Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Köngu­lóar­maðurinn slær met

Nýja kvikmyndin um köngulóarmanninn, Spider-Man: No Way Home, kom sér í þriðja sæti yfir mest sóttu forsýningu á kvikmynd allra tíma. Kórónuveirufaraldurinn virðist ekki ætla að stöðva aðdáendur köngulóarmannsins í að berja hetjuna augum í kvikmyndahúsum.

Lífið
Fréttamynd

Lögregla fær heimild til að leggja hald á síma Baldwin

Lögregluyfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa fengið heimild til að leggja hald á síma Alec Baldwin. Segja þau mögulegt að sönnunargögn er varða atvikið á tökustað kvikmyndarinnar Rust sé að finna á símanum.

Erlent
Fréttamynd

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 

Erlent
Fréttamynd

Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag

Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina.

Lífið
Fréttamynd

Há­dramatísk rósa­af­hending Bachelor fór fram í Hörpu

Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon.

Lífið
Fréttamynd

Thomp­son sagður hafa eignast barn í lausa­leik

Hin 31 árs gamla Maralee Nichols eignaðist barn á dögunum og segir hún körfuboltaleikmanninn Tristan Thompson vera faðir barnsins. Thompson hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá Nichols en hann var aftur á móti í sambandi með Khloé Kardashian þegar barnið kom undir.

Lífið
Fréttamynd

„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“

„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.

Erlent
Fréttamynd

„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin

„Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á.

Erlent
Fréttamynd

Öll fjölskyldan greindist með Covid

Leikkonan Keira Knightly sagði frá því í viðtali við The Telegraph að hún er nú að jafna sig eftir að smitast af kórónaveirunni. Hún er töluvert veik og liður illa.

Lífið
Fréttamynd

Hollywood-björninn Bart er allur

Hollywood-björninn Björninn Bart annar (e. Bart the Bear II) er allur, 21 árs að aldri. Björninn hafði birst í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, þeirra á meðal Dagfinni dýralækni 2, Into the Wild og Game of Thrones.

Lífið