Luka Doncic sýndi úr hverju hann er gerður í fyrsta leik Slóveníu á HM Luka Doncic og félagar í landsliði Slóvenínu unnu nokkuð sannfærandi sigur í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag þegar liðið lagði Venesúela 100-85. Doncic fór mikinn í leiknum og skoraði 37 stig. Körfubolti 26. ágúst 2023 13:28
Bikarmeistarar Hauka safna liði Bikararmeistarar Hauka hafa síðustu daga verið að bæta í leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Subway-deild kvenna en þær Rósa Björk Pétursdóttir og Rebekka Rut Hjálmarsdóttir eru báðar á leið í Hafnarfjörðinn. Körfubolti 26. ágúst 2023 12:46
Bronny James með meðfæddan og meðhöndlanlegan hjartagalla Orsök hjartastoppsins sem Bronny James fékk á æfingu í sumar má rekja til meðfædds hjartagalla. Bronny hefur verið í yfirgripsmiklum rannsóknum síðustu vikur sem leiddu þetta í ljós. Körfubolti 26. ágúst 2023 11:31
Dreymir um titla hjá nýju félagi Kristinn Pálsson sem samdi við Val í gær segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. Hann dreymir um að vinna loksins titil hér á landi. Körfubolti 26. ágúst 2023 09:30
Heiðra minningu Kobe og reisa styttu NBA liðið Los Angeles Lakers mun heiðra minningu Kobe Bryant með því að reisa bronsstyttu af honum fyrir utan leikvang félagsins. Körfubolti 25. ágúst 2023 16:00
Kanadamenn pökkuðu Frökkum saman í fyrsta leik þjóðanna á HM í körfu Kanadíska karlalandsliðið í körfubolta byrjar heimsmeistaramótið frábærlega en liðið vann þrjátíu stiga sigur á Frakklandi í fyrsta leik þjóðanna á HM sem hófst í dag. Körfubolti 25. ágúst 2023 15:20
Kristinn Pálsson semur við Val Íslenski landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur gengið til liðs við Subway deildar lið Vals í körfubolta og mun spila með liðinu næstu tvö tímabil. Körfubolti 24. ágúst 2023 11:49
Maciej Baginski verður áfram með Njarðvíkingum Njarðvíkingar fengu góðar fréttir í dag þegar Körfuknattleiksdeild félagsins tilkynnti að Maciej Stanislaw Baginski hafi gert nýjan tveggja ára samning við félagið. Körfubolti 23. ágúst 2023 16:02
Ísafjarðartröllið snýr ekki aftur heim til þess að verða hetjan Sigurður Gunnar Þorsteinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta og fjórfaldur Íslandsmeistari snýr aftur á heimaslóðir og leggur liði Vestra á Ísafirði lið í komandi baráttu liðsins í 2.deildinni. Sigurður segist ekki koma inn í lið Vestra til þess að verða einhver hetja, hann ætlar þó leggja sitt á vogarskálarnar til þess að hjálpa til við að byggja félagið upp á nýjan leik Körfubolti 23. ágúst 2023 08:00
Hannes: Grátlegt að margir Íslendingar skilja ekki árangur okkar eigin landsliða Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, fyrrum formaður KKÍ og varaformaður FIBA Europe, gleðst yfir flottum árangri yngri landsliða kvenna í sumar en það lítur úr fyrir að Ísland sé að fá flotta kynslóð upp í kvennakörfunni. Körfubolti 21. ágúst 2023 13:32
Sigurður Gunnar snýr heim á Ísafjörð Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Sigurð Gunnar Þorstainsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í 2. deild karla í körbolta. Körfubolti 20. ágúst 2023 15:30
Íslenska liðið spilaði mun betur í dag en mátti samt þola tap Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætti Svíþjóð ytra í tveimur æfingaleikjum um helgina. Fyrri leiknum lauk með 29 stiga sigri Svíþjóðar á meðan sá síðari tapaðist með 15 stiga mun. Körfubolti 19. ágúst 2023 20:35
Stálu skóm stórstjörnunnar fyrir leik Sabrina Ionescu, stórstjarna New York Liberty liðsins í WNBA deildinni auglýsti eftir skónum sínum fyrir leik á móti Las Vegas Aces í gærkvöldi. Körfubolti 18. ágúst 2023 12:00
Nýjasti Þórsarinn hittir liðsfélagana fyrst í æfingaferð í Portúgal Nýliðar Þórsara í Subway deild kvenna í körfubolta hafa samið við 23 ára bakvörð frá Síle fyrir komandi átök í vetur. Körfubolti 17. ágúst 2023 16:16
Fjórir nýliðar og Birna aftur valin í landsliðið Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, gerði miklar breytingar á landsliðshópi sínum fyrir tvo æfingaleiki við Svíþjóð sem fara fram á föstudag og laugardag. Körfubolti 17. ágúst 2023 12:13
Íslensku strákarnir frábærir í lokaleiknum og rúlluðu upp Búlgörum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi sautján stiga sigur á Búlgörum, 93-76, í lokaleik forkeppni Ólympíuleikana sem fór fram í Istanbul í Tyrklandi. Körfubolti 15. ágúst 2023 15:49
Konstantinova frá deildarmeisturunum til Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Vals hafa samið við búlgörsku landsliðskonuna Karinu Konstantinovu um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta. Konstantinova kemur til liðsins frá deildarmeisturum Keflavíkur. Körfubolti 15. ágúst 2023 14:31
Callum Lawson genginn í raðir Tindastóls Enski körfuboltamaðurinn Callum Lawson er genginn í raðir Íslandsmeistara Tindastóls frá Valsmönnum. Körfubolti 15. ágúst 2023 11:15
James Harden kallar forseta 76ers lygara Bandaríski körfuboltamaðurinn James Harden hefur flakkað á milli NBA félaga undanfarin ár og margoft beðið um að vera skipt í nýtt félag. Nú þegar það er ekki að ganga hjá honum í þetta skiptið þá úthrópar hann eiganda félagsins síns. Körfubolti 14. ágúst 2023 15:01
Sterk byrjun dugði skammt gegn Úkraínu Ísland beið lægri hlut fyrir Úkraínu í forkeppni Ólympíuleikanna í dag en leikið er í Istanbúl í Tyrklandi. Ísland byrjaði leikinn af krafti og leiddi 18-17 eftir fyrsta leikhluta en náðu ekki að fylgja góðri byrjun eftir. Körfubolti 13. ágúst 2023 16:52
Tilfinningarnar báru Becky Hammon og Gregg Popovich ofurliði þegar Hammon var vígð inn í frægðarhöll NBA Gregg Popovich og Becky Hammon voru vígð inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gær. Hammon gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún þakkaði Popovich fyrir að hafa ráðið sig til starfa og Popovich átti einnig bágt með sig. Körfubolti 13. ágúst 2023 11:42
Stórtap í Tyrklandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti ekki roð í það tyrkneska í fyrsta leik liðsins í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í Istanbúl í dag. Tyrkir unnu 17 stiga sigur. Körfubolti 12. ágúst 2023 18:47
Segir Beyoncé og fleiri listamenn ýta undir Satanisma AJ Griffin, leikmaður Atlanta Hawks í NBA deildinni, varaði fólk á Twitter við því að fara á tónleika með Beyoncé enda væri hún að ýta undir Satanisma. Af einhverjum ástæðum ákvað hann að eyða tvítinu. Körfubolti 12. ágúst 2023 09:40
Stelpurnar vilja bæta áhorfendametið um fjörutíu þúsund manns Ein allra vinsælasta körfuboltakona Bandaríkjanna er enn að spila í háskólaboltanum og hún verður þar áfram næsta vetur. Körfubolti 11. ágúst 2023 13:15
NBA sektaði Mauramanninn um sex milljónir þremur mánuðum eftir atvikið Það er mitt sumar og bæði langt frá síðasta NBA-leik og langt í næsta NBA-leik. Leikmenn deildarinnar eru samt ekki hólpnir þegar kemur að sektum. Körfubolti 10. ágúst 2023 15:01
Badmus yfirgefur Stólana með stolna skrautfjöður í hatti sínum Írski körfuboltamaðurinn Taiwo Badmus verður ekki áfram með Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild karla í körfubolta. Hann hefur samið við ítalska félagið Luiss Toma Basketball. Körfubolti 10. ágúst 2023 11:31
Ætla að frumsýna nýju Kobe Bryant styttuna 8.8.24 Kobe Bryant heitinn fær af sér styttu fyrir utan heimavöll Los Angeles Lakers en styttan verður frumsýnd á næsta ári. Körfubolti 10. ágúst 2023 10:01
„Ég að vera skynsamur í fyrsta skipti á mínum ferli“ Martin Hermannsson, atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta er hungraður í að snúa aftur inn á völlinn eftir erfið hnémeiðsli, sanna fyrir öllum að sami gamli Martin sé mættur aftur. Körfubolti 10. ágúst 2023 08:30
Lengsta sumarfríið sem Tryggvi hefur fengið í atvinnumennskunni Tryggvi Snær Hlinason er spenntur fyrir nýju verkefni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann færði sig um set á Spáni í sumar. Körfubolti 9. ágúst 2023 11:00
Martin ekki með í Tyrklandi Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið tólf manna hóp sem keppir í forkeppni Ólympíuleikanna, í Tyrklandi. Körfubolti 9. ágúst 2023 10:16