersey Nets

Deron Williams hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta því félagið skipti stjörnuleikstjórnanda sínum til New Jersey Nets í kvöld fyrir Devin Harris, Derrick Favors og tvo valrétti í fyrstu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

DeRozan sár og svekktur eftir troðslukeppnina

DeMar DeRozan, bakvörður Toronto Raptors í NBA-deildinni er sár og svekktur eftir troðslukeppnina sem fram fór á Stjörnuhátíð NBA-deildarinnar um helgina. DeRozan sýndi flott tilþrif í troðslukeppninni en þau dugðu samt ekki til að komast í úrslit keppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjörnuleikur NBA 2011 - myndasyrpa

Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í gær þar sem að lið Vesturdeildarinnar hafði betur gegn liði Austurdeildarinnar, 148-143. Leikurinn fór fram í Los Angeles og að venju voru Stjörnur bæði inni á vellinum og í áhorfendastæðunum. Ljósmyndarar AP náðu að venju glæsilegu sjónarhorni á leikinn og í myndasyrpunni má sjá brot af því helsta.

Körfubolti
Fréttamynd

Troðslukeppni NBA - myndasyrpa

Troðslukeppni NBA deildarinnar sem fram fór á laugardaginn í Los Angeles fer í sögubækurnar fyrir frumleika og tilþrif. Blake Griffin leikmaður Los Angeles Clippers sigraði í keppninni en hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Myndasyrpan frá AP fréttastofunni segir meira en mörg orð.

Körfubolti
Fréttamynd

Blake Griffin troðslukóngurinn - myndband

Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, gerði sér lítið fyrir og sigraði troðslukeppni NBA í nótt en um þessar mundir fer fram svokölluð stjörnuhelgi í Los Angeles þar sem allir bestu leikmenn deildarinnar keppa í allskyns þrautum.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistaralið Lakers tapaði gegn lélegasta liði NBA deildarinnar

Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær þar sem 12 leikir fóru fram. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir næstu helgi en Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer fram um helgina. Meistaralið LA Lakers er langt frá sínu besta þessa dagana og í gær tapaði Lakers gegn slakasta liði deildarinnar, Cleveland, á útivelli 104-99. „Við fórum í Stjörnuhelgarfrí áður en leikurinn hófst,“ sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Charlotte lagði Lakers

Gerald Wallace skoraði 20 stig og tók 11 fráköst í 109-89 sigri Charlotte Bobcats gegn meistaraliði LA Lakers á heimavelli. Þetta er annar tapleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers gegn liðinu hans Michael Jordan.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: San Antonio, Dallas og Chicago unnu öll í nótt

San Antonio Spurs, Dallas Mavericks og Chicago Bulls unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og þá vann New York Knicks nágrannaslaginn við New Jersey Nets þrátt fyrir að leika án stjörnuleikmanns síns Amare Stoudemire.

Körfubolti
Fréttamynd

Michael Jordan sýndi gamla takta á æfingu hjá Charlotte

Michael Jordan sem á árum áður var besti körfuboltamaður heims mætti óvænt á æfingu NBA liðsins Charlotte Bobcats í gær. Jordan þarf víst ekki að spyrja um leyfi fyrir slíkt því hann er eigandi félagsins. Hinn 48 ára gamli Jordan hefur tekið virkan þátt í séræfingum leikmanna á undanförnum vikum og í gær fór eigandinn með þetta alla leið og spilaði á æfingunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ray Allen skráði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni

Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni í gær en hann hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur í deildinni frá upphafi – alls 2.561. Metið var í eigu Reggie Miller sem lék í 18 tímabil með Indiana Pacers en Miller var viðstaddur þegar Allen bætti metið – í hlutverki íþróttafréttamanns.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers náði fram hefndum gegn Boston

Meistaralið LA Lakers náði fram hefndum gegn Boston Celtics í gær í NBA deildinni í körfubolta með 92-86 sigri á útivelli. Keppnisfyrirkomulagið í NBA er með þeim hætti að þessi lið mætast aðeins tvisvar á tímabilinu og Boston hafði betur á heimavelli Lakers í fyrri leiknum. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar s.l. vor og þar hafði Lakers betur.

Körfubolti