
Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM
Íslenski landsliðshornamaðurinn Dana Björg Guðmundsdóttir hefur fagnað sigri í öllum leikjum sínum síðan hún kom heim af Evrópumótinu þar sem hún tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.