„Mér fannst við þora að vera til“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. janúar 2025 21:58 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Facebook/@haukarbasket Haukar unnu Tindastól með minnsta mun á heimavelli 100-99. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og hafði fulla trú á því að Haukar myndu halda sér uppi í Bónus deildinni. „Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
„Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira