Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2019 14:22 Frá vettvangi slyssins. Mynd/skjáskot Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða. Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða.
Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10