

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Einar Baldvin til Aftureldingar
Einar Baldvin Baldvinsson er genginn til liðs við Aftureldingu í Olís-deild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum.

Heldur út í atvinnumennsku og ætlar sér fast sæti í landsliðinu
Komið er að tímamótum á ferli skyttunnar ungu, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann kveður nú uppeldisfélag sitt Aftureldingu með trega og heldur út í atvinnumennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Markmið Þorsteins næstu árin á hans ferli snúa mikið að íslenska landsliðinu. Hann ætlar sér að verða fastamaður í því liði.

Hin þaulreynda Rut gengin í raðir silfurliðs Hauka
Hin þaulreynda Rut Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, er gengin í raðir Hauka í Olís-deildinni. Hún spilaði ekkert með KA/Þór á síðustu leiktíð vegna barneigna en hefur nú ákveðið að söðla um og mun spila í rauðu á komandi leiktíð.

Viktor ekki á förum frá Nantes: „Kitlaði alveg egóið að heyra þetta“
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Nantes í Frakklandi, kannast ekki við orðróma um að hann sé á förum frá félaginu. Einbeiting hans er öll á að komast aftur inn á völlinn, verkjalaus.

Segja að Viktor Gísli fari til Póllands og svo til Barcelona
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er orðaður við Póllandsmeistara Wisla Plock.

„Þetta er risastórt batterí“
Handboltamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson vann alla þá titla sem í boði voru í Portúgal á nýafstöðnu tímabili. Hann elskar lífið í Lissabon.

Guðmundur Helgi stígur til hliðar í Mosfellsbæ
Guðmundur Helgi Pálsson mun ekki stýra Aftureldingar í Grill 66-deild kvenna í handbolta á komandi leiktíð.

Oddur og Teitur í liði umferðarinnar eftir kveðjuleiki sína
Tveir Íslendingar eru í úrvalsliði lokaumferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þetta eru þeir Oddur Gretarsson og Teitur Örn Einarsson.

Gunnar Steinn snýr heim og stýrir Fjölni í Olís deildinni
Gunnar Steinn Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Fjölni og mun stýra liðinu í Olís deild karla á næsta tímabili.

Landin hættir í landsliðinu eftir Ólympíuleikana
Handboltamarkvörðurinn Niklas Landin hefur ákveðið að hætta í danska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í sumar.

Orri og félagar þrefaldir meistarar í Portúgal
Orri Freyr Þorkelsson varð í dag bikarmeistari í Portúgal þegar lið hans Sporting vann sigur á Porto í úrslitaleik.

Meistaradeildartitillinn til Ungverjalands
Ungverska liðið Györi tryggði sér í dag sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik eftir sigur á þýska liðinu Bietigheim í úrslitaleik.

Teitur og Oddur voru báðir níu af níu í lokaumferðinni
Íslensku handboltamennirnir Teitur Örn Einarsson og Oddur Gretarsson áttu báðir stórleik í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Óðinn tvöfaldur meistari i Sviss: Markahæstur í oddaleiknum
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen eru tvöfaldir meistarar í svissneska handboltanum eftir sigur í oddaleik um titilinn í dag.

Urðu að sætta sig silfrið þrátt fyrir magnaða endurkomu
Álaborg tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur á Fredericia, 27-26, í hreinum úrslitaleik um titilinn í dag.

Karabatic skaut niður markvörðinn í síðasta skoti ferilsins
Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic endaði félagsliðaferil sinn í gær með því að verða franskur meistari með Paris Saint Germain.

Tveir Færeyingar til silfurliðsins
Silfurlið síðasta tímabils í Olís-deild karla, Afturelding, hefur sami við tvo færeyska leikmenn. Þetta eru þeir Sveinur Ólafsson og Hallur Arason.

Íslandsmeistarinn Aron er hvergi nærri hættur
Aron Pálmarsson varð á dögunum Íslandsmeistari í handbolta með FH. Takmark sem hann stefndi að með uppeldisfélaginu allt frá heimkomu fyrir tímabilið nú náð. En FH-ingurinn er ekki saddur. Hann ætlar sér fleiri titla hér á landi og segist ekki skilja umræðuna um möguleg endalok á hans ferli.

Gummi Gumm velur Höllu Hrund í liðið sitt
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltaliðsins Fredericia, velkist ekki í neinum vafa um hver hann telur að sé best til þess fallinn að verða næsti forseti Íslands. Hann setur x-ið sitt við Höllu Hrund Logadóttur og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Magdeburg meistari eftir stórsigur í Mannheim
Íslendingaliðið Magdeburg varð í kvöld þýskur meistari í handbolta karla eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen, 21-34, á útivelli. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Magdeburg vinnur titilinn.

Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni
Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Óðinn og félagar náðu ekki að tryggja sér titilinn
Kadetten Schaffhausen, sem Óðinn Þór Ríkharðsson leikur, mistókst að tryggja sér svissneska meistaratitilinn í handbolta í dag.

Mikkel eftir tapið á móti liði Gumma Gumm: Þurfum að horfa inn á við
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia unnu stórlið Álaborgar í gær og tryggðu sér úrslitaleik um danska meistaratitilinn í handbolta á laugardaginn. Íslenski þjálfarinn er því einum sigri frá því að eyðileggja draumaendi eins besta handboltamanns Dana fyrr og síðar.

Guðmundur orðlaus
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica, var að vonum gífurlega stoltur af leikmönnum sínum sem þvinguðu fram hreinan úrslitaleik gegn Álaborg í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær með eins marks sigri á heimavelli. Guðmundur var nær orðlaus í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir leik. Eitthvað sem er til marks um stolt hans af því hvernig lið Frederica tókst á við þessa prófraun.

Átján Íslandsmeistaratitlar á Hlíðarenda á átta árum
Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum.

„Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari“
Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011.

„Hann er bara svindkall í þessari deild“
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu.

„Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn glaður“
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011.

Uppgjör: Afturelding - FH 27-31 | FH-ingar Íslandsmeistarar
FH varð Íslandsmeistari í handbolta í kvöld eftir að hafa sigrað Aftureldingu. Leikurinn fór 31-27 og var þetta þriðji sigur FH í úrsliteinvíginu.

Twitter um langþráðan FH-titil: „Það sem ég elska þetta“
Stuðningsmenn FH réðu sér vart fyrir kæti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í handbolta karla í kvöld.