Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Viktor Jónsson með fernu í fyrsta tapi Aftureldingar í Lengjudeildinni

Skagamenn eru fyrsta liðið sem hefur náð að leggja Aftureldingu af velli í Lengjudeild karla í knattspyrnu. ÍA lagði heimamenn úr Mosfellsbænum 2-5 og hleypa spennu í baráttuna um efsta sætið í deildinni sem gefur beint sæti í úrvalsdeildinni. Afturelding hafði ekki tapað leik og náð í 35 stig af 39 mögulegum fyrir þennan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Keflavík fær úkraínskan framherja fyrir fallbaráttuna

Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi fallbaráttu í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur samið við úkraínska framherjann Robert Gegedosh sem kemur til liðsins frá St. Lucia sem leikur í efstu deild á Möltu. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með 10 stig þegar 16 umferðum er lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð Finnbogason skoraði og lagði upp fyrir Lyngby í jafntefli

Þrír íslenskir leikmenn byrjuðu fyrir Lyngby þegar liðið gerði jafntefli við Viborg 2-2 á útivelli í annarri umferð efstu deildar Danmerkur í dag. Alfreð Finnbogason skoraði annað mark liðsins en ásamt honum byrjuðu þeir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson einnig leikinn. Þetta var fyrsta stigið sem Lyngby nær í þetta tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus í bann frá þátttöku í Sambandsdeild Evrópu og Chelsea sektaðir

Juventus mun ekki leika í Sambandsdeild Evrópu eins og þeir höfðu unnið sér rétt til að gera á næsta tímabili. Liðið endaði í sjöunda sæti Serie A sem gaf keppnisréttinn í keppninni en vegna brota á fjármálareglum knattspyrnunnar (Financial fair play) þá munu þeir ekki fá að keppa í Sambandsdeildinni. Þá fá Chelsea sekt fyrir að gefa ekki upp réttar upplýsingar um sín fjármál

Fótbolti
Fréttamynd

Argentínsk endurkoma

Argentína á enn möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit á HM í fótbolta kvenna eftir að hafa komið til baka og náð jafntefli gegn Suður-Afríku. Lokatölur 2-2.

Fótbolti
Fréttamynd

David Silva leggur skóna á hilluna

Spænski knattspyrnumaðurinn David Silva tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta. Þessi tilkynning hefur legið í loftinu síðustu daga en Silva sleit krossband á æfingu með liði sínu Real Sociedad þann 21. júlí síðastliðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu

KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Þórir hættur með Fram

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar.

Fótbolti