Það virðist sem ferðin norður á land hafi setið í gestunum frá Hlíðarenda sem voru 15 stigum undir að loknum 1. leikhluta, staðan þá 30-15. Þeim tókst að saxa á forskotið í 2. leikhluta og munurinn kominn niður í níu stig í hálfleik, staðan 46-37.
Þórsarar byrjuðu hins vegar síðari hálfleik af krafti og fóru langleiðina með að tryggja sér sigur. Þegar öllu vará botninn hvolft vann Þór 11 stiga sigur, lokatölur 84-73.
Amandine Justine Toi var stigahæst í liði Þórs Ak. með 24 stig. Hún tók einnig fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Jiselle Elizabeth Valentine Thomas var stigahæst í liði Vals með 25 stig.
Stöðuna í deildinni má sjá á vef KKÍ.