„Mér fannst við þora að vera til“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. janúar 2025 21:58 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Facebook/@haukarbasket Haukar unnu Tindastól með minnsta mun á heimavelli 100-99. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og hafði fulla trú á því að Haukar myndu halda sér uppi í Bónus deildinni. „Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
„Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira