Ármann Smári skaut Brann áfram Ármann Smári Björnsson var hetja Brann í dag þegar hann skaut liðinu í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Brann tapaði fyrir Ventspils frá Lettlandi 2-1 en komst áfram á útivallarmarki. Fótbolti 5. ágúst 2008 16:45
Liverpool mætir Standard Liege Í morgun var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikirnir verða 12. og 13. ágúst en þeir seinni 26. og 27. ágúst. Hér að neðan má sjá dráttinn. Fótbolti 1. ágúst 2008 10:08
Romario hafnaði Murata Romario ætlar ekki að taka skó sína úr hillunni og leika með S.S. Murata, meisturunum í San Marínó. Murata vildi fá Romario til að leika með liðinu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 9. júlí 2008 12:00
Mun Romario spila í Meistaradeildinni? S.S. Murata, meistaralið San Marínó, vonast til að fá goðsögnina Romario til að taka fram skóna og leika með liðinu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 7. júlí 2008 16:21
Steaua fær að taka þátt í Meistaradeildinni Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Steaua Búkarest fær að taka þátt í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafa verið sakaðir um mútur. Fótbolti 30. júní 2008 11:54
Ronaldo: Ég sný aftur Enskir fjölmiðlar segja að Cristiano Ronaldo hafi haft samband við Manchester United í dag og tilkynnt þeim að hann muni mæta til æfinga þann 10. júlí. Enski boltinn 26. júní 2008 15:04
Porto fær að vera með Porto, portúgölsku meistararnir, munu fá að taka þátt í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil. Þetta staðfesti UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, í fréttatilkynningu. Enski boltinn 17. júní 2008 17:00
Perrin rekinn frá Lyon Alain Perrin hefur verið rekinn frá franska liðinu Lyon. Undir stjórn Perrin vann liðið bæði franska meistaratitilinn og frönsku bikarkeppnina á síðasta leiktímabili. Fótbolti 17. júní 2008 12:00
Drogba áfram hjá Chelsea Didier Drogba segist ekki hafa áhuga á því að yfirgefa Chelsea. Þessi sterki sóknarmaður hefur sterklega verið orðaður við AC Milan og Inter en verður áfram á Englandi. Enski boltinn 14. júní 2008 13:00
Porto gæti fengið að vera með í Meistaradeildinni UEFA ætlar að endurskoða þá ákvörðun að banna Porto að taka þátt í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil. Þetta er vegna nýrra gagna sem hafa borist sambandinu. Fótbolti 13. júní 2008 15:30
Ramos stoltur af áhuga United Varnarmaðurinn Sergio Ramos er nú orðaður við Evrópumeistara Manchester United. Ramos sagði í viðtali við spænska útvarpsstöð að hann væri stoltur af áhuga United og mál myndu skýrast frekar eftir Evrópumótið. Enski boltinn 13. júní 2008 12:12
Kemst Milan í Meistaradeildina þrátt fyrir allt? Svo gæti farið að AC Milan fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þökk sé óförum Steaua Búkarest. Fótbolti 6. júní 2008 19:55
Sofia fær ekki að fara í Meistaradeildina CSKA Sofia, búlgörsku meistararnir, fá ekki að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þetta er samkvæmt ákvörðun knattspyrnusambands landsins. Fótbolti 5. júní 2008 12:05
Porto bannað að taka þátt í Meistaradeildinni Fyrrum Evrópumeistarar Porto fá ekki að taka þátt í Meistaradeildinni næsta tímabil. Þetta hefur stjórn UEFA ákveðið en Porto á að hafa reynt að múta dómurum. Fótbolti 4. júní 2008 14:18
Terry: Vítaspyrnan verður í huga mér alla ævi John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur nú loksins tjáð sig opinberlega um vítaspyrnuna sem hann misnotaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni. Terry gat þá tryggt Chelsea Evrópubikarinn, en rann í skrefinu og skaut í stöng. Enski boltinn 24. maí 2008 21:43
Terry: Ég hrækti ekki á Tevez John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur þvertekið fyrir það að hafa hrækt á Carlos Tevez, leikmann Manchester United, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni. Enski boltinn 23. maí 2008 23:00
Giggs: Betra en 1999 Ryan Giggs var einn fárra leikmanna United sem var í liðinu sem varð Evrópumeistari árið 1999. Hann sagði sigurinn í kvöld vera sætari. Fótbolti 21. maí 2008 22:37
Ronaldo var orðlaus Cristiano Ronaldo sagðist vera orðlaus eftir sigur sinna manna í Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 21. maí 2008 22:27
Tók Terry vítið sem Drogba átti að taka? Líklegt verður að teljast að Didier Drogba hafði átt að taka vítið sem John Terry endaði með að misnota í vítaspyrnukeppninni í kvöld. Fótbolti 21. maí 2008 22:14
Lampard: Við stjórnuðum leiknum Frank Lampard sagði örlögin hefðu verið félaga sínum John Terry grimm í kvöld. Fótbolti 21. maí 2008 22:10
Ferguson: Áttum þetta skilið Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að sínir menn hefðu átt sigurinn skilið í kvöld. Fótbolti 21. maí 2008 22:02
Ferguson: Erfitt val á milli Hargreaves og Park Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði skömmu fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea í Meistardeild Evrópu að það hefði verið erfitt að velja á milli Owen Hargreaves og Ji-Sung Park. Fótbolti 21. maí 2008 18:36
Van der Sar sá fimmti elsti Edwin van der Sar verður í kvöld fimmti elsti leikmaðurinn sem hefur komið við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og Evrópukeppni meistaraliða á undan henni. Fótbolti 21. maí 2008 18:25
Giggs bætti leikjametið í kvöld Ryan Giggs kom inn á sem varamaður í úrslitaleik Manchester United og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í kvöld og bætti þar með leikjamet Bobby Charlton hjá United. Fótbolti 21. maí 2008 18:20
Manchester United Evrópumeistari Manchester United varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 21. maí 2008 17:39
Dropinn dýr í Moskvu Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Fótbolti 21. maí 2008 16:31
Carragher tippar á Chelsea Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool giskar á að það verði Chelsea sem vinni sigur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 21. maí 2008 16:00
Maradona heldur með United í kvöld Argentínska goðsögnin Diego Maradona ætlar að halda með Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Það er aðallega vegna vináttubanda hans við Carlos Tevez, leikmann United. Fótbolti 21. maí 2008 14:15
Essien hélt með United árið 1999 Michael Essien mun eflaust upplifa stóran draum í kvöld þegar hann mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liði sínu Chelsea. Essien hoppaði hæð sína af gleði þegar uppáhaldsliðið hans United vann keppnina á dramatískan hátt árið 1999. Fótbolti 21. maí 2008 13:35
Dómarinn ræður miklu um úrslit leiksins Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir dómarann eiga eftir að ráða miklu um útkomu úrslitaleiksins í Meistaradeildinni milli Manchester United og Chelsea í kvöld. Fótbolti 21. maí 2008 13:29