
Sonic Mega Collection Plus
Ég held að það sé óhætt að segja að Sonic sé ein ástsælasta tölvuleikjapersóna allra tíma. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að færa hann í nútímabúning í nýlegum þrívíddarleikjum en það hefur gengið frekar illa. Það er meira að segja að koma nýr Sonic leikur þar sem maður leikur skuggalegan fýr vopnaðan skammbyssum. Hvað er í gangi? Það eru gömlu góðu Sega Mega leikirnir sem standa eftir sem hin eina sanna snilld. Sonic Mega Collection Plus er því eins og hvalreki fyrir gamlar Sonic kempur sem vilja rifja upp gömlu taktana jafnt sem þá sem misstu kannski af þeim hér áður fyrir.