Endurvinnslukóngurinn Trausti Júlíusson skrifar 10. maí 2012 14:30 Blunderbuss er fyrsta sólóplata Jacks White. Fram að þessu hefur hann gefið út efni með hljómsveitunum sínum White Stripes, The Raconteurs og Dead Weather ásamt því að stjórna upptökum og gefa út aðra listamenn hjá plötufyrirtækinu Third Man Records sem hann starfrækir í Nashville. White hefur allan ferilinn byggt sína tónlist á gömlum grunni. Tónlist White Stripes var til dæmis gamall blús, uppfærður og aðlagaður að nýjum tíma og nýjum hlustendahópi. Tónlistin á Blunderbuss er líka endurvinnsla, aðallega á tónlist áttunda áratugarins. Platan byrjar á stefi spiluðu á Fender Rhodes píanó og rafmagnsgítar, gæti verið tekið frá einhverri 70"s proggsveitinni. Næsta lag byrjar svo á gítarriffi í anda AC/DC og svo blandast inn í gítarrokkið þessi fíni Hammond-orgelhljómur. Og á sama hátt er hægt að finna skírskotun í tónlistarsöguna í flestum lögunum á plötunni. Níunda lagið, Trash Tongue Talker, er til dæmis eins og rokkuð útgáfa af Elton John… Þó að White sæki mikið í söguna, þá er þetta engin hermiplata; við erum langt frá sveitum eins og The Darkness svo dæmi sé nefnt. Jack White býr til nýtt úr gömlu og útkoman er fyrst og fremst hans. Blunderbuss hefur sterkan heildarsvip sem næst með söngnum, gítarleiknum og hljómnum á plötunni sem er mjög flottur. Blunderbuss er lítið meistaraverk; þrettán lög, hvert öðru betra. Ein af bestu plötum ársins hingað til. Niðurstaða: Jack White með eina af plötum ársins. Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Blunderbuss er fyrsta sólóplata Jacks White. Fram að þessu hefur hann gefið út efni með hljómsveitunum sínum White Stripes, The Raconteurs og Dead Weather ásamt því að stjórna upptökum og gefa út aðra listamenn hjá plötufyrirtækinu Third Man Records sem hann starfrækir í Nashville. White hefur allan ferilinn byggt sína tónlist á gömlum grunni. Tónlist White Stripes var til dæmis gamall blús, uppfærður og aðlagaður að nýjum tíma og nýjum hlustendahópi. Tónlistin á Blunderbuss er líka endurvinnsla, aðallega á tónlist áttunda áratugarins. Platan byrjar á stefi spiluðu á Fender Rhodes píanó og rafmagnsgítar, gæti verið tekið frá einhverri 70"s proggsveitinni. Næsta lag byrjar svo á gítarriffi í anda AC/DC og svo blandast inn í gítarrokkið þessi fíni Hammond-orgelhljómur. Og á sama hátt er hægt að finna skírskotun í tónlistarsöguna í flestum lögunum á plötunni. Níunda lagið, Trash Tongue Talker, er til dæmis eins og rokkuð útgáfa af Elton John… Þó að White sæki mikið í söguna, þá er þetta engin hermiplata; við erum langt frá sveitum eins og The Darkness svo dæmi sé nefnt. Jack White býr til nýtt úr gömlu og útkoman er fyrst og fremst hans. Blunderbuss hefur sterkan heildarsvip sem næst með söngnum, gítarleiknum og hljómnum á plötunni sem er mjög flottur. Blunderbuss er lítið meistaraverk; þrettán lög, hvert öðru betra. Ein af bestu plötum ársins hingað til. Niðurstaða: Jack White með eina af plötum ársins.
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira