Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Annað hvort væri ég ó­létt eða að hætta“

Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við þurfum að taka okkar sénsa“

„Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Sverrir Ingi Inga­son sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við ís­lenska lands­liðið sem á fram­undan tvo mikil­væga leiki í Þjóða­deild UEFA. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ældi á heimavöll Sæ­dísar sem þurfti að bíða

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Gló­­dís kemst ekki á verð­­launa­há­­tíðina: „Mér finnst þetta bara fá­rán­legt“

Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, segir það fá­rán­legt að stærsta verð­launa­há­tíð ársins í fót­bolta­heiminum, þar sem sjálfur gull­boltinn verður af­hentur bestu leik­mönnum heims í karla- og kvenna­flokki, skuli vera haldin í miðjum lands­leikja­glugga kvenna­lands­liða. Gló­dís Perla Viggós­dóttir er fyrsti Ís­lendingurinn sem er til­nefnd til verð­launanna en hún mun ekki geta mætt á há­tíðina þar sem að hún verður stödd í lands­liðs­verk­efni.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís búin að skora gegn Arsenal

Glódís Perla Viggósdóttir er búin að skora fyrir Bayern Munchen í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu en hún jafnaði metin í 1-1 gegn Arsenal með góðu skallamarki. Bayern er með 2-1 forystu en leikurinn er enn í fullum gangi.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór Ingvi skoðar sín mál í janúar

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason, segir liðið hafa fundið ákveðnar leiðir í gegnum næsta mótherja sinn í Þjóðadeild UEFA sem það mun reyna nýta sér til sigurs. Arnór hefur verið að ganga í gegnum krefjandi tíma með félagsliði í Svíþjóð og segir landsliðsverkefnið koma á fullkomnum tímapunkti.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið“

Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að koma sér vel fyrir hjá Düsseldorf í Þýskalandi og ætlar að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Liðið á fyrir höndum leiki við Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni, á föstudag og mánudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Skila­boðum lekið og Haaland ó­sáttur

Markahrókurinn Erling Haaland hefur lýst yfir óánægju sinni með það að einhver úr herbúðum norska landsliðsins í fótbolta hafi lekið skilaboðum í blaðamenn, og að þau hafi verið birt í bók.

Fótbolti
Fréttamynd

Þor­­steinn kynnti Banda­ríkjafarana

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleikjum ytra síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kynnti val sitt á landsliðshópnum og svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti