Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Árni Gísli Magnússon skrifar 18. janúar 2025 14:15 vísir/jón gautur Þór Akureyri er komið í undanúrslit VÍS-bikarsins eftir sjö stiga sigur gegn Haukum á Akureyri í dag. Þór hafði yfirhöndina í leiknum en Haukar gerðu leikinn spennandi í lokin sem dugði þó ekki til. Lokatölur 94-87 og Þór í undanúrslit bikarsins annað árið í röð. Heimakonur fóru vel af stað og voru fljótlega komnar í 11-4 en strax í upphafi leiks var ljóst að leikurinn yrði hraður og skemmtilegur. Gestirnir tóku við sér og var fyrsti leikurinn nokkuð jafn eftir upphafsmínúturnar og leiddi Þór 27-22 að honum loknum. Eva Wiium byrjaði annan leikhluta á þriggja stiga körfu sem kveikti í stúkunni og gekk Þórsliðið á lagið eftir það og fylgdu fleiri þristar í kjölfarið og staðan skyndilega orðin 44-26. Á þessum tímapunkti hafði Þór nýtt sjö af sínum tíu þriggja stiga tilraunum en Haukakonur voru að hitta illa fyrir utan. Haukar fundu þó betri takt þegar leið á leikhlutann og staðan í hálfleik 52-39 Þór í vil. Þriðji leikhluti var nokkuð jafn og skiptust liðin á að skora en batamerki mátti sjá á leik Haukaliðsins. Staðan fyrir loka leikhlutann var 77-64 og heimakonur því í kjörstöðu til að klára leikinn. Gestirnir voru ekki á því að leggjast niður og gefast upp heldur gáfu í og skoruðu níu stig í röð. Þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks var staðan 84-82 og Haukar áttu tvö vítaskot. Diamond Alexis setti fyrra skotið niður en klikkaði á því seinna og Þórsarar brunuðu upp völlinn og Esther Fokke setti þrjú stig fyrir Þór sem náði þriggja stiga forystu í stað þess að leikurinn væri jafn. Lokamínúturnar voru svo æsispennandi en Eva Margét fékk frítt sniðskot þegar nokkrar sekúndur voru eftir til að minnka muninn í 3 stig, en skotið geigaði og aftur refsuðu Þórskonur með þrist og var þar Amandine Toi að verki. Lokatölur 94-87 fyrir Þór og fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn innilega í leikslok. Atvik leiksins Í raun tvö atvik. Annars vegar Diamond Alexis klúðrar á víti til að jafna leikinn og Esther Fokke setur í staðinn þrist hinu megin og þegar Eva Margét setur ekki niður auðvelda körfu til að minna muninn í þrjú í stig í lokin og í staðinn fara Þórsarar upp og klára leikinn. Stjörnur og skúrkar Liðsheildin hjá Þór er frábær og vinnur hún í raun þennan leik, eins mikil klisja og það er. Amandine Toi og Esther Fokke voru stigahæstar hjá Þór með 21 stig hvor. Eva Wiium fær sérstakt hrós fyrir sinn leik í dag en hún gaf ekki tommu eftir hvorki í vörn né sókn og virkaði sem algjör leiðtogi á vellinum. Þá er vert að koma inn á þriggja stiga hittni liðanna þar sem Þórsarar hittu úr 15 af sínum 29 þriggja stiga skotum sem er 51% hittni á móti 7 af 29 hjá Haukum eða 24%. Hjá Haukum var Lore Devos stigahæst með 23 stig. Dómarar Þeir áttu fínan leik í dag og lítið hægt annað en að hrósa þeim. Emil Barja, þjálfari Hauka, er eflaust ekki sammála mér en hann ræddi mjög mikið við dómarana á meðan leik stóð og virtist ekki mjög sáttur með eitt og annað. Stemning og umgjörð Það var mjög vel mætt í stúkuna í dag sem er frábært að sjá, enda tvö bestu lið landsins að etja kappi. Umgjörðin flott og hamborgarasalan á sínum stað sem svíkur engan. Viðtöl Daníel Andri: „Við erum að mæta í stóru mómentin“ Daníel Andri Halldórsson, þjálfari ÞórsVísir/Hulda Margrét „Gaman að fara í undanúrslit í bikarnum annað skiptið í röð og vonandi erum við að fara í úrslit bara líka annað árið í röð”, sagði sigurreifur þjálfari Þórs, Daníel Andri Halldórsson, eftir góðan sigur á Haukum í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna. Stigaskor drefiðist vel innan liðsins og var liðið að hitta vel, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. „Við náttúrulega bara hittum alveg ótrúlega vel, 51% í þriggja stiga, og sýndi bara að það var hver og einn einasti Þórsari tilbúinn að koma inn og taka þátt í stigaskorun.“ Heiða Hlín Björnsdóttir, sem hætti að spila með Þór eftir síðasta tímabil, hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins í vetur en var skráð í leikmannahópinn í dag þrátt fyrir að hafa ekki komið við sögu. Þórsarar hafa aðeins verið með sjö til átta leikmenn í hóp í vetur. „Þetta var til öryggis, ef þrjár myndu fá fimm villur þá vildum við ekki klára leikinn fimm á fjórar þannig hún var klár í búning ef þyrfti“, sagði Daníel aðspurður hvort Heiða hefði í raun átt að taka einhvern þátt í leiknum. Daníel segir hana ekki ætla taka slaginn með liðinu út tímabilið. „Nei það held ég ekki, en þið megið reyna sannfæra hana um það allavega.“ Þór og Haukar mættast aftur í Höllinni á Akureyri á þriðjudaginn kemur, þá í Bónus deild kvenna þar sem liðin eru í fyrsta og öðru sæti. „Það er bara fínt, þær eru búnar að venjast körfunum núna en mér heyrist þær ætla keyra til baka núna og keyra aftur á þriðjudaginn þannig við vonandi bara mætum með sömu orku á þriðjudaginn og klárum þetta þar líka en við vorum með mikla áherslu á að klára Tindastól á miðvikudaginn og klára þennan bikarleik hér. Við sjáum bara hvernig þriðjudagurinn fer.“ Þór vann dramatískan 83-80 sigur á Tindastóli á miðvikudaginn var með sigurkörfu í blálokin sem hefur líklega gefið liðinu góða orku komandi inn í leikinn í dag. „Nú erum við að klára tvo leiki í röð þar sem við erum að klára leikinn á síðustu mínútunum, þetta eru stór móment og við erum að mæta í stóru mómentin.“ Vel var mætt í stúkuna í dag og var Daníel þakklátur fyrir stuðninginn. „Þetta var bara mjög gott, mjög vel mætt hjá okkur síðustu tvö ár og vonandi bara verður hörku mæting í Smárann í undanúrslitum.“ Emil Barja: „Verð að taka það á mig og mitt leikskipulag hvað við ætluðum að gera á móti þeim“ Emil Barja var ekki jafn kátur í kvöld og þegar þessi mynd var tekinVísir/Diego Emil Barja, þjálfari Hauka, var vonsvikinn með frammistöðu síns liðs í dag. „Þær gerðu mjög vel, hittu virkilega vel úr opnu skotunum sínum, en mér fannst við hefðum getað gert þetta mun erfiðara fyrir þær. Mér fannst þær fá fullmikið af opnum skotum og ég veit ekki alveg, ég verð að taka það á mig og mitt leikskipulag hvað við ætluðum að gera á móti þeim, það var greinilega ekki að virka, þær voru opnar allan tímann og vel gert hjá þeim að setja skotin ofan í.“ Emil segir það ekki hafa komið á óvart hversu hratt Þórsliðið spilaði í upphafi leiks. „Ég vissi það alveg, ég sá þennan Keflavíkurleik sem þær spiluðu og komu og tóku bara á fullu tempói. Við ætluðum bara að reyna mæta honum og reyna að halda það út. Við erum með fleiri leikmenn sem geta komið af bekknum og svo sem virkaði, við unnum fjórða leikhlutann, en ég hefði viljað betri kannski hina þrjá líka.“ Liðin mætast aftur í deildinni á þriðjudaginn kemur fyrir norðan og ferðast Haukar aftur suður á milli leikjanna. „Við förum heim sem er bara fínt, við getum aðeins farið í þennan leik líka og séð svona hvað við getum gert öðruvísi til að stoppa þær, ef við þurfum að breyta eitthvað til.“ „Ég held að það sé bara svona auka hvatning fyrir stelpurnar að koma aftur“, sagði Emil aðspurður hvort það væri gott að mæta sama liðinu aftur eftir sárt tap. VÍS-bikarinn Þór Akureyri Haukar
Þór Akureyri er komið í undanúrslit VÍS-bikarsins eftir sjö stiga sigur gegn Haukum á Akureyri í dag. Þór hafði yfirhöndina í leiknum en Haukar gerðu leikinn spennandi í lokin sem dugði þó ekki til. Lokatölur 94-87 og Þór í undanúrslit bikarsins annað árið í röð. Heimakonur fóru vel af stað og voru fljótlega komnar í 11-4 en strax í upphafi leiks var ljóst að leikurinn yrði hraður og skemmtilegur. Gestirnir tóku við sér og var fyrsti leikurinn nokkuð jafn eftir upphafsmínúturnar og leiddi Þór 27-22 að honum loknum. Eva Wiium byrjaði annan leikhluta á þriggja stiga körfu sem kveikti í stúkunni og gekk Þórsliðið á lagið eftir það og fylgdu fleiri þristar í kjölfarið og staðan skyndilega orðin 44-26. Á þessum tímapunkti hafði Þór nýtt sjö af sínum tíu þriggja stiga tilraunum en Haukakonur voru að hitta illa fyrir utan. Haukar fundu þó betri takt þegar leið á leikhlutann og staðan í hálfleik 52-39 Þór í vil. Þriðji leikhluti var nokkuð jafn og skiptust liðin á að skora en batamerki mátti sjá á leik Haukaliðsins. Staðan fyrir loka leikhlutann var 77-64 og heimakonur því í kjörstöðu til að klára leikinn. Gestirnir voru ekki á því að leggjast niður og gefast upp heldur gáfu í og skoruðu níu stig í röð. Þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks var staðan 84-82 og Haukar áttu tvö vítaskot. Diamond Alexis setti fyrra skotið niður en klikkaði á því seinna og Þórsarar brunuðu upp völlinn og Esther Fokke setti þrjú stig fyrir Þór sem náði þriggja stiga forystu í stað þess að leikurinn væri jafn. Lokamínúturnar voru svo æsispennandi en Eva Margét fékk frítt sniðskot þegar nokkrar sekúndur voru eftir til að minnka muninn í 3 stig, en skotið geigaði og aftur refsuðu Þórskonur með þrist og var þar Amandine Toi að verki. Lokatölur 94-87 fyrir Þór og fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn innilega í leikslok. Atvik leiksins Í raun tvö atvik. Annars vegar Diamond Alexis klúðrar á víti til að jafna leikinn og Esther Fokke setur í staðinn þrist hinu megin og þegar Eva Margét setur ekki niður auðvelda körfu til að minna muninn í þrjú í stig í lokin og í staðinn fara Þórsarar upp og klára leikinn. Stjörnur og skúrkar Liðsheildin hjá Þór er frábær og vinnur hún í raun þennan leik, eins mikil klisja og það er. Amandine Toi og Esther Fokke voru stigahæstar hjá Þór með 21 stig hvor. Eva Wiium fær sérstakt hrós fyrir sinn leik í dag en hún gaf ekki tommu eftir hvorki í vörn né sókn og virkaði sem algjör leiðtogi á vellinum. Þá er vert að koma inn á þriggja stiga hittni liðanna þar sem Þórsarar hittu úr 15 af sínum 29 þriggja stiga skotum sem er 51% hittni á móti 7 af 29 hjá Haukum eða 24%. Hjá Haukum var Lore Devos stigahæst með 23 stig. Dómarar Þeir áttu fínan leik í dag og lítið hægt annað en að hrósa þeim. Emil Barja, þjálfari Hauka, er eflaust ekki sammála mér en hann ræddi mjög mikið við dómarana á meðan leik stóð og virtist ekki mjög sáttur með eitt og annað. Stemning og umgjörð Það var mjög vel mætt í stúkuna í dag sem er frábært að sjá, enda tvö bestu lið landsins að etja kappi. Umgjörðin flott og hamborgarasalan á sínum stað sem svíkur engan. Viðtöl Daníel Andri: „Við erum að mæta í stóru mómentin“ Daníel Andri Halldórsson, þjálfari ÞórsVísir/Hulda Margrét „Gaman að fara í undanúrslit í bikarnum annað skiptið í röð og vonandi erum við að fara í úrslit bara líka annað árið í röð”, sagði sigurreifur þjálfari Þórs, Daníel Andri Halldórsson, eftir góðan sigur á Haukum í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna. Stigaskor drefiðist vel innan liðsins og var liðið að hitta vel, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. „Við náttúrulega bara hittum alveg ótrúlega vel, 51% í þriggja stiga, og sýndi bara að það var hver og einn einasti Þórsari tilbúinn að koma inn og taka þátt í stigaskorun.“ Heiða Hlín Björnsdóttir, sem hætti að spila með Þór eftir síðasta tímabil, hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins í vetur en var skráð í leikmannahópinn í dag þrátt fyrir að hafa ekki komið við sögu. Þórsarar hafa aðeins verið með sjö til átta leikmenn í hóp í vetur. „Þetta var til öryggis, ef þrjár myndu fá fimm villur þá vildum við ekki klára leikinn fimm á fjórar þannig hún var klár í búning ef þyrfti“, sagði Daníel aðspurður hvort Heiða hefði í raun átt að taka einhvern þátt í leiknum. Daníel segir hana ekki ætla taka slaginn með liðinu út tímabilið. „Nei það held ég ekki, en þið megið reyna sannfæra hana um það allavega.“ Þór og Haukar mættast aftur í Höllinni á Akureyri á þriðjudaginn kemur, þá í Bónus deild kvenna þar sem liðin eru í fyrsta og öðru sæti. „Það er bara fínt, þær eru búnar að venjast körfunum núna en mér heyrist þær ætla keyra til baka núna og keyra aftur á þriðjudaginn þannig við vonandi bara mætum með sömu orku á þriðjudaginn og klárum þetta þar líka en við vorum með mikla áherslu á að klára Tindastól á miðvikudaginn og klára þennan bikarleik hér. Við sjáum bara hvernig þriðjudagurinn fer.“ Þór vann dramatískan 83-80 sigur á Tindastóli á miðvikudaginn var með sigurkörfu í blálokin sem hefur líklega gefið liðinu góða orku komandi inn í leikinn í dag. „Nú erum við að klára tvo leiki í röð þar sem við erum að klára leikinn á síðustu mínútunum, þetta eru stór móment og við erum að mæta í stóru mómentin.“ Vel var mætt í stúkuna í dag og var Daníel þakklátur fyrir stuðninginn. „Þetta var bara mjög gott, mjög vel mætt hjá okkur síðustu tvö ár og vonandi bara verður hörku mæting í Smárann í undanúrslitum.“ Emil Barja: „Verð að taka það á mig og mitt leikskipulag hvað við ætluðum að gera á móti þeim“ Emil Barja var ekki jafn kátur í kvöld og þegar þessi mynd var tekinVísir/Diego Emil Barja, þjálfari Hauka, var vonsvikinn með frammistöðu síns liðs í dag. „Þær gerðu mjög vel, hittu virkilega vel úr opnu skotunum sínum, en mér fannst við hefðum getað gert þetta mun erfiðara fyrir þær. Mér fannst þær fá fullmikið af opnum skotum og ég veit ekki alveg, ég verð að taka það á mig og mitt leikskipulag hvað við ætluðum að gera á móti þeim, það var greinilega ekki að virka, þær voru opnar allan tímann og vel gert hjá þeim að setja skotin ofan í.“ Emil segir það ekki hafa komið á óvart hversu hratt Þórsliðið spilaði í upphafi leiks. „Ég vissi það alveg, ég sá þennan Keflavíkurleik sem þær spiluðu og komu og tóku bara á fullu tempói. Við ætluðum bara að reyna mæta honum og reyna að halda það út. Við erum með fleiri leikmenn sem geta komið af bekknum og svo sem virkaði, við unnum fjórða leikhlutann, en ég hefði viljað betri kannski hina þrjá líka.“ Liðin mætast aftur í deildinni á þriðjudaginn kemur fyrir norðan og ferðast Haukar aftur suður á milli leikjanna. „Við förum heim sem er bara fínt, við getum aðeins farið í þennan leik líka og séð svona hvað við getum gert öðruvísi til að stoppa þær, ef við þurfum að breyta eitthvað til.“ „Ég held að það sé bara svona auka hvatning fyrir stelpurnar að koma aftur“, sagði Emil aðspurður hvort það væri gott að mæta sama liðinu aftur eftir sárt tap.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti