„Skoðaðu frábært verð á flugi og tilboð í fríið: Bókaðu heimsókn að náttúruperlum Íslands og strikaðu „virkt eldgos“ af listanum,“ segir í færslu flugfélagsins á Facebook.
Þar er birt myndband af Times Square, einum fjölsóttasta ferðamannastað New York, þar sem sjá má auglýsingu flugfélagsins á stóru auglýsingaskilti.
„Þetta eldgos á Íslandi er bara rétt handan við hornið. Það bíður þín þegar þú ert tilbúin(n),“ segir í myndbandinu.
Drjúgur hluti þeirra tuga þúsunda sem farið hafa að eldgosinu í Fagradalsfjalli eru erlendir ferðamenn. Almannavarnir hafa bent á að brögð séu að því að erlendir ferðamenn séu að rjúfa sóttkví til þess að fara að gosinu.