Samtök ferðaþjónustunnar ánægð með úthlutun til ferðamannastaða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Helga Árnadóttir Tæplega 850 milljónum hefur verið úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu. Ellefu þeirra staða fá yfir tuttugu milljónir hver. „Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein,“ segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að ráðist sé í þessar aðgerðir til að stemma stigu við mikilli ásókn ferðamanna á viðkvæma staði í náttúrunni og til þess að gera ferðaþjónustuna sem öflugasta. Þeir staðir sem mest fá eru Skaftafell, sem fær 160 milljónir, og Þingvellir, sem fá 156,5 milljónir. Aðrir staðir fá mun minna. Dimmuborgir eru í þriðja sæti og fá 38,5 milljónir. Samtals hljóta þeir ellefu staðir sem mest fá rúmlega 605 milljónir en það er um 71 prósent heildarfjármagnsins. Auk staðanna sem fjármagn fá til umbóta verður 21 milljón varið til landvörslu um allt land.Verkefnin sem ráðist verður í eru af ýmsum toga. Megináhersla er þó lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en sjóðurinn mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Tekjur af gistináttagjaldi eru ekki inni í þessari tölu segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur munu þær koma til viðbótar við hana. Heildarupphæð til ferðaþjónustunnar mun þannig vera rúmur milljarður króna. „Á næstu árum verður ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur fyrir frekari umbætur er þegar hafinn.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.„Við fögnum þessari úthlutun svo sannarlega. Hún undirstrikar og er ákveðin viðurkenning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Það er einnig ánægjulegt að horft sé til staða víðs vegar um landið og eru fjölmörg verkefni þarna undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er einnig jákvætt og eftirtektarvert að menn séu að horfa til langrar framtíðar með áætlanir um enn frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni,“ bætir Helga við. Umhverfisstofnun tekur í sama streng og segist fagna skrefi ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir frekari skaða á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun segir í tilkynningu sinni mikilvægt að hafa í huga að ferðamenn vilji sjá óspillta náttúru og að verkefnin sem ráðist verður í stuðli að því. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Tæplega 850 milljónum hefur verið úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu. Ellefu þeirra staða fá yfir tuttugu milljónir hver. „Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein,“ segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að ráðist sé í þessar aðgerðir til að stemma stigu við mikilli ásókn ferðamanna á viðkvæma staði í náttúrunni og til þess að gera ferðaþjónustuna sem öflugasta. Þeir staðir sem mest fá eru Skaftafell, sem fær 160 milljónir, og Þingvellir, sem fá 156,5 milljónir. Aðrir staðir fá mun minna. Dimmuborgir eru í þriðja sæti og fá 38,5 milljónir. Samtals hljóta þeir ellefu staðir sem mest fá rúmlega 605 milljónir en það er um 71 prósent heildarfjármagnsins. Auk staðanna sem fjármagn fá til umbóta verður 21 milljón varið til landvörslu um allt land.Verkefnin sem ráðist verður í eru af ýmsum toga. Megináhersla er þó lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en sjóðurinn mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Tekjur af gistináttagjaldi eru ekki inni í þessari tölu segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur munu þær koma til viðbótar við hana. Heildarupphæð til ferðaþjónustunnar mun þannig vera rúmur milljarður króna. „Á næstu árum verður ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur fyrir frekari umbætur er þegar hafinn.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.„Við fögnum þessari úthlutun svo sannarlega. Hún undirstrikar og er ákveðin viðurkenning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Það er einnig ánægjulegt að horft sé til staða víðs vegar um landið og eru fjölmörg verkefni þarna undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er einnig jákvætt og eftirtektarvert að menn séu að horfa til langrar framtíðar með áætlanir um enn frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni,“ bætir Helga við. Umhverfisstofnun tekur í sama streng og segist fagna skrefi ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir frekari skaða á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun segir í tilkynningu sinni mikilvægt að hafa í huga að ferðamenn vilji sjá óspillta náttúru og að verkefnin sem ráðist verður í stuðli að því.
Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55