Þrír sagðir hafa ráðist á mann við fjölbýlishús Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Eitt útkalla sneri að tilkynningu um slagsmál við fjölbýlishús þar sem þrír eru sagðir hafa ráðist á einn. Innlent 25. október 2022 06:09
Tveir sextán ára skemmdu tólf bíla Tveir sextán ára gamlir drengir voru handteknir klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt grunaðir um að hafa skemmt tólf bíla Breiðholti. Barnavernd var kölluð til og skýrsla tekin af þeim á lögreglustöð vegna skemmdarverkanna. Innlent 24. október 2022 06:21
Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann Innlent 23. október 2022 18:30
Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg. Innlent 23. október 2022 12:21
Átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur Tilkynnt var um mann sem átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Lögregla fór á vettvang en maðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Innlent 23. október 2022 09:29
Lamdi til fólks með stól í húsnæði Rauða krossins Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði veist að fólki í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði. Innlent 22. október 2022 18:18
Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Innlent 21. október 2022 15:04
Ungmenni með loftbyssu veittust að einstaklingi Tvö ungmenni voru í gærkvöldi kærð fyrir vopnalagabrot. Þau höfðu verið að leika sér með loftbyssu og veittu sér að öðrum einstakling. Engin meiðsli urðu á fólki en barnavernd og foreldrum var tilkynnt um atvikið. Innlent 21. október 2022 06:10
Telur að „menn hafi aðeins misst sig“ við hryðjuverkarannsókn Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir málið hvorki fugl né fisk og telur lögreglu hafa gert of mikið úr því. Innlent 20. október 2022 21:17
Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. Innlent 20. október 2022 15:42
Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. Innlent 20. október 2022 11:29
Reif sig úr að ofan á veitingastað Lögreglan ók manni heim í gær eftir að kvartað var undan hegðun hans inni á veitingastað. Meðal annars hafði maðurinn rifið sig úr að ofan. Innlent 20. október 2022 06:16
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. Innlent 19. október 2022 19:15
„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. Innlent 19. október 2022 18:47
Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Innlent 19. október 2022 10:34
Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. Innlent 19. október 2022 09:10
Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Innlent 18. október 2022 23:40
Stóra kókaínmálið komið til saksóknara Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 18. október 2022 19:51
Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. Innlent 18. október 2022 17:45
Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Innlent 18. október 2022 15:43
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. Innlent 18. október 2022 13:05
Lögreglan varar við skilaboðum sem innihalda tjákn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert lát vera á netsvindli sem herjað hefur á eldri netverja síðustu misseri. Meðal ráða sem lögreglan deilir er að varast skilaboð sem innihalda svokölluð tjákn (e. emojis), nema þau komi frá börnum. Innlent 17. október 2022 18:07
Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. Innlent 17. október 2022 16:11
Dregur úr virkni og ferðabanni aflétt Lögreglan á Suðurlandi hefur aflétt banni sem sett var á ferðir að Kötlujökli í gær vegna jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Dregið hefur úr virkni í dag. Innlent 17. október 2022 14:54
Enn engin ákvörðun tekin um ákæru í máli hjúkrunarfræðingsins Embætti héraðssaksóknara hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út í máli hjúkrunarfræðings sem starfaði á geðdeild Landspítalans og grunaður er um að hafa orðið sjúklingi að bana á síðasta ári. Málið er enn til meðferðar hjá embættinu. Innlent 17. október 2022 07:17
Fjórir handteknir vegna líkamsárásar í heimahúsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fjóra vegna líkamsárásar í heimahúsi. Innlent 17. október 2022 06:11
Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. Innlent 16. október 2022 19:38
Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. Innlent 16. október 2022 18:14
Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar. Innlent 16. október 2022 13:01
Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. Innlent 16. október 2022 12:03