
Fjárfesting í skuldabréfum WOW air í útboði félagsins verstu viðskipti ársins
Kaup á skuldabréfum WOW air í útboði flugfélagsins í september eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Fjármögnunin, um átta milljarðar króna, er sögð engan veginn hafa dugað flugfélaginu og komið allt of seint.