
Apollo 10 1/2: Sögumaður af guðs náð fer til Tunglsins
Apollo 10 1/2: A Space Age Childhood, nýjasta mynd bandaríska kvikmyndahöfundarins Richards Linklaters, var frumsýnd á Netflix fyrir nokkrum dögum. Hún fjallar um 10 ára dreng sem býr í Texas í kringum þann tíma sem fyrstu mennirnir lentu á tunglinu, en samskiptmiðstöð NASA er einmitt í fylkinu og faðir hans starfar þar fyrir geimferðastofnunina.