„Mér fannst við þora að vera til“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. janúar 2025 21:58 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Facebook/@haukarbasket Haukar unnu Tindastól með minnsta mun á heimavelli 100-99. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og hafði fulla trú á því að Haukar myndu halda sér uppi í Bónus deildinni. „Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
„Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira