

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Eftir að hafa átt misjafna leiki í einvíginu gegn Oklahoma City Thunder átti Luka Doncic, aðalstjarna Dallas Mavericks, stórleik í nótt. Dallas vann þá 92-104 sigur og er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA.
Bronny James, sonur körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, segist aldrei hafa leitt hugann að því að spila í sama liði og pabbi sinn. Hann einbeiti sér frekar að því að komast í NBA-deildina.
Landsliðskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir mun ekki geta tekið þátt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta með Keflavík.
Mike Krzyzewski, betur þekktur sem Coach K, aðstoðar Los Angeles Lakers í leit sinni að nýjum aðalþjálfara.
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Þetta herma heimildir Vísis og sömuleiðis bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson taka við kvennaliði Njarðvíkur af Rúnari Inga.
Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína.
Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið.
LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar.
Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið.
Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík.
Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns.
Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta.
Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Grindavík er komið í úrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir einhvern ótrúlegasta oddaleik síðari ára.
Grindavík tekur á móti Keflavík í Smáranum í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Við sýnum leikinn í opinni dagskrá hér á Vísi.
Valur tekur á móti Njarðvík í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Við sýnum leikinn í opinni dagskrá hér á Vísi.
Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við.
Valur og Njarðvík spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta.
Grindavík og Keflavík spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta.
Það er sannkallaður hátíðardagur hjá körfuboltaunnendum því í kvöld fara fram tveir oddaleikir í Subway-deild karla. Slíkt gerist ekki á hverju ári.
Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær.
Oklahoma City Thunder jafnaði metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri í fjórða leik liðanna í nótt, 96-100. Staðan í einvíginu er 2-2.
Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76.
Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76.
Keflavík er komið í úrslit Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Stjörnunni í oddaleik. Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn nýliðum Stjörnunnar í rimmu sem mun seint gleymast.
Augun verða á Blue höllinni í Keflavík í kvöld þar sem deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti ungu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta.
Keflvíkingar tryggðu sér í gær oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta. Það þýðir að við fáum oddaleik í báðum undanúrslitaeinvígunum í ár.
„Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Sigurður Pétursson átti frábæran leik í gær þegar Keflavíkurliðið þurfti svo mikið á honum að halda. Keflavík tryggði sér oddaleik með 89-82 sigri á Grindavík. Sigurður ræddi meðal annars samfélagsmiðlafærslu og rauðrófusafa í viðtalinu eftir leikinn.
Ef það er eitthvað sem einkennir þetta tímabil í Keflavík þá er það magnaður hæfileiki karlaliðsins til að takast á við mótlæti. Þeir sýndu það enn á ný í gær með því að tryggja sér oddaleik um laust sæti í úrslitaeinvíginu í Subway deild karla í körfubolta.