Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Nýju mennirnir náðu ekki að knýja fram sigur fyrir Chelsea

Eftir rándýr kaup í janúarglugganum tók Chelsea á móti Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðal byrjunarliðsmanna Chelsea í kvöld var Enzo Fernandez, dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að knýja fram sigur og niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Auðvitað er það missir“

Landsliðshópur kvenna í fótbolta var kynntur í dag fyrir komandi æfingamót á Spáni. Þar verður Glódís Perla Viggósdóttir nýr fyrirliði eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir lagði skóna á hilluna.

Fótbolti
Fréttamynd

Heiðdís til Basel

Varnarmaðurinn Heiðdís Lillýjardóttir er gengin í raðir Basel frá Breiðabliki. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við svissneska félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ef ég hefði þann eigin­leika líka væri ég mögu­lega að spila á hærra getu­stigi“

Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hjá Man United verður að halda á­kveðnum standard“

„Auðvitað er gaman að vinna undanúrslitaleiki en fyrri hálfleikurinn var ekki frábær ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Erik Ten Hag um frammistöðu Manchester United í 2-0 sigrinum á Nottingham Forest í kvöld. Lærisveinar Ten Hag unnu fyrri leikinn 3-0 og voru komnir með annan fótinn á Wembley.

Enski boltinn