Tvær breytingar hjá United Sir Alex Ferguson hefur gert tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Reading fyrir einvígið gegn Benfica í Portúgal sem er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 18:45. John O´Shea og Louis Saha koma inn í liðið á ný og þá er Alan Smith á varamannabekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði illa á síðustu leiktíð. Fótbolti 26. september 2006 18:24
Á von á stórleik frá Rooney og Ronaldo Alex Ferguson á von á stórleik frá þeim Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney í meistaradeildinni í kvöld þegar Manchester United sækir Benfica heim, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30. Fótbolti 26. september 2006 17:45
Ég verð að dreifa álaginu Rafa Benitez hefur nú enn á ný þurft að bera hendur fyrir höfuð sér vegna sífelldra breytinga sem hann gerir á byrjunarliði Liverpool, en ljóst þykir að hann muni stokka upp í hópnum fyrir leikinn gegn Galatasaray annað kvöld og verður það 93. leikurinn í röð þar sem Liverpool teflir fram breyttu byrjunarliði. Fótbolti 26. september 2006 17:15
Benfica - Man Utd í beinni á Sýn í kvöld Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld eins og venjulega þegar spilað er í meistaradeild Evrópu. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Benfica og Manchester United sem sýndur er á Sýn, en auk þess verða leikir Arsenal - Porto og Real Madrid og Dynamo Kiev sýndir beint á aukarásum Sýnar klukkan 18:30. Fótbolti 26. september 2006 16:19
Meistaradeildin er óklárað verkefni Arsene Wenger segir hungur í velgengni í meistaradeildinni svo mikið að það yrði ekki nóg fyrir sig að vinna keppnina þrjú ár í röð. Arsenal krækti í silfurverðlaun á síðustu leiktíð, en það er fjarri því að nægja Wenger. Arsenal mætir Porto í keppninni í kvöld og verður leikurinn í beinni á Sýn Extra klukkan 18:30. Fótbolti 26. september 2006 14:40
Ósigurinn í París hjálpar okkur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir þá staðreynd að lið hans var aðeins 13 mínútum frá því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, hjálpi liðinu nú til að ná enn betri árangri í keppninni. Viljinn til að ná árangri gegn líkunum hafi meðal annars fengið Thierry Henry til að vera áfram hjá félaginu. Fótbolti 25. september 2006 15:51
Aðgangur að öllum mörkum í farsímanum Og Vodafone hefur nú aukið þjónustu sína við knattspyrnuáhugamenn til muna en nú geta farsímanotendur séð öll mörkin úr meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í gegn um netið í farsímum sínum. Enski boltinn 20. september 2006 16:58
Tapið var mér að kenna Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur viðurkennt að eiga stóran þátt í tapi Glasgow Celtic gegn Manchester United í meistaradeildinni í gær, en segja má að tvö marka United á Old Trafford hafi komið í kjölfar lélegra sendinga frá Gravesen. Fótbolti 14. september 2006 13:35
Lyon tók okkur í kennslustund Fabio Capello reyndi ekki að beina athygli frá þeirri staðreynd að hans menn í Real Madrid voru yfirspilaðir af franska liðinu Lyon í meistaradeildinni í kvöld og sagði heimamenn hafa verið betri á öllum sviðum leiksins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fótbolti 13. september 2006 22:40
Við vorum nokkuð heppnir Arsene Wenger viðurkenndi að hans menn hefðu verið nokkuð heppnir í kvöld þegar þeir báru sigurorð af Hamburg 2-1 á útivelli í meistaradeildinni. Hamburg missti markvörð sinn af velli með rautt spjald strax í upphafi leiks og sagði Wenger atvikið hafa minnt sig mikið á úrslitaleikinn í meistaradeildinni í vor. Fótbolti 13. september 2006 22:26
Carlos spilaði 100. leikinn Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hjá Real Madrid vill eflaust gleyma leiknum gegn Lyon í meistaradeildinni í kvöld sem fyrst, en hann náði þó merkum áfanga í leiknum. Carlos spilaði í kvöld sinn 100. leik í meistaradeildinni, en leikjahæstur frá stofnum deildarinnar er félagi hans Raul með 102 leiki. Fótbolti 13. september 2006 22:15
Hrósaði baráttuglöðum löndum sínum Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með góðan sigur sinna manna í Manchester United á Celtic í kvöld, en tók sér tíma til að hrósa löndum sínum fyrir að gefast aldrei upp. United vann leikinn verðskuldað 3-2, en skoska liðið stóð sig þó með mikilli prýði. Fótbolti 13. september 2006 21:55
United vann baráttuna um Bretland Manchester United hafði betur í baráttunni um Bretland í meistaradeildinni í kvöld þegar liðið lagði Glasgow Celtic 3-2 í æsilegum leik á Old Trafford. Louis Saha skoraði tvö mörk fyrir United og Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Arsenal vann sigur á Hamburg á útivelli eftir að vera manni fleiri allan leikinn og Real Madrid steinlá gegn Lyon í Frakklandi. Fótbolti 13. september 2006 20:29
Solskjær kemur United yfir Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kom Manchester United yfir 3-2 í byrjun síðari hálfleiks gegn Celtic á Old Trafford. Louis Saha átti fast skot að markinu sem var varið, en Solskjær fylgdi vel eftir. Arsenal er komið í 2-0 gegn Hamburg, þar sem Tomas Rosicky skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með frábærum þrumufleyg. Lyon er að yfirspila Real Madrid gjörsamlega og hefur enn yfir 2-0. Fótbolti 13. september 2006 20:00
Frábær fyrri hálfleikur á Old Trafford Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í meistaradeild Evrópu. Mesta fjörið hefur klárlega verið á Old Trafford, þar sem staðan í leik heimamanna Manchester United og Celtic er jöfn 2-2 eftir stórkostlegan fyrri hálfleik - allt í beinni á Sýn. Fótbolti 13. september 2006 19:32
Saha jafnar fyrir United Franski sóknarmaðurinn Louis Saha er búinn að jafna metin fyrir Manchester United gegn Celtic á 30. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Markvörður Celtic var sakaður um að hafa brugðið Ryan Giggs í teignum og Lubos Michel dæmdi vítaspyrnu, en í endursýningu mátti sjá að dómurinn var út í hött. Leikurinn er engu að síður í hæsta gæðaflokki og hefur United sótt án afláts síðan liðið lenti undir. Fótbolti 13. september 2006 19:14
Celtic komið yfir á Old Trafford Hollendingurinn Jan Vennegoor of Hesselink hefur komið skoska liðinu Glasgow Celtic yfir gegn Manchester United á Old Trafford í leik liðanna í meistaradeildinni sem sýndur er beint á Sýn. Markið kom eftir skyndisókn skoska liðsins og ekki laust við að Rio Ferdinand hafi farið illa að ráði sínu í vörninni þegar hann lét Hollendinginn leika á sig. Fótbolti 13. september 2006 19:06
Arsenal komið yfir gegn Hamburg Nú er aðeins liðinn um stundarfjórðungur af leikjum kvöldsins í meistaradeild Evrópu, en þar er strax farið að draga til tíðinda. Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Hamburg í Þýskalandi, þar sem markverði þýska liðsins var vikið af leikvelli eftir brot á Robin Van Persie og Gilberto skoraði mark Arsenal úr víti í kjölfarið. Fred hefur komið Lyon yfir gegn Real Madrid og Inzaghi hefur komið AC Milan yfir gegn AEK. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér neðar á síðunni. Fótbolti 13. september 2006 19:01
Byrjunarlið Arsenal gegn Hamburg Leikur Hamburg og Arsenal í meistaradeild Evrópu er nú hafinn á Sýn Extra 2 og byrjunarlið Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Fyrirliði enska liðsins, Thierry Henry, er ekki með liðinu í Þýskalandi í kvöld vegna meiðsla. Fótbolti 13. september 2006 18:44
Man Utd - Celtic að hefjast "Baráttan um Bretland" eins og leikur Manchester United og Celtic hefur verið kallaður, er nú senn að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þar ber hæst að þeir Paul Scholes og Wayne Rooney koma inn í lið Manchester United eftir leikbann. Fótbolti 13. september 2006 18:20
Veislan heldur áfram í kvöld Knattspyrnuveislan sem fylgir meistaradeild Evrópu heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar áskrifendur geta valið um þrjá stórleiki til að fylgjast með í beinni útsendingu. "Baráttan um Bretland" - leikur Manchester United og Celtic, verður sýndur beint á Sýn. Leikur Lyon og Real Madrid er sýndur beint á Sýn Extra og þá verður slagur Hamburg og Arsenal í beinni á Sýn Extra 2. Útsending frá öllum leikjunum hefst klukkan 18:30. Fótbolti 13. september 2006 15:55
Líkir Gravesen við Kaka Gordon Strachan, stjóri Glasgow Celtic, gat ekki farið leynt með hrifningu sína á danska landsliðsmanninum Thomas Gravesen eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik með skoska liðinu um helgina. Fótbolti 13. september 2006 15:15
Verðum að vera þolinmóðir í kvöld Arsene Wenger segir að þolinmæði verði lykillinn að góðum úrslitum í kvöld þegar hans menn fá það erfiða verkefni að sækja þýska liðið Hamburg heim í meistaradeild Evrópu, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. Fótbolti 13. september 2006 13:56
Ánægður með markalaust jafntefli Rafa Benitez var mjög ánægður með að ná markalausu jafntefli á útivelli gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í meistaradeildinni í kvöld og varði ákvörðun sína um að hafa marga af lykilmönnum sína á varamannabekknum með því að segja að þeir hefðu einfaldlega ekki úthald í að spila alla þá leiki sem á dagskránni væru. Fótbolti 12. september 2006 22:21
Ánægður með sigur á sterku liði Bremen Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var mjög ánægður með sigur sinna manna á Werder Bremen í meistaradeildinni í kvöld, en viðurkenndi að þýska liðið hefði verið betri aðilinn á köflum. Fótbolti 12. september 2006 22:05
Meistararnir byrja með tilþrifum Evrópumeistarar Barcelona hófu titilvörn sína með tilþrifum í kvöld þegar liðið valtaði yfir Levski Sofia 5-0 á Nou Camp. Börsungar létu úrhellisregn ekki hafa áhrif á sig á heimavelli sínum og var sigur liðsins aldrei í hættu eftir að það náði forystu strax í upphafi. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann með Barcelona en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Fótbolti 12. september 2006 20:36
Eiður kominn inn í lið Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inn í lið Barcelona sem varamaður eftir um klukkustundar leik á Nou Camp, en Börsungar eru að valta yfir Levski Sofia 4-0. Úrhellisrigning hefur sett svip sinn á leikinn, en þeir Puyol og Eto´o skoruðu þriðja og fjórða mark liðsins í síðari hálfleik eftir að staðan var 2-0 í leikhléi. Fótbolti 12. september 2006 20:08
Barcelona yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í meistaradeild Evrópu. Barcelona er að eiga náðugt kvöld í rigningunni á Nou Camp og hefur yfir 2-0 gegn Levski Sofia, Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Werder Bremen og markalaust er hjá PSV og Liverpool í Hollandi. Fótbolti 12. september 2006 19:33
Eiður Smári á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti búlgörsku meisturunum Levski Sofia á Nou Camp í meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra, PSV - Liverpool er sýndur beint á Sýn og viðureign Chelsea og Werder Bremen er sýndur beint á Sýn Extra 2. Fótbolti 12. september 2006 18:34
Veislan hefst í kvöld Hin árlega veisla knattspyrnuáhugamanna hefst í kvöld þegar riðlakeppni meistaradeildarinnar hefst með látum. Sjónvarpsstöðin Sýn lætur sitt ekki eftir liggja á þeim bænum frekar en venjulega og verður með þrjár beinar útsendingar frá keppninni í kvöld. Þá verða þeir Guðni Bergs og Heimir Karls að sjálfssögðu á sínum stað og fara yfir stöðu mála í leikjum kvöldsins. Fótbolti 12. september 2006 14:45