Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir

„Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós.

Innlent
Fréttamynd

Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla

Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans.

Innlent
Fréttamynd

Jólasveinninn er dáinn

„Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. 

Skoðun
Fréttamynd

Í kjölfar Covid: Jólasalan mikið á netinu

Það hefur margt breyst þau 16 ár sem Kokka hefur verið með netverslun en salan í vefversluninni tífaldaðist í apríl á þessu ári. Það hefur þó komið Guðrúnu Jóhannesdóttur eiganda Kokku mest á óvart hvað salan í versluninni hefur líka aukist mikið í kjölfar kórónufaraldurs.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tuttugu Covid innlagnir og álagið eykst stöðugt

Nú liggja tuttugu manns á sjúkrahúsi vegna veikinida að völdum kórónuveirunnar. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir áhættuna meiri nú en í fyrri bylgju vegna þess hvað útbreiðsla veirunnar sé mikil.

Innlent
Fréttamynd

Selfyssingar bera smitberann á höndum sér

Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina.

Innlent