Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigurður Hreiðar til Íslenskra fjárfesta

Sigurður Hreiðar Jónsson, forstöðumaður markaðsviðskipta Íslenskra verðbréfa (ÍV), hefur sagt upp störfum hjá félaginu og mun senn ganga til liðs við verðbréfafyrirtækið Íslenska fjárfesta, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði

Sífellt fjölgar í hópi viðskiptavina íslenska sprotafyrirtækisins Activity Stream. Fyrirtækið hefur náð samningum við um fjórðung af liðunum í einni af stærstu íþróttadeildum Bandaríkjanna og eins marga stærstu leikvanga í Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja fasteignafélögin undirverðlögð

Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs

Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stafræn straumhvörf á fjármálamarkaði

Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu

Skoðun