
Frækinn sigur FH í Tallin
Íslandsmeistarar FH unnu í dag frækinn útisigur á eistneska liðinu TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn hér heima. Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson komu FH í 2-0 en heimamenn jöfnuðu metin á skömmum tíma þegar um stundarfjórðungur var eftir. Það var svo Atli Guðnason sem tryggði FH sigurinn með góðu einstaklingsframtaki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.