

Íslenski boltinn
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Gefur eftir helming launa sinna
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar.

Gary Martin segir að dvölin hjá Darlington hafi verið hálfgerð martröð
Enski markahrókurinn segist vera ánægður að hafa spilað með sínu heimaliði en segir að dvölin hjá Darlington hafi ekki verið neinn dans á rósum.

Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar
Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta.

KSÍ stofnar vinnuhóp og vinnur með Deloitte í skoðun fjármála íslenskra félaga
Knattspyrnusamband Íslands hefur að sjálfsögðu miklar áhyggjur af stöðu fjármála félaganna vegna óvissunnar út af kórónuveirunni. Guðni Bergsson boðar samvinnu í þessum málum.

Á dagskrá í dag: Kraftaverkið í Istanbúl og undankeppni EM í e-fótbolta
Það er mikið af dagskrárefni í boði á Stöð 2 Sport og hliðarstöðvum í dag þrátt fyrir það ástand sem hefur skapast í íþróttaheiminum af völdum kórónuveirunnar.

Leikmenn á Íslandi hafa áhyggjur | Ástandið ekki gott áður en þessi faraldur fór af stað
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út.

Tekst „nýja skólanum“ að skáka þeim gamla í sumar? | Síðari hluti
Eftirvæntingin fyrir Pepsi Max deildinni er mikil þó ekki sé ljóst hvenær leikar munu hefjast vegna þeirrar óvissu sem er í samfélaginu um þessar mundir. En við hverju má búast í sumar?

Á dagskrá í dag: Lokadagar The Open, úrslitasería KR og ÍR, krakkamót og tölvuleikir
Það er mikið af dagskrárefni í boði á Stöð 2 Sport og hliðarstöðvum í dag þrátt fyrir það ástand sem hefur skapast í íþróttaheiminum af völdum kórónuveirunnar.

Geir Þorsteinsson til starfa hjá ÍA
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA.

Tekst „nýja skólanum“ að skáka þeim gamla í sumar?
Þó svo að það sé óvíst hvenær Pepsi Max deild karla muni hefjast og undirbúningur liðanna verði nokkuð óvanalegur næstu vikur er ljóst að það er mikil spenna í loftinu fyrir komandi leiktíð.

Á dagskrá í dag: Krakkamót, bikarúrslitaleikir og CS
Það er mikið af dagskrárefni í boði á Stöð 2 Sport og hliðarstöðvum í dag þrátt fyrir það ástand sem hefur skapast í íþróttaheiminum af völdum kórónuveirunnar.

Fólk ýjaði að því að ég gerði ekki það sem væri barninu mínu fyrir bestu
Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt.

Allt íþróttastarf fellur niður
Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna
Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna.

Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum.

Heimir í viðtali hjá Gumma Ben: „Tala alltaf of mikið hjá þér“
Heimir Guðjónsson verður gestur í þættinum Sportið í kvöld.

Á dagskrá í dag: Heimildaþættir og körfuboltaveisla
Það er mikið af dagskrárefni í boði á Stöð 2 Sport og hliðarstöðvum í dag þrátt fyrir það ástand sem hefur skapast í íþróttaheiminum af völdum kórónuveirunnar.

Veigar Páll hefur oft hitt hundinn Veigar Pál: Hann er keimlíkur mér
Ólafur Karl Finsen ákvað að skíra hundinn sinn eftir fyrrum liðsfélaga sínum og Íslandsmeistara Veigari Páli Gunnarssyni eins og Rikki G komst að þegar hann heimsótti Ólaf.

Tveir Víkingar í sóttkví
Tveir leikmenn karlaliðs Víkings R. í fótbolta fóru í sóttkví í dag en þetta staðfesti Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, við mbl.is í kvöld.

Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“
Veigar Páll Gunnarsson rifjaði upp rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar í Sportinu í kvöld.

KSÍ veit ekki til þess að íslenskur landsliðsmaður sé smitaður
Enginn íslenskur landsliðsmaður í knattspyrnu er með kórónuveiruna samkvæmt þeim upplýsingum sem Knattspyrnusamband Íslands er með hjá sér.

Guðni Bergs gerir ráð fyrir því að fresta Íslandsmótinu
Íslandsmótið í knattspyrnu á að hefjast 22. apríl næstkomandi en formaður KSÍ býst við því að byrjun verði frestað.

Þjálfari Stjörnunnar skorar á KSÍ að taka niður dagsetningar á heimasíðu sinni
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna, telur að það verði minnsta kosti eins mánaðar seinkun á Íslandsmótinu í fótbolta vegna kórónuveirunnar.

„Stígum varlega til jarðar en okkur er mikið í mun að halda úti starfinu“
Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir að mikið mæði á félaginu næstu vikur að reyna halda úti sem bestu starfi.

Guðni um Rúmeníu leikinn: Ýmislegt sem bendir til þess að honum verði frestað
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að margt bendi til þess að leikur Íslands gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM 2020 sem á að fara fram þann 26. mars verði frestað vegna kórónuveirunnar.

KSÍ frestar öllum leikjum á meðan samkomubanninu stendur
Engir leikir á vegum Knattspyrnusambands Íslands fara fram næstu fjórar vikurnar, eða á meðan samgöngubanninu stendur.

Víkingur Ólafsvík mætir ekki til Reykjavíkur
Víkingur Ólafsvík hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í leik sínum í Lengjubikarnum í kvöld en liðið átti að mæta Val að Hlíðarenda.

KA barði frá sér eftir skellinn gegn Víkingi
KA vann 2-0 sigur á grönnum sínum í Magna er liðin mætust í Boganum í kvöld. Leikurinn var liður í A-deild Lengjubikarsins en þar leika liðin í riðli tvö.

Skagamenn hætta við að fara í æfingaferð vegna kórónuveirunnar
ÍA fer ekki til Barcelona í æfingaferð eins og til stóð. Kórónuveiran heldur áfram að setja strik í reikning íþróttaliða.

Blikar á varðbergi vegna veirunnar en starfsemin óskert | Einn þjálfari í sóttkví
Stærsta knattspyrnudeild landsins hefur ekki skert starfsemi sína vegna kórónuveirunnar. Blikar eru þó á varðbergi og hafa gripið til fyrirbyggjandi aðgerða.