Gamlir leiðtogar Sjálfstæðisflokks standa með Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur átt sviðið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Vaxandi gremja er meðal sjálfstæðismanna með stöðuna og þróun mála, en fyrrverandi forystumenn flokksins í borgarstjórn gagnrýna nú félaga sína og taka upp hanskann fyrir Framsókn. Innlent 30. maí 2014 13:17
Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. Innlent 28. maí 2014 13:51
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. Innlent 26. maí 2014 11:28
Ísland héldi yfirráðum yfir sjávarútvegi sínum Framkvæmdastjóri LÍÚ segir að hefði Ísland verið í ESB hefði landið aldrei fengið makrílkvóta. Sérfræðingur sendinefndar ESB bendir á að með aðild myndi veiðiréttur haldast ef makríllinn hyrfi burt á ný. Hér væri stjórnsýsla í sjávarútvegi til fyrirmyndar. Viðskipti innlent 23. maí 2014 07:00
Heimilin sögð búa við ólíðandi kostnað af úreltu landbúnaðarkerfi Verðhækkun nautakjöts frá 2010 hækkaði verðtryggðar skuldir um 900 milljónir. Kjötskortur hefur þrýst á enn meiri verðhækkanir. SVÞ vill bregðast við með frjálsum og tollalausum innflutningi nautakjöts. Búist er við synjun. Viðskipti innlent 21. maí 2014 07:00
Fjárfestingarumhverfið ræður miklu um afnám hafta Draga þarf verulega úr hömlum á beina erlenda fjárfestingu eigi að vera hægt að aflétta gjaldeyrishöftum án þess að hrapallega takist til. Ísland er meðal þeirra landa þar sem hömlur á erlenda fjárfestingu eru mestar. Viðskipti innlent 14. maí 2014 07:00
Sveifla utan áhrifavalds stjórnmála Reykjavíkurborg skilaði 8,4 milljarða króna afgangi 2013. Þróun sem dró úr ætluðum lífeyrisskuldbindingum og endurmat eigna Félagsbústaða hjálpaði til. Að þeim þáttum frádregnum er hagnaður samt 4,1 milljarður. Viðskipti innlent 1. maí 2014 00:01
Þeir fái lyfin sem hafa af þeim gagn Landlæknir segir heilsugæsluna þurfa að koma sterka inn með þverfagleg teymi til að sinna málum þar sem vísað er á lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Hér kunni heilbrigðisþjónusta að sinna þeim vel sem þurfa á slíkum lyfjum að halda en taka þurfi á skuggahliðum misnotkunar. Innlent 24. apríl 2014 07:00
Tekjur í fjarskiptageira námu 50 milljörðum króna í fyrra Nova er í yfirburðastöðu þegar kemur að fyrirframgreiddum farsímakortum (frelsi). Gagnaflutningar yfir farsímanet hafa stóraukist. Þar eru notendur Nova fremstir og hafa fjórfaldað gagnamagnið milli 2012 og 2013. Aukið og hraðara gagnastreymi ýtir á eftir fjárfestingu í fjarskiptakerfunum. Viðskipti innlent 16. apríl 2014 06:00
Loku ekki skotið fyrir sameiningu enn að mati rektors Menntamálaráðuneytið hefur ekki enn skrifað upp á niðurskurðaráform sem lögð voru fram í nýrri fjárhagsáætlun Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um mánaðamótin. Gæti þýtt að sameining við Háskólann sé enn á borðinu, segir rektor. Innlent 15. apríl 2014 08:44
Rannsókn beint að flugmönnunum Engin skýring hefur enn fengist á hvarfi malasísku farþegaþotunnar en leitarsvæðið er orðið gríðarstórt. Erlent 17. mars 2014 11:55
Segir alþjóðasamfélagið getulaust Þrjú ár eru frá því að átök í Sýrlandi hófust eftir að hópur unglinga var handtekinn. Talið er að um 140 þúsund manns hafi látist. Framkvæmdastjóri Sanmeinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, hvetur Rússa og Bandaríkjamenn til að setja aukinn kraft í friðarviðræður. Erlent 17. mars 2014 07:00
Meirihluti bílaflota slökkviliðanna í flokki fornbíla Bílafloti slökkviliðanna er að stórum hluta kominn til ára sinna, og fellur undir skilgreiningar um fornbíla. Þjálfun er ekki sinnt eins og þörf krefur. Sameining slökkviliða er aðeins tímaspursmál, enda þarf að mæta kalli tímans til að uppfylla sívaxandi kröfur. Innlent 13. mars 2014 07:00
Norðmenn slógu á sáttahönd ESB í makríldeilunni Evrópusambandið lagði fram málamiðlun í makríldeilunni sem Ísland og Færeyjar samþykktu. Norðmenn höfnuðu leið ESB. Sögulegt tækifæri til sátta í makríldeilunni er runnið mönnum úr greipum, er almennur skilningur á viðræðuslitum í Skotlandi á miðvikudag. Innlent 7. mars 2014 07:00
Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði Sigurður Líndal lagaprófessor er ósammála forsætisráðherra og segir vel hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Björg Thorarensen lagaprófessor segir þetta ekki geta átt við um þingsályktun. Innlent 6. mars 2014 12:00
Strandsiglingar spara fyrirtækjum stórfé Stóru skipafélögin fluttu 85.000 tonn af varningi frá fjórum höfnum á fyrstu níu mánuðum strandsiglinga í fyrra. Fyrirtæki á landsbyggðinni spara um milljarð á ári í flutningskostnað. Keyrsla flutningabíla á afmörkuðum vegarkafla minnkar um 3,2 milljónir kílómetra. Viðskipti innlent 28. febrúar 2014 16:39
Gjaldtaka stangast ekki á við ferðafrelsi almennings Áform um gjaldtöku á ferðamannastöðum mæta harðri andstöðu þeirra sem vilja áfram óhindrað aðgengi almennings um óræktað land. Lagaprófessor segir að þó meginreglan sé óheft aðgengi geti landeigendur verið í rétti innheimti þeir gjald til að standa straum af kostnaði. Innlent 27. febrúar 2014 07:00
Nám tengt sjávarútvegi í örum vexti Aðsókn í sjávarútvegstengt nám var 25% meiri 2013 en árið á undan. Aukinn áhugi nemenda er greinilegur á nýsköpun og fullvinnslu afurða. Fjöldi nemenda í skipstjórnarnámi hefur þrefaldast frá hruni, á sama tíma og atvinnuhorfur versna. Innlent 25. febrúar 2014 07:00
Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. Innlent 17. febrúar 2014 08:00
Börnin á brúninni: Heimsókn í Háholt Síðasta úrræðið sem unglingar með hegðunarvanda fara í er meðferðarheimilið Háholt. Innlent 15. febrúar 2014 08:00
Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. Innlent 14. febrúar 2014 08:00
Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. Innlent 13. febrúar 2014 07:00
Hriktir verulega í undirstöðunum Á næstu árum mun gríðarstór hópur framhaldsskólakennara fara á eftirlaun. Nýliðunin er á sama tíma allt of lítil. Kjör stéttarinnar letja ungt fólk og skólarnir eru því ekki samkeppnisfærir, segja forsvarsmenn kennara. "Sögulegt tækifæri,“ falið í stöðunni segir prófessor. Innlent 5. febrúar 2014 10:19
Eiturefnasúpa án innihaldslýsingar Norskir vísindamenn telja að hvergi finnist fleiri eiturefni í mönnum en þar í landi. Íslenskur sérfræðingur telur stöðuna áþekka hér á landi. Kokteill eiturefna er alls staðar í kringum okkur. Efnin eru talin trufla hormónakerfið, ónæmiskerfið og þroska fóstra í móðurkvið Innlent 31. janúar 2014 11:27
Staðsetning Íslands gefur mikla möguleika Formaður samtaka norskra skipaeigenda segir að Ísland sé í lykilstöðu vegna siglinga á norðurslóðum í framtíðinni. Spurningamerki eru þó sett við öryggismál á svæðinu varðandi siglingar vöruflutningaskipa og ekki síður farþegaskipa. Innlent 22. janúar 2014 07:00
Mýtan um heimsins besta vatn ósönnuð Vatnaskýrsla Umhverfisstofnunar sannar að frekari rannsókna á vatnsgæðum á Íslandi er þörf. Óvissa er um gæði vatns á 36 stöðum á landinu – stórum sem smáum. Í fyrsta sinn eru vatnsgæði á Íslandi mæld á sama hátt og gert er í Evrópu. Innlent 15. janúar 2014 07:45
Óttast að mengun berist frá sorpi í sjó Óttast er að mengun berist í Elliðaárvog og innri hluta Sunda auk Grafarvogs frá gömlum urðunarstöðum innan borgarmarkanna. Þetta er eitt þriggja svæða sem Umhverfisstofnun hefur mestar áhyggjur af hvað varðar mengun vatns á Íslandi. Innlent 14. janúar 2014 07:00
Umdeild Sprengisandslína sett í forgang Landsnet ræðst í undirbúning tengingar á milli Norður- og Suðurlands á næstunni. Umhverfismat er áætlað í sumar. Línulögnin er afar umdeild. Iðnaðarráðherra útilokar ekki línulögn í jörð - sem gæti verið liður í að sætta sjónarmið. Innlent 11. janúar 2014 07:00
Menguð efni leka úr úrgangi varnarliðsins Mengandi efni leka enn frá gömlum urðunarstöðum á Miðnesheiði og menga grunnvatn. Mengunina má að langstærstum hluta rekja til veru Bandaríkjahers á Íslandi. Svæðið er flokkað í hættu í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar. Innlent 10. janúar 2014 08:53
Ferðaþjónusta víkur verði af laxeldi í sjó Hugmyndir um náttúruferðamennsku og skógrækt undir merkjum Varplands hf. munu víkja ef verður af sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Togstreita um hvernig á að byggja upp atvinnutækifæri á Vestfjörðum kemur víða fram, segir sérfræðingur. Viðskipti innlent 9. janúar 2014 16:46