Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 16:02 Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur leikið með Kolstad frá árinu 2022. Getty/Igor Kralj Íslendingaliðið Kolstad, stórveldi í norska handboltanum undanfarin ár, var rekið með um 75 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tapreksturinn heldur því áfram og nú getur félagið ekki lengur sótt sér stór nöfn. Frá þessu greina norskir miðlar í dag en aðalfundur félagsins er haldinn í kvöld. Hjá Kolstad eru Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson, bræðurnir Benedikt og Arnór Óskarssynir, og markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson. Sveinn er þó á förum til Frakklands í sumar. Kolstad hefur einnig haft í sínum hópi enn stærri nöfn og þar ber helstan að nefna Sander Sagosen sem félagið neyddist til að láta fara til Álaborgar strax í febrúar. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að félagið tapaði 5,9 milljónum norskra króna á árinu 2024, eða jafnvirði um 75 milljóna íslenskra króna. Það kostaði sitt fyrir Kolstad að hafa stærstu stjörnu norska handboltans, Sander Sagosen, í sínum röðum.EPA-EFE/Piotr Polak „Það er ekki gaman að vera með svona stóran mínus. Það er það ekki,“ segir Jostein Sivertsen, framkvæmdastjóri hjá Kolstad. Þetta er þriðja árið í röð sem að Kolstad er rekið með tapi en árið 2023 tapaði félagið 1,7 milljón norskra króna og árið þar áður 800.000 norskum krónum. Á þremur árum hefur félagið því tapað samtals 8,4 milljónum norskra króna sem samsvarar í dag um 106 milljónum íslenskra króna. Adresseavisen fjallar um málið og segir að stærsta afleiðingin af þessum tapsrekstri sé sú að Kolstad geti núna ekki lengur sótt topplandsliðsmenn. Ekki fyrr en takist að rétta rekstur félagsins af. „Við erum mjög meðvituð um að ná sjálfbærum og heilbrigðum rekstri. Það er krefjandi að vera í þessu efnahagsástandi sem verið hefur síðustu árin, og þá verðum við að setja fjármálin í forgang næstu árin,“ sagði Sivertsen. Norski handboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Frá þessu greina norskir miðlar í dag en aðalfundur félagsins er haldinn í kvöld. Hjá Kolstad eru Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson, bræðurnir Benedikt og Arnór Óskarssynir, og markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson. Sveinn er þó á förum til Frakklands í sumar. Kolstad hefur einnig haft í sínum hópi enn stærri nöfn og þar ber helstan að nefna Sander Sagosen sem félagið neyddist til að láta fara til Álaborgar strax í febrúar. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að félagið tapaði 5,9 milljónum norskra króna á árinu 2024, eða jafnvirði um 75 milljóna íslenskra króna. Það kostaði sitt fyrir Kolstad að hafa stærstu stjörnu norska handboltans, Sander Sagosen, í sínum röðum.EPA-EFE/Piotr Polak „Það er ekki gaman að vera með svona stóran mínus. Það er það ekki,“ segir Jostein Sivertsen, framkvæmdastjóri hjá Kolstad. Þetta er þriðja árið í röð sem að Kolstad er rekið með tapi en árið 2023 tapaði félagið 1,7 milljón norskra króna og árið þar áður 800.000 norskum krónum. Á þremur árum hefur félagið því tapað samtals 8,4 milljónum norskra króna sem samsvarar í dag um 106 milljónum íslenskra króna. Adresseavisen fjallar um málið og segir að stærsta afleiðingin af þessum tapsrekstri sé sú að Kolstad geti núna ekki lengur sótt topplandsliðsmenn. Ekki fyrr en takist að rétta rekstur félagsins af. „Við erum mjög meðvituð um að ná sjálfbærum og heilbrigðum rekstri. Það er krefjandi að vera í þessu efnahagsástandi sem verið hefur síðustu árin, og þá verðum við að setja fjármálin í forgang næstu árin,“ sagði Sivertsen.
Norski handboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira