Farðu úr úlpunni! Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni. Gagnrýni 22. desember 2011 20:00
Stílhreint, rökrétt, glæsilegt Metnaðarfullur þverskurður á verkum Kjartans Ólafssonar. Glæsileg tónlist sem lætur vel í eyrum, þrátt fyrir framandi yfirbragð. Gagnrýni 22. desember 2011 20:00
Minna er meira Söngurinn er vissulega fagmannlegur og glæsilegur. Túlkunin er heildstæð og fókuseruð. Og það er rétta stemningin í söngnum. Vandamálið er annað. Það eru útsetningarnar. Þær stílast á Karl Olgeirsson, og í minna mæli á Harald Vigni Sveinbjörnsson. Gagnrýni 22. desember 2011 15:00
Fínn frumburður Hljómsveitin Úlfur úlfur var stofnuð fyrr á árinu upp úr rústum Bróður Svartúlfs sem vann Músíktilraunir 2009. Gagnrýni 22. desember 2011 10:15
Vel lukkað samstarf Ben Frost og Daníel Bjarnason rugla saman reytum í áhrifaríku verki. Á heildina litið er það sérstakt og áhrifaríkt og ætti allt áhugafólk um framsækna tónlist að gefa því gaum. Gagnrýni 21. desember 2011 18:00
Larsson að hætti Hollywood Skandinavíski krimminn fer Fincher nokkuð vel. Hann stenst prófið með ágætum. Daniel Craig stendur sig ágætlega sem Blomkvist en það er hin unga Rooney Mara sem dregur að sér mesta athygli hér. Hún er frábær í hlutverki Salander og er í senn aðlaðandi og fráhrindandi. Mann langar að faðma hana en hún myndi eflaust launa faðmlagið með pungsparki. Gagnrýni 21. desember 2011 11:00
Snjókorn falla Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum. Gagnrýni 20. desember 2011 22:00
Fagmennskan í fyrirrúmi Gullvagninn er sérstaklega glæsilegur safnpakki. Einn af þeim flottustu sem hafa komið út hér á landi. Bo vandar til verka eins og fyrri daginn. Gagnrýni 20. desember 2011 16:00
Tímalaus stemning Það var gaman í Kristskirkju á mánudagskvöldið. Þar voru jólatónleikar Ríkisútvarpsins haldnir. Á efnisskránni voru trúarleg lög úr íslenskum sönghandritum frá 15., 16. og 17. öld. Kammerhópurinn Carmina, undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar, söng en einnig lék Karl Nyhlin á bassalútu. Ég hef sjaldan heyrt jafn sjarmerandi tónlistarflutning. Gagnrýni 16. desember 2011 11:00
Ágætar veiðisögur Bók sem veiðimenn munu vafalítið hafa gaman af því að lesa. Nauðsynlegt hefði verið að leggja meiri vinnu í útlit og nostra eilítið meira við textann. Gagnrýni 16. desember 2011 11:00
Hörkumynd Niðurstaða: Fjörugri en forverar hennar og alls ekki fyrir lofthrædda. Gagnrýni 16. desember 2011 06:00
Annað sjónarhorn Niðurstaða: Gömul Megasarlög í gjörbreyttum útgáfum. Gagnrýni 14. desember 2011 06:00
Helgi tekur stóra stökkið Gríðarlega heillandi plata frá Helga Hrafni, sem verður bara betri og betri. Mikil synd ef hún nær ekki eyrum eins margra og hún á skilið. Gagnrýni 13. desember 2011 06:00
Spennusaga úr norðlenskum veruleika Niðurstaða: Sannferðug saga úr samtímanum. Ragnar hefur náð góðum tökum á spennusögunni. Gagnrýni 13. desember 2011 06:00
Hart og hrátt hjá Gímaldin Gímaldin verður seint sakaður um að reyna að þóknast fjöldanum. Þessi nýja plata hans og hljómsveitar er að mörgu leyti mjög „hardkor". Umslagið er t.d. ekki notendavænt – jafnvel fráhrindandi. Nafn flytjanda er hvergi sjáanlegt og upplýsingar ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka hrá og hörð. Gagnrýni 11. desember 2011 10:00
Draugagangur í sálinni Kýr Stalíns er sláandi saga sem hristir upp í lesendum og veitir nýja sýn, en er ofurlítið langdregin á köflum. Gagnrýni 9. desember 2011 11:00
Óhuggulegasta mynd ársins We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær. Gagnrýni 9. desember 2011 08:00
Svalasta rokkdúóið í bransanum The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugglega í gegn. Gagnrýni 8. desember 2011 20:00
Vel heppnuð rokkplata Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Gagnrýni 8. desember 2011 11:00
Jólunum bjargað Þegar jólamynd tekst að græta tvo fullorðna einstaklinga og yngsti meðlimurinn fer fyrr að sofa til að reyna að heilla jólasveininn upp úr svörtu stígvélunum hefur hún augljóslega náð markmiði sínu. Arthúr bjargar jólunum er hugljúf teiknimynd með sönnum anda jólanna. Gagnrýni 7. desember 2011 15:00
Skemmtileg dulúð Dulúðin ræður ríkjum í tónsmíðum Önnu Þorvaldsdóttur, og Aeriality, sem frumflutt var á Sinfóníutónleikum í Hörpu á fimmtudagskvöldið undir stjórn Ilan Volkov, var engin undantekning. Verkið jaðrar við að vera sveimtónlist, en hún einkennist af mikilli kyrrstöðu, löngum hljómum og óljósum klið. Slík tónlist skapar stemningu en það er engin sérstök framvinda í henni, a.m.k. ekkert í líkingu við flest þekktu klassísku tónverkin. Gagnrýni 2. desember 2011 11:00
Framúrskarandi safnpakki Niðurstaða: Flott yfirlitsútgáfa frá eðalsveitinni Grafík. Gagnrýni 2. desember 2011 06:00
Flest mun fullnað... Stórvirki frá einu af okkar albestu skáldum, sem slær nýja tóna og kemur á óvart í þessari bók. Gagnrýni 1. desember 2011 06:00
Adam Sandler hatar þig! Sparaðu þér aurinn og settu frekar jalapeño í augað á þér. Af hverju er Adam Sandler svona illa við okkur? Hvað höfum við gert honum? Er hann kannski viljandi að reyna að eyðileggja feril sinn? Af hverju hættir hann ekki þá frekar að leika í kvikmyndum? Og hvernig má það vera að þessi mynd sé búin að hala inn 65 milljónir dollara? Megum við eiga von á framhaldsmynd? Spurningarnar eru margar og þeim er ekki auðsvarað. En þessa mynd skaltu forðast eins og drepsótt. Gagnrýni 30. nóvember 2011 06:00
Tíminn og vatnið Strengur eftir Tómas R. Einarsson er einstakt verk. Þó að hugmyndin sé frumleg er tónlistin bæði aðgengileg og hljómfögur. Það er vel hægt að njóta hennar án þess að virkja allar þær tengingar sem verkið býður upp á. Mér hefur alltaf fundist hljómur kontrabassans einstaklega fallegur og þessi einfalda, latínskotna tónlist er bæði þægileg og heillandi. Gagnrýni 29. nóvember 2011 20:30
Cage í öðrum gír Niðurstaða: Lofar góðu til að byrja með en nær svo engu flugi. Gagnrýni 29. nóvember 2011 07:00
Um klósettpappír frá Gucci og fleira gott Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók síðari missera. Það sem fyrst vekur athygli þegar bókinni er flett er kímnin í ljóðum Antons Helga. Tyrfni í myndmáli er víðs fjarri, ljóðin bera með sér hversdagslegan blæ og eru sannanlega fyndin. Gagnrýni 26. nóvember 2011 15:30
Hugljúf og grípandi Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Gagnrýni 24. nóvember 2011 11:30
Forneskjulegt framtíðarpopp Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins og stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki. Gagnrýni 23. nóvember 2011 14:00
Fríkirkjan nötraði Það var í einu orði sagt mögnuð stemning á tónleikum Fjallabræðra í Fríkirkjunni á laugardagskvöldið. Fjallabræður og gestir fylltu kirkjuna af gleði og góðri tónlist. Gagnrýni 22. nóvember 2011 20:00